Börn hafi reynt að drepa önnur börn Jón Þór Stefánsson skrifar 20. mars 2025 16:55 Hermann Arnar Austmar er foreldri í Breiðholti. Hann ræddi um ofbeldisöldu hjá börnum og ungmennum í Pallborðinu á Vísi. Vísir/Anton Hermann Arnar Austmar, foreldri í Breiðholti, segir að það hafi komið upp atvik tengd ofbeldisöldu ungmenna í hverfinu, sem hefur verið sérstaklega tengd Breiðholtsskóla, þar sem hann telur að börn hafi reynt að ráða önnur börn af dögum. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í dag þar sem Bjarki Sigurðsson, fréttamaður, stjórnaði umræðu um þessa þetta ófremdarástand í Breiðholti sem einkennist af ofbeldi barna og ungmenna. „Þetta er hörmungarsaga í raun og veru. Það kemur mér ekkert á óvart hvert þetta er komið núna. Menntun, ofbeldi og hegðun hefur verið vandamál síðan þau voru í öðrum bekk. Inni á milli hafa verið mjög alvarleg mál, mjög alvarleg atvik þar sem hreinlega mætti segja að það hafi verið reynt að drepa einhvern,“ sagði Hermann. „Það hafa verið atvik þar sem planið var hjá nemendum í skólanum að drepa önnur börn. Mér þykir mjög leiðinlegt að tala svona. En það virðist vera mjög erfitt að fá hreyfingu á þessa hluti.“ Hann sagði að fátt hafa verið um svör frá Skóla- og frístundaráði borgarinnar. Sjálfum finnist honum mikilvægt að hlustað sé á kennarana sem vinna náið með þessum börnum. Ekki séns að barnið fari eitt út „Við sjáum það bara að þetta eru tólf ára börn. Það er ekki að sjá, þegar þau eru handtekin hérna síendurtekið, að það sé í raun og veru orðin breyting í lífi þessara barna. Þessi börn eru í gríðarlegum vanda, og það er ekki verið að leysa þann vanda. Ég sé það ekki, ég sé það ekki í þessu hverfi,“ sagði Hermann sem tók fram að hann hefði frá árinu 2020 reynt að láta Barnavernd vita af ástandinu. Það hafi verið augljóst hvað væri að gerast. „Ég held að við sem samfélag þurfum að ákveða hvað á að gera við börn undir fjórtán ára sem eru að beita alvarlegu ofbeldi. Ég held að það vanti algjörlega hugmyndir um hvað á að gera. Við viljum ná þessum börnum til baka. Það bara verður að gerast.“ Hvernig líður þér, eins og þegar þú veist af börnunum þínum úti að leika sér, ertu rólegur? „Nei, ekki séns. Það er ekkert svoleiðis. Ég á barn sem er tíu ára, og ég sendi hana ekkert út. Ekki núna. Ég sendi hitt barnið mitt út þegar hún er í hóp,“ segir Hermann og tekur fram að honum finnist ofbeldi barnanna vera orðið gríðarlega skipulagt. Engin viðbrögð við kyrkingartaki Hermann greindi frá atviki þar sem barn hafi verið tekið kyrkingartaki og misst meðvitund. Þetta barn, hefur að sögn Hermanns, ekki fengið neina aðstoð. „Vandamálið er kannski nálgun skólans og skóla- og frístundasviðs. Það sem er búið að gera fyrir þessi börn í Reykjavík, þegar þau verða fyrir ofbeldi, er í grunninn ekki neitt. Það var barn í Breiðholtsskóla í fimmta bekk sem var tekið kyrkingartaki í nóvember þangað til það missti meðvitund. Þetta barn er ekki búið að fá neina aðstoð. Þetta var ekkert utan skóla. Þetta var í skólanum. Viðbrögðin eru engin í raun og veru,“ sagði Hermann. „Ég efast um að barnið sem beitti þessu ofbeldi hafi fengið einhverja aðstoð, og ég veit að barnið hefur ekki fengið neina aðstoð hingað til.“ Skóla- og menntamál Pallborðið Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Tengdar fréttir Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. 14. mars 2025 19:49 Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við því að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og langra biðlista. Hún skilur vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna stöðunnar sem þar er komin upp. 16. mars 2025 19:02 Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafi komið fram um að ekkert hafi verið gert í málefnum Breiðholtsskóla. Gripið hafi verið til ýmissa úrræða. 14. mars 2025 15:28 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í dag þar sem Bjarki Sigurðsson, fréttamaður, stjórnaði umræðu um þessa þetta ófremdarástand í Breiðholti sem einkennist af ofbeldi barna og ungmenna. „Þetta er hörmungarsaga í raun og veru. Það kemur mér ekkert á óvart hvert þetta er komið núna. Menntun, ofbeldi og hegðun hefur verið vandamál síðan þau voru í öðrum bekk. Inni á milli hafa verið mjög alvarleg mál, mjög alvarleg atvik þar sem hreinlega mætti segja að það hafi verið reynt að drepa einhvern,“ sagði Hermann. „Það hafa verið atvik þar sem planið var hjá nemendum í skólanum að drepa önnur börn. Mér þykir mjög leiðinlegt að tala svona. En það virðist vera mjög erfitt að fá hreyfingu á þessa hluti.“ Hann sagði að fátt hafa verið um svör frá Skóla- og frístundaráði borgarinnar. Sjálfum finnist honum mikilvægt að hlustað sé á kennarana sem vinna náið með þessum börnum. Ekki séns að barnið fari eitt út „Við sjáum það bara að þetta eru tólf ára börn. Það er ekki að sjá, þegar þau eru handtekin hérna síendurtekið, að það sé í raun og veru orðin breyting í lífi þessara barna. Þessi börn eru í gríðarlegum vanda, og það er ekki verið að leysa þann vanda. Ég sé það ekki, ég sé það ekki í þessu hverfi,“ sagði Hermann sem tók fram að hann hefði frá árinu 2020 reynt að láta Barnavernd vita af ástandinu. Það hafi verið augljóst hvað væri að gerast. „Ég held að við sem samfélag þurfum að ákveða hvað á að gera við börn undir fjórtán ára sem eru að beita alvarlegu ofbeldi. Ég held að það vanti algjörlega hugmyndir um hvað á að gera. Við viljum ná þessum börnum til baka. Það bara verður að gerast.“ Hvernig líður þér, eins og þegar þú veist af börnunum þínum úti að leika sér, ertu rólegur? „Nei, ekki séns. Það er ekkert svoleiðis. Ég á barn sem er tíu ára, og ég sendi hana ekkert út. Ekki núna. Ég sendi hitt barnið mitt út þegar hún er í hóp,“ segir Hermann og tekur fram að honum finnist ofbeldi barnanna vera orðið gríðarlega skipulagt. Engin viðbrögð við kyrkingartaki Hermann greindi frá atviki þar sem barn hafi verið tekið kyrkingartaki og misst meðvitund. Þetta barn, hefur að sögn Hermanns, ekki fengið neina aðstoð. „Vandamálið er kannski nálgun skólans og skóla- og frístundasviðs. Það sem er búið að gera fyrir þessi börn í Reykjavík, þegar þau verða fyrir ofbeldi, er í grunninn ekki neitt. Það var barn í Breiðholtsskóla í fimmta bekk sem var tekið kyrkingartaki í nóvember þangað til það missti meðvitund. Þetta barn er ekki búið að fá neina aðstoð. Þetta var ekkert utan skóla. Þetta var í skólanum. Viðbrögðin eru engin í raun og veru,“ sagði Hermann. „Ég efast um að barnið sem beitti þessu ofbeldi hafi fengið einhverja aðstoð, og ég veit að barnið hefur ekki fengið neina aðstoð hingað til.“
Skóla- og menntamál Pallborðið Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Tengdar fréttir Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. 14. mars 2025 19:49 Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við því að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og langra biðlista. Hún skilur vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna stöðunnar sem þar er komin upp. 16. mars 2025 19:02 Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafi komið fram um að ekkert hafi verið gert í málefnum Breiðholtsskóla. Gripið hafi verið til ýmissa úrræða. 14. mars 2025 15:28 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. 14. mars 2025 19:49
Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við því að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og langra biðlista. Hún skilur vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna stöðunnar sem þar er komin upp. 16. mars 2025 19:02
Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafi komið fram um að ekkert hafi verið gert í málefnum Breiðholtsskóla. Gripið hafi verið til ýmissa úrræða. 14. mars 2025 15:28