Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 30. mars 2025 20:00 Niðurstöður PISA hafa verið mikið til umræðu og versnandi árangur íslenskra ungmenna í alþjóðlegum samanburði. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá OECD sem framkvæmir PISA kannanirnar, kom hingað til lands á dögunum í tengslum við alþjóðlegan leiðtogafund um málefni kennara. Andreas lét hafa eftir sér að honum fyndist íslenskir kennarar mjög næmir á aðstæður og að hann væri hrifinn af þeirri nemendamiðuðu nálgun sem viðhöfð er í íslensku skólakerfi. Honum finnst íslenska kerfið ekki alslæmt og nefndi í því samhengi að íslenskir nemendur séu sjálfstæðir, sýni almennt góða líðan og tilfinningu fyrir félagslegum tengslum. Þegar hann var spurður út í það sem mætti betur fara í íslensku skólakerfi þá nefndi hann að honum fyndist skorta skipulag í íslenskum skólum og að íslenskir kennarar væru að gefa ungu fólki röng skilaboð með því að gefa góðar einkunnir fyrir slaka vinnu. Varðandi samanburð Íslands við önnur lönd sem hafa staðið sig betur í PISA þá vildi hann meina að þau lönd sem standa sig betur en við sýndu meiri metnað og gerðar væru meiri og stöðugri væntingar til nemenda þar en á Íslandi. Auk þess væru kerfi þeirra góð og virðast laða að sér hæfileikaríkustu kennarana sem hann taldi mikilvægt því að hann segir að gæði menntunar verði aldrei meiri en gæði kennaranna. Honum finnst skipta miklu máli að fjárfesta í góðum reynslumiklum kennurum til að tækla krefjandi aðstæður og vill meina að íslenskir kennarar séu of linir en telur þá samt meina vel. Ég verð að segja að ég er hugsi yfir því sem þessi yfirmaður menntamála hjá OECD lætur hafa eftir sér um mín störf og annarra sem starfa á gólfinu í íslenskum skólum. Hvorki ég né kollegar mínir eru hafnir yfir gagnrýni en mér finnst svolítið djúpt í árinni tekið að segja að íslenska kennara vanti að skipuleggja sig betur, séu of linir og gefi nemendum röng skilaboð um hæfni þeirra. Ég veit ekki hvað maðurinn er að tala um né hvaðan hann hefur þessar upplýsingar. Það fagfólk sem ég hef unnið með í íslensku skólakerfi skipuleggur sig upp til hópa vel, sækir sér nýjustu upplýsingar varðandi menntamál og fer eftir þeim matsviðmiðum sem ber að fara eftir. Hvað mig sjálfa varðar þá hef ég alla tíð haft mikinn áhuga á skólamálum og atferli barna. Hef menntað mig sérstaklega hvað atferli barna varðar og tekist vel að halda utan um mína námshópa fram að þessu. Það er helst síðustu ár sem borið hefur á því að þær aðferðir sem ég hef beitt í gegnum tíðina hafa ekki verið að virka sem skyldi og fer því alltaf meiri tími í að finna leiðir til að halda uppi aga svo allir nemendur búi við góðar námsaðstæður. Og því miður eru alltaf að bætast fleiri nemendur í þann hóp sem er alveg sama um aðra og hafa engan vilja til að bæta sig, hvorki hvað nám varðar né samskipti við aðra. Þessir nemendur sjá oft ekki tilganginn með því að vera í skóla og það er erfitt að kenna þeim að setja sér markmið því þeir hafa ekki áhuga á neinu. Þetta finnst mér vera mesta áskorunin í íslensku skólakerfi, að eiga við þessa nemendur. Því miður þá líða hinir sem vilja læra fyrir það að mestur tími kennarans fer í að tækla þá sem trufla mikið og oft er áreitið í kennslustofunni hvorki börnum né fullorðnum bjóðandi. Við ykkur sem eruð að leita leiða til að bæta nám og líðan barna þá segi ég að það er ekki nóg að rýna bara í kennarann, hans aðferðir og leiðir til árangurs heldur þarf að rýna í fleiri þætti sem hafa áhrif í umhverfi barna. Er ekki kominn tími til að við hér á landi tökum heildræna nálgun á þetta og rýnum í alla þá þætti sem hafa áhrif í lífi barna. Þá þarf að skoða aðkomu stjórnvalda, þátt foreldra og allra þeirra sem koma að börnum svo við gleymum nú ekki áhrif barnanna sjálfra hvert á annað því að keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkur hennar. Við sem störfum í skólunum finnum fyrir afturkipp hvað ýmsa þætti varðar þó að margt gangi mjög vel. Það sem veldur mér mestum áhyggjum er það sem tengist jafnrétti, skynsegin og hinsegin málefnum. Það er erfitt að standa frammi fyrir því að eiga orðræðu við nemendur sem trúa því að sumir hópar eigi ekki að hafa sama rétt og aðrir. Við getum gert betur en til þess þurfum við öll að leggjast á eitt við að uppræta meinið. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Niðurstöður PISA hafa verið mikið til umræðu og versnandi árangur íslenskra ungmenna í alþjóðlegum samanburði. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá OECD sem framkvæmir PISA kannanirnar, kom hingað til lands á dögunum í tengslum við alþjóðlegan leiðtogafund um málefni kennara. Andreas lét hafa eftir sér að honum fyndist íslenskir kennarar mjög næmir á aðstæður og að hann væri hrifinn af þeirri nemendamiðuðu nálgun sem viðhöfð er í íslensku skólakerfi. Honum finnst íslenska kerfið ekki alslæmt og nefndi í því samhengi að íslenskir nemendur séu sjálfstæðir, sýni almennt góða líðan og tilfinningu fyrir félagslegum tengslum. Þegar hann var spurður út í það sem mætti betur fara í íslensku skólakerfi þá nefndi hann að honum fyndist skorta skipulag í íslenskum skólum og að íslenskir kennarar væru að gefa ungu fólki röng skilaboð með því að gefa góðar einkunnir fyrir slaka vinnu. Varðandi samanburð Íslands við önnur lönd sem hafa staðið sig betur í PISA þá vildi hann meina að þau lönd sem standa sig betur en við sýndu meiri metnað og gerðar væru meiri og stöðugri væntingar til nemenda þar en á Íslandi. Auk þess væru kerfi þeirra góð og virðast laða að sér hæfileikaríkustu kennarana sem hann taldi mikilvægt því að hann segir að gæði menntunar verði aldrei meiri en gæði kennaranna. Honum finnst skipta miklu máli að fjárfesta í góðum reynslumiklum kennurum til að tækla krefjandi aðstæður og vill meina að íslenskir kennarar séu of linir en telur þá samt meina vel. Ég verð að segja að ég er hugsi yfir því sem þessi yfirmaður menntamála hjá OECD lætur hafa eftir sér um mín störf og annarra sem starfa á gólfinu í íslenskum skólum. Hvorki ég né kollegar mínir eru hafnir yfir gagnrýni en mér finnst svolítið djúpt í árinni tekið að segja að íslenska kennara vanti að skipuleggja sig betur, séu of linir og gefi nemendum röng skilaboð um hæfni þeirra. Ég veit ekki hvað maðurinn er að tala um né hvaðan hann hefur þessar upplýsingar. Það fagfólk sem ég hef unnið með í íslensku skólakerfi skipuleggur sig upp til hópa vel, sækir sér nýjustu upplýsingar varðandi menntamál og fer eftir þeim matsviðmiðum sem ber að fara eftir. Hvað mig sjálfa varðar þá hef ég alla tíð haft mikinn áhuga á skólamálum og atferli barna. Hef menntað mig sérstaklega hvað atferli barna varðar og tekist vel að halda utan um mína námshópa fram að þessu. Það er helst síðustu ár sem borið hefur á því að þær aðferðir sem ég hef beitt í gegnum tíðina hafa ekki verið að virka sem skyldi og fer því alltaf meiri tími í að finna leiðir til að halda uppi aga svo allir nemendur búi við góðar námsaðstæður. Og því miður eru alltaf að bætast fleiri nemendur í þann hóp sem er alveg sama um aðra og hafa engan vilja til að bæta sig, hvorki hvað nám varðar né samskipti við aðra. Þessir nemendur sjá oft ekki tilganginn með því að vera í skóla og það er erfitt að kenna þeim að setja sér markmið því þeir hafa ekki áhuga á neinu. Þetta finnst mér vera mesta áskorunin í íslensku skólakerfi, að eiga við þessa nemendur. Því miður þá líða hinir sem vilja læra fyrir það að mestur tími kennarans fer í að tækla þá sem trufla mikið og oft er áreitið í kennslustofunni hvorki börnum né fullorðnum bjóðandi. Við ykkur sem eruð að leita leiða til að bæta nám og líðan barna þá segi ég að það er ekki nóg að rýna bara í kennarann, hans aðferðir og leiðir til árangurs heldur þarf að rýna í fleiri þætti sem hafa áhrif í umhverfi barna. Er ekki kominn tími til að við hér á landi tökum heildræna nálgun á þetta og rýnum í alla þá þætti sem hafa áhrif í lífi barna. Þá þarf að skoða aðkomu stjórnvalda, þátt foreldra og allra þeirra sem koma að börnum svo við gleymum nú ekki áhrif barnanna sjálfra hvert á annað því að keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkur hennar. Við sem störfum í skólunum finnum fyrir afturkipp hvað ýmsa þætti varðar þó að margt gangi mjög vel. Það sem veldur mér mestum áhyggjum er það sem tengist jafnrétti, skynsegin og hinsegin málefnum. Það er erfitt að standa frammi fyrir því að eiga orðræðu við nemendur sem trúa því að sumir hópar eigi ekki að hafa sama rétt og aðrir. Við getum gert betur en til þess þurfum við öll að leggjast á eitt við að uppræta meinið. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun