En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir og Eiríkur Hjálmarsson skrifa 15. apríl 2025 10:32 Í öllu því brimróti sem gengur yfir veröldina þessar vikur og mánuði verður undiraldan ekki eins áberandi. Í tollaslag, auknum vígbúnaði og vopnuðum átökum síga loftslagsmálin neðar á vefsíðum fjölmiðla. Við Orkuveitufólk keppumst þó við að halda vöku ökkar. Sjálfbær orka, sporlétt veituþjónusta og kolefnisbinding eru enda lyklar að því að allt samfélagið breytist til betri vegar fyrir loftslagið; grundvöllur þess að Orkuveitan sé aflvaki sjálfbærrar framtíðar. Í stríði um stál Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti í meira en aldarlangri sögu Orkuveitunnar og forvera hennar að vígbúnaður setur strik í reikninginn. Þegar undirbúningur stóð yfir að öðrum áfanga hinnar umhverfisvænu hitaveitu í Reykjavík – lagning Reykjaæðar frá hverasvæðunum í Mosfellssveit og tenging húsa – brast á heimsstyrjöld númer tvö. Stál í pípur fékkst ekki frá Danaveldi en fyrir mikla eljusemi tókst að herja út stál í Bandaríkjunum áður en meira og minna allt stál þar í landi fór í hergagnaiðnaðinn. Stál er ennþá grundvallarefni í lögnum og virkjana- og veitubúnaði af ýmsu tagi og framleiðsla þess er eitthvað það ósporléttasta í öllum aðföngum Orkuveitunnar. Á þessu ári mun Orkuveitan stíga risaskref í átt til nettó-núll áhrifa eigin starfsemi á loftslagið. Langstærsti hluti kolefnissporsins er vegna koldíoxíðs sem kemur upp með jarðgufunni sem nýtt er í virkjununum á Hellisheiði og á Nesjavöllum. Frá þeim fáum við hvorttveggja heitt vatn og rafmagn auk þess ýmsar aukaafurðir eru nýttar í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar í Ölfusi. Koldíoxíðið verður steingert með hinni heimasmíðuðu Carbfix aðferð en þessi u.þ.b. þreföldun afkastagetu gefur kost á að virkjunin verði nánast sporlaus. En hvað svo? Hvað með innkaupin? Hvað með allt stálið og sementið? Hvað með eldsneytið á vinnuvélar verktakanna? Markviss vinna um árabil Orkuveitan setti sér loftslagsmarkmið 2016, hefur gert loftslagsbókhald samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum frá 2020 og frá í fyrra hafa hvorttveggja loftslagsbókhaldið og markmið fyrirtækisins notið vottunar samkvæmt ströngum skilyrðum Science Based Targets initiative, sem eru ein þau virtust á þessu sviði. En Loftslagsbókhaldið er ekki gert bókhaldsins vegna. Þessi glöggu reikningsskil hafa fært okkur miklu betri skilning á því hverslags aðgerðir eru líklegar til að skila okkur og þar með öllum þeim samfélögum sem við þjónum árangri. Nú höfum við gefið út Loftslagsvegvísi Orkuveitunnar. Þar gerum við með greinargóðum og skiljanlegum hætti grein fyrir því hvernig við ætlum að skila enn meiri árangri í loftslagsmálum, því ekki veitir af. Þar sést hvaða kröfur við gerum til okkar sjálfra og hvaða væntingar við höfum til birgjanna sem selja okkur efni og vörur og verktakanna sem grafa fyrir okkur skurði eða tengja mæla. Miðlum lærdómi Þangað geta líka önnur framsýn fyrirtæki með loftslagsmetnað sótt hugmyndir að aðgerðum og við Orkuveitufólk munum fylgjast með því sem önnur gera og læra af því. Reyndar hafa Veitur sérstaklega auglýst eftir hugmyndum um nýtingu fráveituúrgangs en ónýttur stækkar hann kolefnisspor Orkuveitunnar. Því fleiri sem leggjast á árar, því hagkvæmari og betri verða þær nauðsynlegu umbreytingar sem við verðum að gera á því hvernig við framleiðum vörur og veitum þjónustu. Sjálfbær rekstur er nauðsynlegur til að börnin okkar og barnabörn fái líka notið þeirra miklu gæða sem okkar kynslóð er að njóta, fyrir nú utan að vera bara góður bissness. Loftslagsvegvísirinn er öllum aðgengilegur á vefnum hjá okkur. Njótið heil. Höfundar eru Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir, sérfræðingur Orkuveitunnar í loftslags- og umhverfismálum, og Eiríkur Hjálmarsson, sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfbærni Orkumál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Í öllu því brimróti sem gengur yfir veröldina þessar vikur og mánuði verður undiraldan ekki eins áberandi. Í tollaslag, auknum vígbúnaði og vopnuðum átökum síga loftslagsmálin neðar á vefsíðum fjölmiðla. Við Orkuveitufólk keppumst þó við að halda vöku ökkar. Sjálfbær orka, sporlétt veituþjónusta og kolefnisbinding eru enda lyklar að því að allt samfélagið breytist til betri vegar fyrir loftslagið; grundvöllur þess að Orkuveitan sé aflvaki sjálfbærrar framtíðar. Í stríði um stál Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti í meira en aldarlangri sögu Orkuveitunnar og forvera hennar að vígbúnaður setur strik í reikninginn. Þegar undirbúningur stóð yfir að öðrum áfanga hinnar umhverfisvænu hitaveitu í Reykjavík – lagning Reykjaæðar frá hverasvæðunum í Mosfellssveit og tenging húsa – brast á heimsstyrjöld númer tvö. Stál í pípur fékkst ekki frá Danaveldi en fyrir mikla eljusemi tókst að herja út stál í Bandaríkjunum áður en meira og minna allt stál þar í landi fór í hergagnaiðnaðinn. Stál er ennþá grundvallarefni í lögnum og virkjana- og veitubúnaði af ýmsu tagi og framleiðsla þess er eitthvað það ósporléttasta í öllum aðföngum Orkuveitunnar. Á þessu ári mun Orkuveitan stíga risaskref í átt til nettó-núll áhrifa eigin starfsemi á loftslagið. Langstærsti hluti kolefnissporsins er vegna koldíoxíðs sem kemur upp með jarðgufunni sem nýtt er í virkjununum á Hellisheiði og á Nesjavöllum. Frá þeim fáum við hvorttveggja heitt vatn og rafmagn auk þess ýmsar aukaafurðir eru nýttar í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar í Ölfusi. Koldíoxíðið verður steingert með hinni heimasmíðuðu Carbfix aðferð en þessi u.þ.b. þreföldun afkastagetu gefur kost á að virkjunin verði nánast sporlaus. En hvað svo? Hvað með innkaupin? Hvað með allt stálið og sementið? Hvað með eldsneytið á vinnuvélar verktakanna? Markviss vinna um árabil Orkuveitan setti sér loftslagsmarkmið 2016, hefur gert loftslagsbókhald samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum frá 2020 og frá í fyrra hafa hvorttveggja loftslagsbókhaldið og markmið fyrirtækisins notið vottunar samkvæmt ströngum skilyrðum Science Based Targets initiative, sem eru ein þau virtust á þessu sviði. En Loftslagsbókhaldið er ekki gert bókhaldsins vegna. Þessi glöggu reikningsskil hafa fært okkur miklu betri skilning á því hverslags aðgerðir eru líklegar til að skila okkur og þar með öllum þeim samfélögum sem við þjónum árangri. Nú höfum við gefið út Loftslagsvegvísi Orkuveitunnar. Þar gerum við með greinargóðum og skiljanlegum hætti grein fyrir því hvernig við ætlum að skila enn meiri árangri í loftslagsmálum, því ekki veitir af. Þar sést hvaða kröfur við gerum til okkar sjálfra og hvaða væntingar við höfum til birgjanna sem selja okkur efni og vörur og verktakanna sem grafa fyrir okkur skurði eða tengja mæla. Miðlum lærdómi Þangað geta líka önnur framsýn fyrirtæki með loftslagsmetnað sótt hugmyndir að aðgerðum og við Orkuveitufólk munum fylgjast með því sem önnur gera og læra af því. Reyndar hafa Veitur sérstaklega auglýst eftir hugmyndum um nýtingu fráveituúrgangs en ónýttur stækkar hann kolefnisspor Orkuveitunnar. Því fleiri sem leggjast á árar, því hagkvæmari og betri verða þær nauðsynlegu umbreytingar sem við verðum að gera á því hvernig við framleiðum vörur og veitum þjónustu. Sjálfbær rekstur er nauðsynlegur til að börnin okkar og barnabörn fái líka notið þeirra miklu gæða sem okkar kynslóð er að njóta, fyrir nú utan að vera bara góður bissness. Loftslagsvegvísirinn er öllum aðgengilegur á vefnum hjá okkur. Njótið heil. Höfundar eru Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir, sérfræðingur Orkuveitunnar í loftslags- og umhverfismálum, og Eiríkur Hjálmarsson, sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun