Donald Trump – andlit og boðberi bandarísku þjóðarinnar Sighvatur Björgvinsson skrifar 24. mars 2025 08:31 Miklar umræður fara nú fram um forseta Bandaríkjanna ásamt mikilli og harðri gagnrýni. Sú gagnrýni kemur ekki síst fram hjá þeim þjóðum, sem áratugum saman voru í miklu og nánu vináttusambandi við Bandaríkin og litu á bandarísku þjóðina sem foryustuafl hinna lýðræðilegu vestrænu gilda. Sem burðarás sem aldrei myndi bresta. Gagnrýnin – að utan. Hörð er almenna gagnrýnin og stóryrt um Trump. Forðast hins vegar kjarna málsins, Og hver er sá? Hann er einfaldlega sá, að Donald Trump er maðurinn, sem meiri hluti bandarísku þjóðarinnar valdi til þess að fara fyrir sér. Til þess að vera í senn andlit, talsmaður og boðberi sjálfrar bandarísku þjóðarinnar – tala og starfa í hennar nafni. Og öll hin gagnrýna umræða um starfsaðferðir hans , aðferðafræði hans og framkomu hans fer ekki fram meðal bandarísku þjóðarinnar. Þar virðist hann njóta fullkomins stuðnings. Kemst upp með að beita hvers konar stjórnfarslegum aðgerðum án þess að leita heimilda þjóðþingsins, bandarísks réttarfars eða skýrra forsendna laga. Slíkt gerir hann ekki – og ekki verður betur séð en þar njóti hann fulls stuðnings Bandaríkjamanna. Gerbreytt viðhorf Þessi breyttu viðhorf Bandaríkjamanna til gamalla vina og vopnabræðra gerbreyta heimsmyndinni. Í stað vina og samherja líta Bandaríkin nú á þjóðirnar, sem þeim fylgdu og þeir veittu forysty sem óvildarmenn og ræningja, sem refsa beri með óvægnum hætti – tollum, sem hugsaðir eru til að neyða þessa gömlu bandamenn til þess að skila forysturíkinu háum fjárhæðum, sem bandarísk stjórnvöld segjast hafa verið rænd. Samkvæmt aðgerðum og athöfnum Bandaríkjamanna er jafnhliða skorið á þau tengsl, sem ríkt höfðu um sameiginlega afstöðu til annara heimshluta. Meira að segja áratuga gömul samstaða þeirra í vararmálum á að mati Bandaríkjamanna að heyra sögunni til. Þessi gömlu samstarfsríki Bandaríkjanna um varnar- og öryggismál eiga að haldast þeim víðsfjarri. Bandarísk stjórnvöld segja, að slíkir séu bandarískir hagsmunir. Okkar trausta vörn - ótraustust Áratugum saman hefur varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna verið traustasta vörn íslensku þjóðarinnar. Þessi samningur byggir á samkvæðum hagsmunum beggja. Þegar Bandaríkin ákváðu að hverfa frá einu meginefni þessa varnarsamnings og kallaði allt varnarlið sitt alfarið heim frá Íslandi þá var það gert þrátt fyrir andmæli islenskra stjórnvalda. Þar réðu Bandaríkjamenn einfaldlega einir ferðinni. Slíkt getur hæglega gerst aftur – telji Bandaríkin vera sér í hag að slæva enn frekar þennan samning. Og hvert liggur þá leið okkar? Til aukins samstarfs við Evrópusambandið segja sumir. Evrópusambandið er í dag allt annað en það Evrópusamband, sem við kynntumst svo vel fyrir 30 árum. Nýjar þjóðir hafa bæst við, sem raunin sýnir að við eigum ekki mikla samleið með fremur en hinar vestrænu evrópsku þjóðirnar. Hitt er svo sérstök saga hvort stefna, vilji og áform bandarísku þjóðarinnar haldast óbreytt hvað sem líður Donald Trump. Því getur enginn svarað nema bandaríska þjóðin sjálf – og þeirri spurningu hefur hún nú þegar svarað fyrir okkar samtíð. Donald Trump kom engum á óvart. Hann gerir það, sem hann sagðist ætla að gera – og ekki verður annað séð en að bandaríska þjóðin hafi stutt hann til allra verka. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Miklar umræður fara nú fram um forseta Bandaríkjanna ásamt mikilli og harðri gagnrýni. Sú gagnrýni kemur ekki síst fram hjá þeim þjóðum, sem áratugum saman voru í miklu og nánu vináttusambandi við Bandaríkin og litu á bandarísku þjóðina sem foryustuafl hinna lýðræðilegu vestrænu gilda. Sem burðarás sem aldrei myndi bresta. Gagnrýnin – að utan. Hörð er almenna gagnrýnin og stóryrt um Trump. Forðast hins vegar kjarna málsins, Og hver er sá? Hann er einfaldlega sá, að Donald Trump er maðurinn, sem meiri hluti bandarísku þjóðarinnar valdi til þess að fara fyrir sér. Til þess að vera í senn andlit, talsmaður og boðberi sjálfrar bandarísku þjóðarinnar – tala og starfa í hennar nafni. Og öll hin gagnrýna umræða um starfsaðferðir hans , aðferðafræði hans og framkomu hans fer ekki fram meðal bandarísku þjóðarinnar. Þar virðist hann njóta fullkomins stuðnings. Kemst upp með að beita hvers konar stjórnfarslegum aðgerðum án þess að leita heimilda þjóðþingsins, bandarísks réttarfars eða skýrra forsendna laga. Slíkt gerir hann ekki – og ekki verður betur séð en þar njóti hann fulls stuðnings Bandaríkjamanna. Gerbreytt viðhorf Þessi breyttu viðhorf Bandaríkjamanna til gamalla vina og vopnabræðra gerbreyta heimsmyndinni. Í stað vina og samherja líta Bandaríkin nú á þjóðirnar, sem þeim fylgdu og þeir veittu forysty sem óvildarmenn og ræningja, sem refsa beri með óvægnum hætti – tollum, sem hugsaðir eru til að neyða þessa gömlu bandamenn til þess að skila forysturíkinu háum fjárhæðum, sem bandarísk stjórnvöld segjast hafa verið rænd. Samkvæmt aðgerðum og athöfnum Bandaríkjamanna er jafnhliða skorið á þau tengsl, sem ríkt höfðu um sameiginlega afstöðu til annara heimshluta. Meira að segja áratuga gömul samstaða þeirra í vararmálum á að mati Bandaríkjamanna að heyra sögunni til. Þessi gömlu samstarfsríki Bandaríkjanna um varnar- og öryggismál eiga að haldast þeim víðsfjarri. Bandarísk stjórnvöld segja, að slíkir séu bandarískir hagsmunir. Okkar trausta vörn - ótraustust Áratugum saman hefur varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna verið traustasta vörn íslensku þjóðarinnar. Þessi samningur byggir á samkvæðum hagsmunum beggja. Þegar Bandaríkin ákváðu að hverfa frá einu meginefni þessa varnarsamnings og kallaði allt varnarlið sitt alfarið heim frá Íslandi þá var það gert þrátt fyrir andmæli islenskra stjórnvalda. Þar réðu Bandaríkjamenn einfaldlega einir ferðinni. Slíkt getur hæglega gerst aftur – telji Bandaríkin vera sér í hag að slæva enn frekar þennan samning. Og hvert liggur þá leið okkar? Til aukins samstarfs við Evrópusambandið segja sumir. Evrópusambandið er í dag allt annað en það Evrópusamband, sem við kynntumst svo vel fyrir 30 árum. Nýjar þjóðir hafa bæst við, sem raunin sýnir að við eigum ekki mikla samleið með fremur en hinar vestrænu evrópsku þjóðirnar. Hitt er svo sérstök saga hvort stefna, vilji og áform bandarísku þjóðarinnar haldast óbreytt hvað sem líður Donald Trump. Því getur enginn svarað nema bandaríska þjóðin sjálf – og þeirri spurningu hefur hún nú þegar svarað fyrir okkar samtíð. Donald Trump kom engum á óvart. Hann gerir það, sem hann sagðist ætla að gera – og ekki verður annað séð en að bandaríska þjóðin hafi stutt hann til allra verka. Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun