Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson, Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson og Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifa 15. mars 2025 15:03 Háskóli Íslands stendur á krossgötum þar sem framsýni, nýsköpun og öflug forysta skipta sköpum fyrir framtíð skólans. Til þess að Háskólinn haldi áfram að þróast sem leiðandi rannsóknarstofnun á alþjóðavísu þarf hann rektor sem skilur mikilvægi skapandi menntunar, samstarfs og tækniframfara. Kolbrún Þ. Pálsdóttir er sú manneskja. Við höfum fengið að vinna með Kolbrúnu að undirbúningi og uppbyggingu sameiginlegrar tækni- og sköpunarsmiðju, eins konar Fab Lab smiðju, í nýju húsnæði Menntavísindasviðs í Sögu. Þetta er spennandi verkefni sem ekki hefði farið af stað nema fyrir hennar forystu sem forseti Menntavísindasviðs. Kolbrún sér ekki aðeins tækifærin – hún tryggir að þau verði að veruleika. Hún er leiðtogi sem vinnur af festu og metnaði að því að skapa nýjar og betri aðstæður fyrir nemendur og kennara og hún hefur burði til að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina. Framtíðarsýn sem tengir saman fræði, nýsköpun og samfélag Kolbrún hefur einstaka hæfni til að leiða saman ólíka hópa og byggja brýr milli fræða, iðnaðar og samfélags. Sköpunar- og tæknismiðjan sem fyrirhugað er að setja upp í Sögu er gott dæmi um þetta. Hún mun skapa vettvang fyrir nemendur, kennara og fræðimenn til að nýta nýjustu stafrænu tækni og vinna að nýsköpun á fjölbreyttum sviðum. Með framtíðarsýn sinni og áræðni hefur Kolbrún tryggt að þetta brýna verkefni verður að veruleika. Þessi nálgun endurspeglar skýra sýn á háskóla sem er ekki eingöngu fræðileg stofnun heldur virkur þátttakandi í samfélaginu – eitthvað sem Kolbrún stendur fyrir og hefur unnið ötullega að. Öflugur leiðtogi sem skilar árangri Kolbrún lætur hlutina ekki sitja á hakanum – hún framkvæmir þá. Í samstarfi okkar höfum við séð hvernig hún nálgast verkefni af festu og með lausnamiðaðri hugsun. Hún vinnur þvert á fræðasvið, tryggir að allar raddir heyrist og stuðlar að virku samstarfi hagsmunaaðila. Það er þessi nálgun sem Háskóli Íslands þarf á að halda; rektor sem sameinar fólk , rektor sem knýr fram breytingar með skýrri sýn og öflugri framkvæmd. Af hverju Kolbrún? Framtíð Háskóla Íslands veltur á því að hafa forystu sem skapar aðstæður þar sem fólk getur blómstrað, lært og skapað. Kolbrún hefur sýnt í verki að hún er slíkur leiðtogi. Hún hefur reynslu, þekkingu og kraft til að leiða háskólann inn í nýja tíma, þar sem menntun, tækni og samfélag vinna saman að betri framtíð. Af þessum ástæðum lýsum við yfir eindregnum stuðningi við Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur sem næsta rektor Háskóla Íslands. Hún er leiðtoginn sem getur tryggt að skólinn haldi áfram að vera í fararbroddi, bæði hér heima og á alþjóðavísu. Hafliði Ásgeirsson Tæknimaður hjá Verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ. Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson Forstöðumaður Nýmenntar á Menntavísindasviði HÍ. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Deildarstjóri Mixtúru, sköpunar-og tækniver skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands stendur á krossgötum þar sem framsýni, nýsköpun og öflug forysta skipta sköpum fyrir framtíð skólans. Til þess að Háskólinn haldi áfram að þróast sem leiðandi rannsóknarstofnun á alþjóðavísu þarf hann rektor sem skilur mikilvægi skapandi menntunar, samstarfs og tækniframfara. Kolbrún Þ. Pálsdóttir er sú manneskja. Við höfum fengið að vinna með Kolbrúnu að undirbúningi og uppbyggingu sameiginlegrar tækni- og sköpunarsmiðju, eins konar Fab Lab smiðju, í nýju húsnæði Menntavísindasviðs í Sögu. Þetta er spennandi verkefni sem ekki hefði farið af stað nema fyrir hennar forystu sem forseti Menntavísindasviðs. Kolbrún sér ekki aðeins tækifærin – hún tryggir að þau verði að veruleika. Hún er leiðtogi sem vinnur af festu og metnaði að því að skapa nýjar og betri aðstæður fyrir nemendur og kennara og hún hefur burði til að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina. Framtíðarsýn sem tengir saman fræði, nýsköpun og samfélag Kolbrún hefur einstaka hæfni til að leiða saman ólíka hópa og byggja brýr milli fræða, iðnaðar og samfélags. Sköpunar- og tæknismiðjan sem fyrirhugað er að setja upp í Sögu er gott dæmi um þetta. Hún mun skapa vettvang fyrir nemendur, kennara og fræðimenn til að nýta nýjustu stafrænu tækni og vinna að nýsköpun á fjölbreyttum sviðum. Með framtíðarsýn sinni og áræðni hefur Kolbrún tryggt að þetta brýna verkefni verður að veruleika. Þessi nálgun endurspeglar skýra sýn á háskóla sem er ekki eingöngu fræðileg stofnun heldur virkur þátttakandi í samfélaginu – eitthvað sem Kolbrún stendur fyrir og hefur unnið ötullega að. Öflugur leiðtogi sem skilar árangri Kolbrún lætur hlutina ekki sitja á hakanum – hún framkvæmir þá. Í samstarfi okkar höfum við séð hvernig hún nálgast verkefni af festu og með lausnamiðaðri hugsun. Hún vinnur þvert á fræðasvið, tryggir að allar raddir heyrist og stuðlar að virku samstarfi hagsmunaaðila. Það er þessi nálgun sem Háskóli Íslands þarf á að halda; rektor sem sameinar fólk , rektor sem knýr fram breytingar með skýrri sýn og öflugri framkvæmd. Af hverju Kolbrún? Framtíð Háskóla Íslands veltur á því að hafa forystu sem skapar aðstæður þar sem fólk getur blómstrað, lært og skapað. Kolbrún hefur sýnt í verki að hún er slíkur leiðtogi. Hún hefur reynslu, þekkingu og kraft til að leiða háskólann inn í nýja tíma, þar sem menntun, tækni og samfélag vinna saman að betri framtíð. Af þessum ástæðum lýsum við yfir eindregnum stuðningi við Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur sem næsta rektor Háskóla Íslands. Hún er leiðtoginn sem getur tryggt að skólinn haldi áfram að vera í fararbroddi, bæði hér heima og á alþjóðavísu. Hafliði Ásgeirsson Tæknimaður hjá Verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ. Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson Forstöðumaður Nýmenntar á Menntavísindasviði HÍ. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Deildarstjóri Mixtúru, sköpunar-og tækniver skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar