Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar 13. mars 2025 20:02 Ég styð Kolbrúnu Pálsdóttur eindregið í embætti rektors HÍ og hvet aðra til að gera hið sama, en kosið verður dagana 18. og 19 mars. Við Kolbrún höfum starfað saman um árabil við Háskóla Íslands og m.a. haft það hlutverk að kenna ungu fólki (háskólanemum) þá kúnst að kenna enn yngra fólki (grunn- og framhaldsskólanemum) um þroskandi leyndardóma tómstundastarfs. Sjálfur kynntist ég Kolbrúnu löngu fyrr þegar ég var tómstundaleiðbeinandi í Reiðskóli Æskulýðsráðs Reykjavíkur og Fáks í Saltvík, en Kolbrún sótti reiðnámskeiðin nokkur sumur í röð, þá sjö til níu ára gömul. Þetta var einn skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á. Yndislegt samstarfsfólk, fullt af skemmtilegum börnum og líf og fjör allan daginn, hestamennska hluta dagsins, leikir og útvist hinn hlutann. Kolbrún tók hestamennskuna föstum tökum frá degi eitt, gekk einbeitt og ákveðin til verks, áhugasöm og lærði furðufljótt að ná ólíkum gangtegundum út úr hesti sínum. Hún var búin að velta fyrir sér ítarlega kostum og göllum þeirra hrossa sem þarna voru og hafi því nokkuð ákveðnar hugmyndir um hvaða hest hún vildi kjósa sér. Strax þarna komu fram vísbendingar um akademíska hugsun og um hinn lipra og yfirvegaða stjórnanda. Snemma beygist krókurinn. Þegar alvörunni, hestamennskunni, sleppti, tók við útvist, leikir, göngutúrar og allskyns ævintýri í fögru og gefandi umhverfi Saltvíkur þar sem hún unni sér vel sem ein af hópnum. Hún er merkileg þessi tilvera því nokkrum áratugum síðar urðum við samstarfsfélagar. Þegar ég endurnýjaði kynnin við Kolbrúnu í Háskóla Íslands var hún þá þegar orðinn einn helsti sérfræðingur landsins og á alþjóðavettvangi á fag- og fræðasviði frístundaheimila. Í starfi hennar innan tómstunda- og félagsmálafræðinnar, þar sem hún gegndi m.a. starfi námsbrautarformanns, komu allir þessir eiginleikar hennar fram, sem ég hafði kynnst fyrir margt löngu. Seigla, einbeitni, skýr markmið og þörfin fyrir að skilja og skapa nýja sérþekkingu en vera samt sem áður hluti af heild. Kolbrún hefur reynst farsæll stjórnandi og hefur sýnt það í störfum að hún hefur alla þá eiginleika sem þarf í mikilvægt embætti rektors Háskóla Íslands. Mikla reynslu á sviði stjórnunar bæði innan og utan Háskóla Íslands, auk mikillar virkni á akademíska sviðinu. Það þarf því ekki að koma á óvart að Kolbrúnu styð ég heils hugar í embætti rektors. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og starfsmaður Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Ég styð Kolbrúnu Pálsdóttur eindregið í embætti rektors HÍ og hvet aðra til að gera hið sama, en kosið verður dagana 18. og 19 mars. Við Kolbrún höfum starfað saman um árabil við Háskóla Íslands og m.a. haft það hlutverk að kenna ungu fólki (háskólanemum) þá kúnst að kenna enn yngra fólki (grunn- og framhaldsskólanemum) um þroskandi leyndardóma tómstundastarfs. Sjálfur kynntist ég Kolbrúnu löngu fyrr þegar ég var tómstundaleiðbeinandi í Reiðskóli Æskulýðsráðs Reykjavíkur og Fáks í Saltvík, en Kolbrún sótti reiðnámskeiðin nokkur sumur í röð, þá sjö til níu ára gömul. Þetta var einn skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á. Yndislegt samstarfsfólk, fullt af skemmtilegum börnum og líf og fjör allan daginn, hestamennska hluta dagsins, leikir og útvist hinn hlutann. Kolbrún tók hestamennskuna föstum tökum frá degi eitt, gekk einbeitt og ákveðin til verks, áhugasöm og lærði furðufljótt að ná ólíkum gangtegundum út úr hesti sínum. Hún var búin að velta fyrir sér ítarlega kostum og göllum þeirra hrossa sem þarna voru og hafi því nokkuð ákveðnar hugmyndir um hvaða hest hún vildi kjósa sér. Strax þarna komu fram vísbendingar um akademíska hugsun og um hinn lipra og yfirvegaða stjórnanda. Snemma beygist krókurinn. Þegar alvörunni, hestamennskunni, sleppti, tók við útvist, leikir, göngutúrar og allskyns ævintýri í fögru og gefandi umhverfi Saltvíkur þar sem hún unni sér vel sem ein af hópnum. Hún er merkileg þessi tilvera því nokkrum áratugum síðar urðum við samstarfsfélagar. Þegar ég endurnýjaði kynnin við Kolbrúnu í Háskóla Íslands var hún þá þegar orðinn einn helsti sérfræðingur landsins og á alþjóðavettvangi á fag- og fræðasviði frístundaheimila. Í starfi hennar innan tómstunda- og félagsmálafræðinnar, þar sem hún gegndi m.a. starfi námsbrautarformanns, komu allir þessir eiginleikar hennar fram, sem ég hafði kynnst fyrir margt löngu. Seigla, einbeitni, skýr markmið og þörfin fyrir að skilja og skapa nýja sérþekkingu en vera samt sem áður hluti af heild. Kolbrún hefur reynst farsæll stjórnandi og hefur sýnt það í störfum að hún hefur alla þá eiginleika sem þarf í mikilvægt embætti rektors Háskóla Íslands. Mikla reynslu á sviði stjórnunar bæði innan og utan Háskóla Íslands, auk mikillar virkni á akademíska sviðinu. Það þarf því ekki að koma á óvart að Kolbrúnu styð ég heils hugar í embætti rektors. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og starfsmaður Háskóla Íslands.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar