Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. mars 2025 21:00 Birgir Þór Birgisson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum. Reitir Nýtt íbúðahverfi sprettur upp við Kringluna á næstu árum. Framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum segir hönnun hverfisins sækja innblástur frá gömlu Reykjavík. Reitir skrifuðu undir uppbyggingarsamning við Reykjavíkurborg í morgun að loknum húsnæðisfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur vegna byggingarreits við Kringluna. Framkvæmdir munu hefjast um leið og deiliskipulag verður samþykkt sem verði nú auglýst. Uppbygging hefst í byrjun næsta árs Birgir Þór Birgisson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum, segir þau hjá fyrirtækinu klæja í fingurna að hefja framkvæmdir enda hafi áformin verið í bígerð í um tíu ár. „Við munum byrja á því að rífa niður gamla Moggahúsið hérna fyrir aftan okkur. Við stefnum að því að hefja þær framkvæmdir í sumar. Og svo í framhaldinu af því munum við hefja uppbyggingu á þessum fyrsta reit hérna A5 í þessum áfanga. Við munum hefja uppbyggingu í byrjun næsta árs.“ Framkvæmdir á svæðinu taki um fimm til sjö ár og munu um 420 íbúðir rísa á svæðinu í fyrsta áfanga. Innan svæðisins verði í boði öll sú þjónusta sem fólk gæti þurft á að halda. „Við erum að leggja sérstakar áherslur á skjólgarða og almenningsrými. Vistvæn og græn svæði og reynum að skapa gott umhverfi fyrir fólk að koma saman. Líka bara að skapa þetta heildarhverfi með öflugu nærsamfélagi með allri þeirri þjónustu sem við búum við hérna við Kringluna. Og nýju menningarhúsi sem verður staðsett hérna á svæðinu.“ „Hverfa aðeins aftur í tímann“ Birgir segir að innblástur fyrir hönnun hverfisins hafi verið sóttur úr gömlu Reykjavík, með fjölbreyttum formum, uppbroti og hallandi þökum. „Það má segja það að við séum að hverfa aðeins aftur í tímann og brjóta upp mynstrið sem hefur verið í þróun undanfarin ár.“ Eins og stendur er mikill umferðarþungi á svæðinu en stefnt er að því að takmarka hljóðmengun. „Hugmyndafræðin er að skapa hérna skjól frá umferð. Bæði frá hávaða og einnig frá veðri og vindum. Við viljum búa til gæðaalmenningsrými inn í svæðinu þar sem fólk getur komið saman og fengið sér kaffi úti og vonandi sleikt sólina örlítið.“ Byggingariðnaður Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Reitir skrifuðu undir uppbyggingarsamning við Reykjavíkurborg í morgun að loknum húsnæðisfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur vegna byggingarreits við Kringluna. Framkvæmdir munu hefjast um leið og deiliskipulag verður samþykkt sem verði nú auglýst. Uppbygging hefst í byrjun næsta árs Birgir Þór Birgisson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum, segir þau hjá fyrirtækinu klæja í fingurna að hefja framkvæmdir enda hafi áformin verið í bígerð í um tíu ár. „Við munum byrja á því að rífa niður gamla Moggahúsið hérna fyrir aftan okkur. Við stefnum að því að hefja þær framkvæmdir í sumar. Og svo í framhaldinu af því munum við hefja uppbyggingu á þessum fyrsta reit hérna A5 í þessum áfanga. Við munum hefja uppbyggingu í byrjun næsta árs.“ Framkvæmdir á svæðinu taki um fimm til sjö ár og munu um 420 íbúðir rísa á svæðinu í fyrsta áfanga. Innan svæðisins verði í boði öll sú þjónusta sem fólk gæti þurft á að halda. „Við erum að leggja sérstakar áherslur á skjólgarða og almenningsrými. Vistvæn og græn svæði og reynum að skapa gott umhverfi fyrir fólk að koma saman. Líka bara að skapa þetta heildarhverfi með öflugu nærsamfélagi með allri þeirri þjónustu sem við búum við hérna við Kringluna. Og nýju menningarhúsi sem verður staðsett hérna á svæðinu.“ „Hverfa aðeins aftur í tímann“ Birgir segir að innblástur fyrir hönnun hverfisins hafi verið sóttur úr gömlu Reykjavík, með fjölbreyttum formum, uppbroti og hallandi þökum. „Það má segja það að við séum að hverfa aðeins aftur í tímann og brjóta upp mynstrið sem hefur verið í þróun undanfarin ár.“ Eins og stendur er mikill umferðarþungi á svæðinu en stefnt er að því að takmarka hljóðmengun. „Hugmyndafræðin er að skapa hérna skjól frá umferð. Bæði frá hávaða og einnig frá veðri og vindum. Við viljum búa til gæðaalmenningsrými inn í svæðinu þar sem fólk getur komið saman og fengið sér kaffi úti og vonandi sleikt sólina örlítið.“
Byggingariðnaður Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira