Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar 6. mars 2025 14:18 Þeir sem nýta samgöngur á landsbyggðinni þekkja vel viðhaldsskuldina sem þar ríkir á vegum landsins. Skuldin er áætluð tæplega 300 milljarðar samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafaverkfræðinga. Það tekur tíma að vinna upp slíka skuld og það þarf að hefjast handa, strax. Öryggi vegfarenda á landsbyggðinni er í húfi. Stjórnvöld hafa brugðist landsmönnum þegar kemur að ástandi vega og öryggi. Það vafðist til að mynda ekki fyrir ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að setja hvert metið á fætur öðru í útgjaldaaukningu á ýmsum sviðum en láta viðhald vega landsins sitja algerlega á hakanum. Norðausturkjördæmi er víðfeðmt og þar finnur fólk skort á viðhaldi vega á eigin skinni daglega. Stofn- og tengivegir um allt kjördæmið hafa setið eftir og fjallvegir eru víða erfiðir og lokast reglulega – má þar helst nefna Fagradal, Vopnafjarðarheiði, Vatnsskarð eystra, Öxnadalsheiði, Mývatns og Möðrudalsöræfi, Hófaskarð o.fl. Hraða framkvæmdum Það þarf að setja öryggi vegfarenda í forgang, stytta leiðir og tengja byggðir. Það þarf að vinna upp viðhaldsskuldina og tryggja fjármuni í nauðsynlegar framkvæmdir. Hraða þarf framkvæmdum við göng til Seyðisfjarðar og undir Öxnadalsheiði. Nýjar brýr þarf yfir Skjálfandafljót, Jökulsá á fjöllum og Lagarfljót. Laga þarf Suðurfjarðarveg og tryggja vegabætur um Öxi. Grípa þarf inn í þróun Siglufjarðarvegar um Almenninga sem er á hraðri leið með að skríða fram í sjó en slíkt óöryggi og áhætta er óboðleg þeim sem þarna fara um. Við höfum ekki efni á því að bíða lengur. Ferðaþjónustan er undir Ekki er síður mikilvægt að huga að vexti ferðaþjónustunnar í Norðausturkjördæmi þegar rætt er um samgöngur og viðhald vega. Öflug ferðaþjónusta á svæðinu hangir m.a. á öruggum samgöngum milli staða en slæmt viðhald vega hefur augljós fælingaráhrif á væntanlega ferðamenn. Bæta þarf snjómokstur og hálkuvarnir á svæðinu en sem dæmi má nefna vetrarþjónustuna á nýjum vegi við Dettifoss sem er verulega ábótavant og skapar erfið skilyrði fyrir ferðamenn sem nýta svæðið mikið. Innviðauppbygging á fjölförnum ferðamannasvæðum þarf að vera í lagi. Flugsamgöngur skipta einnig sköpum fyrir vöxt ferðaþjónustunnar og nýta þarf millilandaflugvellina tvo mun betur, flugvöllinn á Akureyri og Egilsstöðum. Þá skiptir miklu að halda virku flugi á Húsavík, til Grímseyjar, Þórshafnar og á Vopnafjörð til að missa ekki mikilvæga tengingu við höfuðborgina og Akureyri. Rjúfum kyrrstöðuna Miðflokkurinn mun áfram tala fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna í vegaframkvæmdum um allt land. Staða þjóðvegakerfisins er orðin grafalvarleg vegna viðvarandi viðhaldsleysis og það þarf að bregðast við strax og framkvæma. Miðflokkurinn hefur talað fyrir því að forma staðbundna samgöngusáttmála þar sem horft er til landshluta og framkvæma innan þeirra með staðbundnum hætti. Verja þurfi raunverulegum tekjum af akstri og ökutækjum til uppbyggingar vegakerfisins og auðvitað hefjast handa við brýn jarðgöng víða um landið. Það munar um Miðflokkinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgrímur Sigmundsson Miðflokkurinn Vegagerð Samgöngur Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem nýta samgöngur á landsbyggðinni þekkja vel viðhaldsskuldina sem þar ríkir á vegum landsins. Skuldin er áætluð tæplega 300 milljarðar samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafaverkfræðinga. Það tekur tíma að vinna upp slíka skuld og það þarf að hefjast handa, strax. Öryggi vegfarenda á landsbyggðinni er í húfi. Stjórnvöld hafa brugðist landsmönnum þegar kemur að ástandi vega og öryggi. Það vafðist til að mynda ekki fyrir ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að setja hvert metið á fætur öðru í útgjaldaaukningu á ýmsum sviðum en láta viðhald vega landsins sitja algerlega á hakanum. Norðausturkjördæmi er víðfeðmt og þar finnur fólk skort á viðhaldi vega á eigin skinni daglega. Stofn- og tengivegir um allt kjördæmið hafa setið eftir og fjallvegir eru víða erfiðir og lokast reglulega – má þar helst nefna Fagradal, Vopnafjarðarheiði, Vatnsskarð eystra, Öxnadalsheiði, Mývatns og Möðrudalsöræfi, Hófaskarð o.fl. Hraða framkvæmdum Það þarf að setja öryggi vegfarenda í forgang, stytta leiðir og tengja byggðir. Það þarf að vinna upp viðhaldsskuldina og tryggja fjármuni í nauðsynlegar framkvæmdir. Hraða þarf framkvæmdum við göng til Seyðisfjarðar og undir Öxnadalsheiði. Nýjar brýr þarf yfir Skjálfandafljót, Jökulsá á fjöllum og Lagarfljót. Laga þarf Suðurfjarðarveg og tryggja vegabætur um Öxi. Grípa þarf inn í þróun Siglufjarðarvegar um Almenninga sem er á hraðri leið með að skríða fram í sjó en slíkt óöryggi og áhætta er óboðleg þeim sem þarna fara um. Við höfum ekki efni á því að bíða lengur. Ferðaþjónustan er undir Ekki er síður mikilvægt að huga að vexti ferðaþjónustunnar í Norðausturkjördæmi þegar rætt er um samgöngur og viðhald vega. Öflug ferðaþjónusta á svæðinu hangir m.a. á öruggum samgöngum milli staða en slæmt viðhald vega hefur augljós fælingaráhrif á væntanlega ferðamenn. Bæta þarf snjómokstur og hálkuvarnir á svæðinu en sem dæmi má nefna vetrarþjónustuna á nýjum vegi við Dettifoss sem er verulega ábótavant og skapar erfið skilyrði fyrir ferðamenn sem nýta svæðið mikið. Innviðauppbygging á fjölförnum ferðamannasvæðum þarf að vera í lagi. Flugsamgöngur skipta einnig sköpum fyrir vöxt ferðaþjónustunnar og nýta þarf millilandaflugvellina tvo mun betur, flugvöllinn á Akureyri og Egilsstöðum. Þá skiptir miklu að halda virku flugi á Húsavík, til Grímseyjar, Þórshafnar og á Vopnafjörð til að missa ekki mikilvæga tengingu við höfuðborgina og Akureyri. Rjúfum kyrrstöðuna Miðflokkurinn mun áfram tala fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna í vegaframkvæmdum um allt land. Staða þjóðvegakerfisins er orðin grafalvarleg vegna viðvarandi viðhaldsleysis og það þarf að bregðast við strax og framkvæma. Miðflokkurinn hefur talað fyrir því að forma staðbundna samgöngusáttmála þar sem horft er til landshluta og framkvæma innan þeirra með staðbundnum hætti. Verja þurfi raunverulegum tekjum af akstri og ökutækjum til uppbyggingar vegakerfisins og auðvitað hefjast handa við brýn jarðgöng víða um landið. Það munar um Miðflokkinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar