Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. mars 2025 17:26 Josh Kaul, dómsmálaráðherra Wisconsin, segir peningagjafir Elons Musk til kjósenda vera ólöglegar mútur. Getty Dómsmálaráðherra Wisconsin, demókratinn Josh Kaul, hefur kært yfirlýsingar Elon Musk, um að hann ætli að gefa tveimur kjósendum milljón dali, til hæstaréttar ríkisins. Tvö lægri dómstig hafa hafnað kæru Kaul sem vill meina að greiðslur Musk feli í sér mútur. Sjö dómarar sitja í hæstarétti Wisconsin-ríkis og er meirihluti þeirra, eða fjórir af sjö, frjálslyndur. Einn dómaranna, Ann Walsh Bradley sem hefur setið við dóminn í 30 ár, sest í helgan stein á næstunni sem getur leitt til þess að hlutfallið snúist við. Brad Schimel og Susan Crawford keppast um hæstaréttardómarastöðu í Wisconsin.AP Nú stendur yfir kosning um arftaka Bradley þar sem valið er á milli Susan Crawford, dómara í County-sýslu sem Demókratar hafa stutt og Brad Schimel, dómara í Waukesha-sýslu sem Trump og Musk hafa stutt. Það sem flækir málið er að fimm af dómurunum sjö hafa lýst yfir stuðningi við annan hvorn frambjóðandann sem vekur spurningar um það hvort þeir geti tekið afstöðu til kærunnar á hendur Musk. AP hafa fjallað um kosningarnar og tilraunir Musk til að hafa áhrif. Hafa styrkt Schimel um 20 milljónir Musk hefur skipulagt kosningafund í borginni Green Bay í Wisconsin í kvöld klukkan 19:30 að staðartíma (23:30 á íslenskum tíma) þar sem einungis þeir, sem hafa skrifað undir undirskriftarlista til að mótmæla „aktívísta-dómurum,“ eru velkomnir. Þar ætlar hann að gefa tveimur kjósendum milljón dala hvorn. Musk og aðrir hópar sem hann styður hafa styrkt Schimel um meira en 20 milljónir Bandaríkjadala (um 2,6 milljarða króna) í kosningabaráttu hans. Musk hefur styrkt Schimel rækilega.Getty Schimel, sem hefur klæðst MAGA-húfu í kosningabaráttunni, sagði í sjónvarpsviðtali að hann hefði ekki stjórn á peningastyrkjum utanaðkomandi hópa, hvort sem það væru Elon Musk eða aðrir. Það eina sem Trump hefði beðið um væri að aðgerðasinna-dómurum yrði hafnað og að lögunum yrði fylgt. „Það er einmitt það sem ég hef lofað, hvort sem það er Trump, Elon Musk eða einhverjir styrktaraðilar eða kjósendur í Wisconsin. Það er skuldbinding mín,“ sagði Schimel við Fox News á sunnudag. Musk áður gefið kjósendum pening Met hefur verið slegið í baráttunni um hæstaréttarsætið þar sem aldrei hefur jafn miklum fjárhæðum verið varið í kosningabaráttu fyrir dómarasæti í Bandaríkjunum. Framboðin hafa þegar eytt meira en 81 milljónum dala (um 10,67 milljörðum króna). Yfirlýsingar Trump um að bjóða kjósendum háar peningagreiðslur eru áþekkar yfirlýsingum hans í forsetakosningunum í fyrra þar sem hann bauðst til að gefa einum skráðum kjósanda í einu af sveifluríkjunum milljón dali á hverjum degi fram að kosningunum. Auðjöfurinn Elon Musk hefur heitið því að gefa einum skráðum kjósenda í svokölluðum sveifluríkjum í Bandaríkjunum milljón dali á degi hverjum fram að kosningum. Sérfræðingar segja þetta mögulega ólöglegt og ríkisstjóri Pennsylvaínu hefur kallað eftir því að málið verði rannsakað. Dómari í Pennsylvaníu sagði saksóknara ekki hafa sýnt fram á að um ólöglega hlutaveltu væri að ræða og leyfði Musk að halda fjárútláti sínu út kjördag. Musk birti færslu á föstudag á X þar sem hann sagðist ætla persónulega að gefa tvær milljónir dala til tveggja kjósenda sem hefðu þegar kosið í kosningunum. Musk birti síðar aðra færslu til að skýra mál sitt og sagði þá að peningurinn færi til sérstakra „talsmanna“ fyrir undirskriftarlista gegn „aktívista-dómurum“. Musk sagði fyrst að kosningafundurinn yrði opinn öllum þeim sem hefðu kosið í kosningunum en breytti því síðan og sagði fundinn aðeins opinn þeim sem hefðu skrifað undir undirskriftarlista hans. Á föstudag gaf Musk fyrstu milljónina til manns frá Green Bay sem hafði styrkt Repúblikanaflokkinn í Wisconsin og Schimel til hæstaréttar. Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Sjö dómarar sitja í hæstarétti Wisconsin-ríkis og er meirihluti þeirra, eða fjórir af sjö, frjálslyndur. Einn dómaranna, Ann Walsh Bradley sem hefur setið við dóminn í 30 ár, sest í helgan stein á næstunni sem getur leitt til þess að hlutfallið snúist við. Brad Schimel og Susan Crawford keppast um hæstaréttardómarastöðu í Wisconsin.AP Nú stendur yfir kosning um arftaka Bradley þar sem valið er á milli Susan Crawford, dómara í County-sýslu sem Demókratar hafa stutt og Brad Schimel, dómara í Waukesha-sýslu sem Trump og Musk hafa stutt. Það sem flækir málið er að fimm af dómurunum sjö hafa lýst yfir stuðningi við annan hvorn frambjóðandann sem vekur spurningar um það hvort þeir geti tekið afstöðu til kærunnar á hendur Musk. AP hafa fjallað um kosningarnar og tilraunir Musk til að hafa áhrif. Hafa styrkt Schimel um 20 milljónir Musk hefur skipulagt kosningafund í borginni Green Bay í Wisconsin í kvöld klukkan 19:30 að staðartíma (23:30 á íslenskum tíma) þar sem einungis þeir, sem hafa skrifað undir undirskriftarlista til að mótmæla „aktívísta-dómurum,“ eru velkomnir. Þar ætlar hann að gefa tveimur kjósendum milljón dala hvorn. Musk og aðrir hópar sem hann styður hafa styrkt Schimel um meira en 20 milljónir Bandaríkjadala (um 2,6 milljarða króna) í kosningabaráttu hans. Musk hefur styrkt Schimel rækilega.Getty Schimel, sem hefur klæðst MAGA-húfu í kosningabaráttunni, sagði í sjónvarpsviðtali að hann hefði ekki stjórn á peningastyrkjum utanaðkomandi hópa, hvort sem það væru Elon Musk eða aðrir. Það eina sem Trump hefði beðið um væri að aðgerðasinna-dómurum yrði hafnað og að lögunum yrði fylgt. „Það er einmitt það sem ég hef lofað, hvort sem það er Trump, Elon Musk eða einhverjir styrktaraðilar eða kjósendur í Wisconsin. Það er skuldbinding mín,“ sagði Schimel við Fox News á sunnudag. Musk áður gefið kjósendum pening Met hefur verið slegið í baráttunni um hæstaréttarsætið þar sem aldrei hefur jafn miklum fjárhæðum verið varið í kosningabaráttu fyrir dómarasæti í Bandaríkjunum. Framboðin hafa þegar eytt meira en 81 milljónum dala (um 10,67 milljörðum króna). Yfirlýsingar Trump um að bjóða kjósendum háar peningagreiðslur eru áþekkar yfirlýsingum hans í forsetakosningunum í fyrra þar sem hann bauðst til að gefa einum skráðum kjósanda í einu af sveifluríkjunum milljón dali á hverjum degi fram að kosningunum. Auðjöfurinn Elon Musk hefur heitið því að gefa einum skráðum kjósenda í svokölluðum sveifluríkjum í Bandaríkjunum milljón dali á degi hverjum fram að kosningum. Sérfræðingar segja þetta mögulega ólöglegt og ríkisstjóri Pennsylvaínu hefur kallað eftir því að málið verði rannsakað. Dómari í Pennsylvaníu sagði saksóknara ekki hafa sýnt fram á að um ólöglega hlutaveltu væri að ræða og leyfði Musk að halda fjárútláti sínu út kjördag. Musk birti færslu á föstudag á X þar sem hann sagðist ætla persónulega að gefa tvær milljónir dala til tveggja kjósenda sem hefðu þegar kosið í kosningunum. Musk birti síðar aðra færslu til að skýra mál sitt og sagði þá að peningurinn færi til sérstakra „talsmanna“ fyrir undirskriftarlista gegn „aktívista-dómurum“. Musk sagði fyrst að kosningafundurinn yrði opinn öllum þeim sem hefðu kosið í kosningunum en breytti því síðan og sagði fundinn aðeins opinn þeim sem hefðu skrifað undir undirskriftarlista hans. Á föstudag gaf Musk fyrstu milljónina til manns frá Green Bay sem hafði styrkt Repúblikanaflokkinn í Wisconsin og Schimel til hæstaréttar.
Bandaríkin Elon Musk Donald Trump Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira