Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson, Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson og Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifa 15. mars 2025 15:03 Háskóli Íslands stendur á krossgötum þar sem framsýni, nýsköpun og öflug forysta skipta sköpum fyrir framtíð skólans. Til þess að Háskólinn haldi áfram að þróast sem leiðandi rannsóknarstofnun á alþjóðavísu þarf hann rektor sem skilur mikilvægi skapandi menntunar, samstarfs og tækniframfara. Kolbrún Þ. Pálsdóttir er sú manneskja. Við höfum fengið að vinna með Kolbrúnu að undirbúningi og uppbyggingu sameiginlegrar tækni- og sköpunarsmiðju, eins konar Fab Lab smiðju, í nýju húsnæði Menntavísindasviðs í Sögu. Þetta er spennandi verkefni sem ekki hefði farið af stað nema fyrir hennar forystu sem forseti Menntavísindasviðs. Kolbrún sér ekki aðeins tækifærin – hún tryggir að þau verði að veruleika. Hún er leiðtogi sem vinnur af festu og metnaði að því að skapa nýjar og betri aðstæður fyrir nemendur og kennara og hún hefur burði til að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina. Framtíðarsýn sem tengir saman fræði, nýsköpun og samfélag Kolbrún hefur einstaka hæfni til að leiða saman ólíka hópa og byggja brýr milli fræða, iðnaðar og samfélags. Sköpunar- og tæknismiðjan sem fyrirhugað er að setja upp í Sögu er gott dæmi um þetta. Hún mun skapa vettvang fyrir nemendur, kennara og fræðimenn til að nýta nýjustu stafrænu tækni og vinna að nýsköpun á fjölbreyttum sviðum. Með framtíðarsýn sinni og áræðni hefur Kolbrún tryggt að þetta brýna verkefni verður að veruleika. Þessi nálgun endurspeglar skýra sýn á háskóla sem er ekki eingöngu fræðileg stofnun heldur virkur þátttakandi í samfélaginu – eitthvað sem Kolbrún stendur fyrir og hefur unnið ötullega að. Öflugur leiðtogi sem skilar árangri Kolbrún lætur hlutina ekki sitja á hakanum – hún framkvæmir þá. Í samstarfi okkar höfum við séð hvernig hún nálgast verkefni af festu og með lausnamiðaðri hugsun. Hún vinnur þvert á fræðasvið, tryggir að allar raddir heyrist og stuðlar að virku samstarfi hagsmunaaðila. Það er þessi nálgun sem Háskóli Íslands þarf á að halda; rektor sem sameinar fólk , rektor sem knýr fram breytingar með skýrri sýn og öflugri framkvæmd. Af hverju Kolbrún? Framtíð Háskóla Íslands veltur á því að hafa forystu sem skapar aðstæður þar sem fólk getur blómstrað, lært og skapað. Kolbrún hefur sýnt í verki að hún er slíkur leiðtogi. Hún hefur reynslu, þekkingu og kraft til að leiða háskólann inn í nýja tíma, þar sem menntun, tækni og samfélag vinna saman að betri framtíð. Af þessum ástæðum lýsum við yfir eindregnum stuðningi við Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur sem næsta rektor Háskóla Íslands. Hún er leiðtoginn sem getur tryggt að skólinn haldi áfram að vera í fararbroddi, bæði hér heima og á alþjóðavísu. Hafliði Ásgeirsson Tæknimaður hjá Verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ. Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson Forstöðumaður Nýmenntar á Menntavísindasviði HÍ. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Deildarstjóri Mixtúru, sköpunar-og tækniver skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands stendur á krossgötum þar sem framsýni, nýsköpun og öflug forysta skipta sköpum fyrir framtíð skólans. Til þess að Háskólinn haldi áfram að þróast sem leiðandi rannsóknarstofnun á alþjóðavísu þarf hann rektor sem skilur mikilvægi skapandi menntunar, samstarfs og tækniframfara. Kolbrún Þ. Pálsdóttir er sú manneskja. Við höfum fengið að vinna með Kolbrúnu að undirbúningi og uppbyggingu sameiginlegrar tækni- og sköpunarsmiðju, eins konar Fab Lab smiðju, í nýju húsnæði Menntavísindasviðs í Sögu. Þetta er spennandi verkefni sem ekki hefði farið af stað nema fyrir hennar forystu sem forseti Menntavísindasviðs. Kolbrún sér ekki aðeins tækifærin – hún tryggir að þau verði að veruleika. Hún er leiðtogi sem vinnur af festu og metnaði að því að skapa nýjar og betri aðstæður fyrir nemendur og kennara og hún hefur burði til að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina. Framtíðarsýn sem tengir saman fræði, nýsköpun og samfélag Kolbrún hefur einstaka hæfni til að leiða saman ólíka hópa og byggja brýr milli fræða, iðnaðar og samfélags. Sköpunar- og tæknismiðjan sem fyrirhugað er að setja upp í Sögu er gott dæmi um þetta. Hún mun skapa vettvang fyrir nemendur, kennara og fræðimenn til að nýta nýjustu stafrænu tækni og vinna að nýsköpun á fjölbreyttum sviðum. Með framtíðarsýn sinni og áræðni hefur Kolbrún tryggt að þetta brýna verkefni verður að veruleika. Þessi nálgun endurspeglar skýra sýn á háskóla sem er ekki eingöngu fræðileg stofnun heldur virkur þátttakandi í samfélaginu – eitthvað sem Kolbrún stendur fyrir og hefur unnið ötullega að. Öflugur leiðtogi sem skilar árangri Kolbrún lætur hlutina ekki sitja á hakanum – hún framkvæmir þá. Í samstarfi okkar höfum við séð hvernig hún nálgast verkefni af festu og með lausnamiðaðri hugsun. Hún vinnur þvert á fræðasvið, tryggir að allar raddir heyrist og stuðlar að virku samstarfi hagsmunaaðila. Það er þessi nálgun sem Háskóli Íslands þarf á að halda; rektor sem sameinar fólk , rektor sem knýr fram breytingar með skýrri sýn og öflugri framkvæmd. Af hverju Kolbrún? Framtíð Háskóla Íslands veltur á því að hafa forystu sem skapar aðstæður þar sem fólk getur blómstrað, lært og skapað. Kolbrún hefur sýnt í verki að hún er slíkur leiðtogi. Hún hefur reynslu, þekkingu og kraft til að leiða háskólann inn í nýja tíma, þar sem menntun, tækni og samfélag vinna saman að betri framtíð. Af þessum ástæðum lýsum við yfir eindregnum stuðningi við Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur sem næsta rektor Háskóla Íslands. Hún er leiðtoginn sem getur tryggt að skólinn haldi áfram að vera í fararbroddi, bæði hér heima og á alþjóðavísu. Hafliði Ásgeirsson Tæknimaður hjá Verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ. Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson Forstöðumaður Nýmenntar á Menntavísindasviði HÍ. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Deildarstjóri Mixtúru, sköpunar-og tækniver skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun