Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2025 19:45 Meðlimir For Women Scotland fagna ákaft eftir uppkvaðningu dómsins. AP Photo/Kin Cheung Hæstiréttur Bretlands dæmdi í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Aktívisti segir dóminn hafa lítil áhrif á daglegt líf en hættulegt skref í átt að sömu þróun og í Bandaríkjunum. „Það er einróma ákvörðun þessa dómstóls að hugtökin kona og kyn í jafnréttislögunum frá 2010 vísi til líffræðilegrar konu og líffræðilegs kyns. Við ráðum fólki frá því að líta á þennan dóm sem sigur eins eða fleiri hópa í samfélagi okkar á kostnað annars. Það er hann ekki.“ Þetta sagði Lord Patrick Hodge dómari við Hæstarétt Bretlands þegar hann greindi frá niðurstöðu dómsins. Málið sóttu samtökin For Women Scotland, sem eru andstæðingar trans fólks, gegn skoskum stjórnvöldum vegna laga um jöfn kynjahlutföll í stjórnum opinberra stofnana, sem voru samþykkt árið 2018. Virki sem árás á trans fólk Í lögunum er gert ráð fyrir að trans konur teljist konur en stjórnandi samtakanna FWS hefur haldið því fram að með þessu gætu stjórnir opinberra stofnana verið skipaðar eingöngu körlum. Samtökin fögnuðu ákaft þegar dómurinn hafði verið kveðinn upp. „Það þýðir að skilgreiningin á hugtakinu kona er skýr í lögunum. Nú er ljóst að við erum að vísa til líffræðilegs kyns kvenna og að þegar við sjáum rými eingöngu ætlað konum þýðir það nákvæmlega það: Aðeins konur, engir karlar, ekki einu sinni þótt þeir hafi vottorð um kynleiðréttingu,“ sagði Trina Budge, forstöðukona For Women Scotland, eftir dómsuppsögu. Dómurinn er ekki algildur og á eingöngu við þessi tilteknu lög. Ólíklegt er að trans konur muni finna mikið fyrir áhrifum dómsins frá degi til dags en aktívisti segir þetta skref aftur á bak. „Þetta hefur litla þýðingu. Þetta er árás á transfólk þótt dómarinn hafi lagt sig fram um að útskýra að svo væri ekki. Þetta virkar einfaldlega eins og árás á transfólk og skref í átt að Bandaríkjum Trumps,“ sagði Heather Herbert, trans aktívisti. Málefni trans fólks Hinsegin Bretland Tengdar fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í morgun að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki til trans kvenna. Formaður Samtakanna '78 segir dóminn vega að tilverurétti trans fólks. 16. apríl 2025 13:50 Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur næðu aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Hópur andstæðinga trans fólks háði áralanga baráttu fyrir dómstólum til þess að fá þá niðurstöðu fram. 16. apríl 2025 09:47 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
„Það er einróma ákvörðun þessa dómstóls að hugtökin kona og kyn í jafnréttislögunum frá 2010 vísi til líffræðilegrar konu og líffræðilegs kyns. Við ráðum fólki frá því að líta á þennan dóm sem sigur eins eða fleiri hópa í samfélagi okkar á kostnað annars. Það er hann ekki.“ Þetta sagði Lord Patrick Hodge dómari við Hæstarétt Bretlands þegar hann greindi frá niðurstöðu dómsins. Málið sóttu samtökin For Women Scotland, sem eru andstæðingar trans fólks, gegn skoskum stjórnvöldum vegna laga um jöfn kynjahlutföll í stjórnum opinberra stofnana, sem voru samþykkt árið 2018. Virki sem árás á trans fólk Í lögunum er gert ráð fyrir að trans konur teljist konur en stjórnandi samtakanna FWS hefur haldið því fram að með þessu gætu stjórnir opinberra stofnana verið skipaðar eingöngu körlum. Samtökin fögnuðu ákaft þegar dómurinn hafði verið kveðinn upp. „Það þýðir að skilgreiningin á hugtakinu kona er skýr í lögunum. Nú er ljóst að við erum að vísa til líffræðilegs kyns kvenna og að þegar við sjáum rými eingöngu ætlað konum þýðir það nákvæmlega það: Aðeins konur, engir karlar, ekki einu sinni þótt þeir hafi vottorð um kynleiðréttingu,“ sagði Trina Budge, forstöðukona For Women Scotland, eftir dómsuppsögu. Dómurinn er ekki algildur og á eingöngu við þessi tilteknu lög. Ólíklegt er að trans konur muni finna mikið fyrir áhrifum dómsins frá degi til dags en aktívisti segir þetta skref aftur á bak. „Þetta hefur litla þýðingu. Þetta er árás á transfólk þótt dómarinn hafi lagt sig fram um að útskýra að svo væri ekki. Þetta virkar einfaldlega eins og árás á transfólk og skref í átt að Bandaríkjum Trumps,“ sagði Heather Herbert, trans aktívisti.
Málefni trans fólks Hinsegin Bretland Tengdar fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í morgun að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki til trans kvenna. Formaður Samtakanna '78 segir dóminn vega að tilverurétti trans fólks. 16. apríl 2025 13:50 Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur næðu aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Hópur andstæðinga trans fólks háði áralanga baráttu fyrir dómstólum til þess að fá þá niðurstöðu fram. 16. apríl 2025 09:47 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í morgun að ákvæði jafnréttislaga um konur nái aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki til trans kvenna. Formaður Samtakanna '78 segir dóminn vega að tilverurétti trans fólks. 16. apríl 2025 13:50
Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur næðu aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Hópur andstæðinga trans fólks háði áralanga baráttu fyrir dómstólum til þess að fá þá niðurstöðu fram. 16. apríl 2025 09:47