Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar 13. mars 2025 20:02 Ég styð Kolbrúnu Pálsdóttur eindregið í embætti rektors HÍ og hvet aðra til að gera hið sama, en kosið verður dagana 18. og 19 mars. Við Kolbrún höfum starfað saman um árabil við Háskóla Íslands og m.a. haft það hlutverk að kenna ungu fólki (háskólanemum) þá kúnst að kenna enn yngra fólki (grunn- og framhaldsskólanemum) um þroskandi leyndardóma tómstundastarfs. Sjálfur kynntist ég Kolbrúnu löngu fyrr þegar ég var tómstundaleiðbeinandi í Reiðskóli Æskulýðsráðs Reykjavíkur og Fáks í Saltvík, en Kolbrún sótti reiðnámskeiðin nokkur sumur í röð, þá sjö til níu ára gömul. Þetta var einn skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á. Yndislegt samstarfsfólk, fullt af skemmtilegum börnum og líf og fjör allan daginn, hestamennska hluta dagsins, leikir og útvist hinn hlutann. Kolbrún tók hestamennskuna föstum tökum frá degi eitt, gekk einbeitt og ákveðin til verks, áhugasöm og lærði furðufljótt að ná ólíkum gangtegundum út úr hesti sínum. Hún var búin að velta fyrir sér ítarlega kostum og göllum þeirra hrossa sem þarna voru og hafi því nokkuð ákveðnar hugmyndir um hvaða hest hún vildi kjósa sér. Strax þarna komu fram vísbendingar um akademíska hugsun og um hinn lipra og yfirvegaða stjórnanda. Snemma beygist krókurinn. Þegar alvörunni, hestamennskunni, sleppti, tók við útvist, leikir, göngutúrar og allskyns ævintýri í fögru og gefandi umhverfi Saltvíkur þar sem hún unni sér vel sem ein af hópnum. Hún er merkileg þessi tilvera því nokkrum áratugum síðar urðum við samstarfsfélagar. Þegar ég endurnýjaði kynnin við Kolbrúnu í Háskóla Íslands var hún þá þegar orðinn einn helsti sérfræðingur landsins og á alþjóðavettvangi á fag- og fræðasviði frístundaheimila. Í starfi hennar innan tómstunda- og félagsmálafræðinnar, þar sem hún gegndi m.a. starfi námsbrautarformanns, komu allir þessir eiginleikar hennar fram, sem ég hafði kynnst fyrir margt löngu. Seigla, einbeitni, skýr markmið og þörfin fyrir að skilja og skapa nýja sérþekkingu en vera samt sem áður hluti af heild. Kolbrún hefur reynst farsæll stjórnandi og hefur sýnt það í störfum að hún hefur alla þá eiginleika sem þarf í mikilvægt embætti rektors Háskóla Íslands. Mikla reynslu á sviði stjórnunar bæði innan og utan Háskóla Íslands, auk mikillar virkni á akademíska sviðinu. Það þarf því ekki að koma á óvart að Kolbrúnu styð ég heils hugar í embætti rektors. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og starfsmaður Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Ég styð Kolbrúnu Pálsdóttur eindregið í embætti rektors HÍ og hvet aðra til að gera hið sama, en kosið verður dagana 18. og 19 mars. Við Kolbrún höfum starfað saman um árabil við Háskóla Íslands og m.a. haft það hlutverk að kenna ungu fólki (háskólanemum) þá kúnst að kenna enn yngra fólki (grunn- og framhaldsskólanemum) um þroskandi leyndardóma tómstundastarfs. Sjálfur kynntist ég Kolbrúnu löngu fyrr þegar ég var tómstundaleiðbeinandi í Reiðskóli Æskulýðsráðs Reykjavíkur og Fáks í Saltvík, en Kolbrún sótti reiðnámskeiðin nokkur sumur í röð, þá sjö til níu ára gömul. Þetta var einn skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á. Yndislegt samstarfsfólk, fullt af skemmtilegum börnum og líf og fjör allan daginn, hestamennska hluta dagsins, leikir og útvist hinn hlutann. Kolbrún tók hestamennskuna föstum tökum frá degi eitt, gekk einbeitt og ákveðin til verks, áhugasöm og lærði furðufljótt að ná ólíkum gangtegundum út úr hesti sínum. Hún var búin að velta fyrir sér ítarlega kostum og göllum þeirra hrossa sem þarna voru og hafi því nokkuð ákveðnar hugmyndir um hvaða hest hún vildi kjósa sér. Strax þarna komu fram vísbendingar um akademíska hugsun og um hinn lipra og yfirvegaða stjórnanda. Snemma beygist krókurinn. Þegar alvörunni, hestamennskunni, sleppti, tók við útvist, leikir, göngutúrar og allskyns ævintýri í fögru og gefandi umhverfi Saltvíkur þar sem hún unni sér vel sem ein af hópnum. Hún er merkileg þessi tilvera því nokkrum áratugum síðar urðum við samstarfsfélagar. Þegar ég endurnýjaði kynnin við Kolbrúnu í Háskóla Íslands var hún þá þegar orðinn einn helsti sérfræðingur landsins og á alþjóðavettvangi á fag- og fræðasviði frístundaheimila. Í starfi hennar innan tómstunda- og félagsmálafræðinnar, þar sem hún gegndi m.a. starfi námsbrautarformanns, komu allir þessir eiginleikar hennar fram, sem ég hafði kynnst fyrir margt löngu. Seigla, einbeitni, skýr markmið og þörfin fyrir að skilja og skapa nýja sérþekkingu en vera samt sem áður hluti af heild. Kolbrún hefur reynst farsæll stjórnandi og hefur sýnt það í störfum að hún hefur alla þá eiginleika sem þarf í mikilvægt embætti rektors Háskóla Íslands. Mikla reynslu á sviði stjórnunar bæði innan og utan Háskóla Íslands, auk mikillar virkni á akademíska sviðinu. Það þarf því ekki að koma á óvart að Kolbrúnu styð ég heils hugar í embætti rektors. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og starfsmaður Háskóla Íslands.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar