Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. apríl 2025 20:04 Sigfús er alltaf léttur í skapi og nýtur lífsins alla daga. Íslenskt skyr er uppáhalds maturinn hans. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Húsin þurfa að anda eins og mannfólkið,“ segir 93 ára byggingameistari á Selfossi, sem hefur byggt um tvö hundruð hús í bæjarfélaginu en mygla hefur aldrei greinst í þeim húsum. Þá segir hann að timbur hafi verið miklu betra í gamla daga heldur en í dag því nú sé það svo gljúpt og lélegt. Hér erum við að tala um Sigfús Kristinsson, eða Fúsa Kristins eins og hann er alltaf kallaður á Selfossi. Hann er nú sestur í helgan stein en líður best á skrifstofunni sinni þar sem hann skoðar gamla pappíra og les blöðin. Á milli 30 og 40 karlar störfuðu við smíðar hjá Fúsa þegar mest var en hann hefur byggt allar helstu byggingar á Selfossi eins og sjúkrahúsið, Landsbankann, Fjölbrautaskóla Suðurlands og fullt, fullt af einbýlishúsum. Aldrei hefur greinst mygla í húsum frá Fúsa. „Húsin þurfa að anda eins og mannfólkið, þau þurfa að anda,” segir Fúsi. En af hverju var engin mygla þegar hann var að byggja öll þessi hús? „Það var bara allt annað vinnulag og timbrið var var líka mikið, mikið betra þá en núna. Það var svo þétt vaxið, nú er það svo gljúft og lélegt og drekkur í sig vatn,” segir Fúsi. En hvað heldur þú með mygluna í húsunum, heldur þú að þetta verði áfram svona vandamál? „Það verður það svo lengi, sem þeir breyta ekki byggingaaðferðinni. Út með þetta helvítis plast því það lokar algjörlega rakann inni,” segir Fúsi og leggur áherslu á orð sín. Sigfús eyðir miklum tíma dagsins inn á skrifstofunni sinni innan um pappíra, blöð og fleira þess háttar, sem hann gluggar eitthvað í að hverjum degi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýjasta byggingin hjá Fúsa er torfbær á Selfossi, sem hann byggði fyrir nokkrum árum. En hann er ekki hrifin af öllu flötu þökunum á nýjum húsum í dag. „Mér finnst þau alveg skelfileg bara. Þau eru líka svo ljót. Þau eru mikið fallegri hin með risi og þakbrún út fyrir, sem hlífir veggjunum.” Fúsi segist þakka á hverjum degi fyrir góða heilsu en hverju þakkar hann það ? „Lífsánægja og lífsvilji og góð gen út í lífið og vera aldrei að hugsa neikvæða hugsun, vera frekar bjartsýnn í hugsun,” segir Fúsi. Sigfús hefur ekki bara byggt einbýlishús, nei, hann hefur líka byggt kirkjur eins og Laugardælakirkju í Flóahreppi rétt fyrir utan Selfoss. Laugardælakirkja í Flóahreppi, sem Fúsi byggði með sínum starfsmönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já, talandi um kirkju, Fúsi hefur mikinn áhuga á andlegum málefnum og hann segist vita nákvæmlega hvað verði um okkur þegar við deyjum. „Við förum í næstu tilveru, fáum líf alveg eins og hérna en það er nefnilega svolítið hvernig menn hafa hagað sér í lífinu, hvernig menn lenda hinum megin,” segir 93 ára byggingameistarinn. Sigfús var að ljúka við að skrifa ævisögu sína, sem er nú komin út í bók og verður gefin út formlega á næstu vikum. Mikill fróðleikur er í bókinni um ævi og störf hans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hús og heimili Mygla Byggingariðnaður Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira
Hér erum við að tala um Sigfús Kristinsson, eða Fúsa Kristins eins og hann er alltaf kallaður á Selfossi. Hann er nú sestur í helgan stein en líður best á skrifstofunni sinni þar sem hann skoðar gamla pappíra og les blöðin. Á milli 30 og 40 karlar störfuðu við smíðar hjá Fúsa þegar mest var en hann hefur byggt allar helstu byggingar á Selfossi eins og sjúkrahúsið, Landsbankann, Fjölbrautaskóla Suðurlands og fullt, fullt af einbýlishúsum. Aldrei hefur greinst mygla í húsum frá Fúsa. „Húsin þurfa að anda eins og mannfólkið, þau þurfa að anda,” segir Fúsi. En af hverju var engin mygla þegar hann var að byggja öll þessi hús? „Það var bara allt annað vinnulag og timbrið var var líka mikið, mikið betra þá en núna. Það var svo þétt vaxið, nú er það svo gljúft og lélegt og drekkur í sig vatn,” segir Fúsi. En hvað heldur þú með mygluna í húsunum, heldur þú að þetta verði áfram svona vandamál? „Það verður það svo lengi, sem þeir breyta ekki byggingaaðferðinni. Út með þetta helvítis plast því það lokar algjörlega rakann inni,” segir Fúsi og leggur áherslu á orð sín. Sigfús eyðir miklum tíma dagsins inn á skrifstofunni sinni innan um pappíra, blöð og fleira þess háttar, sem hann gluggar eitthvað í að hverjum degi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýjasta byggingin hjá Fúsa er torfbær á Selfossi, sem hann byggði fyrir nokkrum árum. En hann er ekki hrifin af öllu flötu þökunum á nýjum húsum í dag. „Mér finnst þau alveg skelfileg bara. Þau eru líka svo ljót. Þau eru mikið fallegri hin með risi og þakbrún út fyrir, sem hlífir veggjunum.” Fúsi segist þakka á hverjum degi fyrir góða heilsu en hverju þakkar hann það ? „Lífsánægja og lífsvilji og góð gen út í lífið og vera aldrei að hugsa neikvæða hugsun, vera frekar bjartsýnn í hugsun,” segir Fúsi. Sigfús hefur ekki bara byggt einbýlishús, nei, hann hefur líka byggt kirkjur eins og Laugardælakirkju í Flóahreppi rétt fyrir utan Selfoss. Laugardælakirkja í Flóahreppi, sem Fúsi byggði með sínum starfsmönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já, talandi um kirkju, Fúsi hefur mikinn áhuga á andlegum málefnum og hann segist vita nákvæmlega hvað verði um okkur þegar við deyjum. „Við förum í næstu tilveru, fáum líf alveg eins og hérna en það er nefnilega svolítið hvernig menn hafa hagað sér í lífinu, hvernig menn lenda hinum megin,” segir 93 ára byggingameistarinn. Sigfús var að ljúka við að skrifa ævisögu sína, sem er nú komin út í bók og verður gefin út formlega á næstu vikum. Mikill fróðleikur er í bókinni um ævi og störf hans.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hús og heimili Mygla Byggingariðnaður Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira