Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar 3. mars 2025 08:16 Allir sem urðu vitni að hinum illvígu samskiptum forseta og varaforseta Bandaríkjanna við forseta Úkraínu á föstudaginn verða að viðurkenna að það er að teiknast upp ný staða í heimsmálunum. Hægt er að setja stórt spurningamerki við stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu, svo ekki sé kveðið fastar að orði. Á fyrstu vikum kjörtímabils nýs Bandaríkjaforseta hefur óvissa einnig tekið við af stöðuleika og vissu varðandi afstöðu Bandaríkjaforseta til nánustu bandamanna Bandaríkjanna síðustu áratugi, hvort heldur sem horft er til Kanada, Danmerkur eða Grænlands eða ríkja Evrópu yfirleitt, innan NATO og utan. Leiðtogar Evrópu og Kanada hafa þétt raðirnar með ítrekuðum fundahöldum um þessa breyttu stöðu og hvernig eigi að bregðast við henni, ýmist með eða án þátttöku Íslands. Óvissa í varnarmálum Stefnubreyting Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu getur haft gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir landið og þróun stríðsins þar. Yfirlýsingar Trump og skortur á yfirlýsingum um öryggistryggingar fyrir Úkraínu að stríði loknu opna fyrir þann möguleika að Rússar geti séð sér leik á borði, ekki aðeins í Úkraínu heldur einnig gagnvart öðrum nágrannaþjóðum, vina og bandalagsþjóðum okkar Íslendinga. Skilaboð Trump til Evrópu og bandalagsríkja Bandaríkjanna eru öll á þá leið að Evrópa þurfi að búa sig undir breyttan veruleika, í varnarmálum og samskiptum við Bandaríkin. Óvissa um alþjóðakerfið Eftir síðari heimstyrjöldina voru ótal alþjóðastofnanir stofnaðar, stundum kallaðar einu nafni alþjóðakerfið, til að stuðla að eðlilegum samskiptum ríkja og tryggja frið. Dæmi um þetta eru Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið og NATO. Það hriktir víða í þessu alþjóðakerfi þessar vikurnar. Útganga Bandaríkjanna úr Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) og öðru lykilsamstarfi er eitt og sér stóralvarleg tíðindi. Varnarsamstarf vestrænna ríkja, Bandaríkjanna og Evrópu, þarfnast svo sérstakrar umræðu. Hornsteinar íslenskrar varnar- og utanríkisstefnu hafa verið herleysi, varnarsamningurinn við Bandaríkin og aðild Íslands að NATO. Ísland á mikið undir því að ekki verði grundvallarbreytingar í þessu efni. Bæði varnarsamningurinn og stofnsamningur NATO byggir á hugsun um samstarf og samvinnu fullvalda bandalagsríkja. Það að eitt NATO-ríki hafi í hótunum við annað eða geri kröfu um landsvæði þess hefði áður verið óhugsandi. Hingað til hefur NATO talið Rússland undir stjórn Pútíns vera helstu ógnina við bandalagið og heimsfriðinn. Það setur samstarfið í uppnám ef Bandaríkin og Evrópuríki reynast ósammála um þetta mat. Styrkur NATO hefur ekki síst byggt á fullvissu um að sameiginlegar ófrávíkjanlegar varnarskuldbindingar séu fyrir hendi. Skapist óvissa um það, af hálfu Bandaríkjanna, veikist bandalagið gríðarlega. Óvissa um alþjóðalög og leikreglur í samskiptum ríkja Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta á fyrstu vikum hans í embætti setja einnig stórt spurningamerki við virðingu hans fyrir alþjóðalögum, fullveldisrétti og hefðbundnum reglum í samskiptum ríkja. Þessar undirstöður í alþjóðasamskiptum eru gríðarlega mikilvægar, ekki síst fyrir smáríki einsog Ísland. Minni ríki eiga tilvist sína beinlínis undir þessum leikreglum alþjóðasamfélagsins. Um þær hafa Bandaríkin hingað til staðið dyggan vörð. Nú virðist það koma í hlut Evrópu. Til þess verks er ljóst að það þarf sameinaða Evrópu. Það var eftir því tekið að forsætisráðherra Danmerkur fór í fundaferð um álfuna og hitti aðra leiðtoga hennar í kjölfar yfirlýsinga Trumps um Grænland. Ekki stóð á stuðningi þar. Svona þarf að vinna. Evrópusambandið með sinn sameiginlega styrk getur verið minni ríkjum það skjól sem þau þurfa. Tími alvörunnar Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa haldið vel á málstað Íslands og skipað sér í sveit með öðrum vina og bandalagsríkjum okkar í Evrópu í umræðunni að undanförnu. Breið samstaða virðist einnig ríkja á Alþingi um fyrstu viðbrögð við breyttum aðstæðum. Fylgjast þarf vel með þróun mála og endurmeta stöðuna. Hún virðist vera að breytast hratt. Athygli vakti að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fráfarandi varaformaður og fyrrverandi utanríkisráðherra flutti afdráttarlausa ræðu á landsfundi flokksins um helgina. Þar sagði hún að tími alvörunnar væri runninn upp og að núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum væru ekki talsmenn raunverulegs frelsis. Þau væru að leika sér að eldinum. Þessi nýi veruleiki kallaði á nýjar ákvarðanir og breytingar, sem væru áskorun, jafnvel innan hennar eigin flokks. Ekki var skýrt til hvers verið væri að vísa en Þórdís sagði að gæta þurfi að sjálfstæði en um leið væri ljóst að Ísland hefði aldrei þurft á meira samstarfi við önnur ríki en einmitt nú. Utanríkis – og varnarstefna Íslands – næstu skref Ég lýsti þeirri skoðun í Silfrinu fyrir síðustu alþingiskosningar að ef Donald Trump næði kjöri sem forseti Bandaríkjanna þá hlytu að vakna stórar spurningar um hvar við Íslendingar ættum heima í samfélagi þjóðanna. Þær spurningar hafa því miður orðið aðkallandi miklu fyrr, af meiri alvöru og háska en hægt var að vonast eftir. Sú mynd sem er að teiknast upp í heimsmálunum og þau ský sem hrannast upp á sjóndeildarhringnum kallar á að íslensk stjórnmál hefji sig upp úr hefðbundinni flokkapólitík. Ný ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur setti fram í samstarfsyfirlýsingu sinni að utanríkisstefna hennar byggði á mannréttindum, friði og virðingu fyrir alþjóðalögum. Allir þessir þættir eru nú í uppnámi. Ríkisstjórnin einsetti sér einnig að eiga í náinni samvinnu við Evrópusambandið, önnur norræn ríki og Atlantshafsbandalagið. Um þetta eiga allir Íslendingar að geta sameinast. Ákveðið var að mótuð verði öryggis- og varnarmálastefna, til viðbótar við núverandi þjóðaröryggisstefnu. Þessari vinnu þarf að flýta, að mínu mati, og vinna þvert á flokka, einsog kostur er. Samhliða mótun varnar- og öryggisstefnu þurfa ríkisstjórn og Alþingi þegar í stað að greina fjárfestingarþörf vegna innviða og annarra verkefna sem af stefnunni leiða og breytt hættumat kalla á. Augljóst er að bæði þarf að taka tekju- og útgjaldahlið fjárlaga til skoðunar af þessum sökum. Efla þarf samfélagslega innviði, s.s. á sviði heilbrigðismála og almannavarna. Setja þarf sameiginlega miðstöð viðbragðs- og björgunaraðila aftur á dagskrá. Efla þarf Landhelgisgæsluna. Meira en áratugur er síðan gerðar voru tillögur um eflingu sjúkra- og björgunarflugs með flugvélum og þyrlum og lagt til að rekstur þessarar mikilvægu starfsemi yrði á hendi Landhelgisgæslunnar. Átta ár eru síðan að rökstutt álit kom fram í skýrslu um að brýnt væri að koma upp nýjum varaflugvelli á SV-horninu sem lið í öryggiskerfi landsins. Nauðsynlegar ákvarðanir þar um hafa ekki enn verið teknar. Löggæslu þarf að efla og þannig mætti áfram telja. Síðast en ekki síst. Allir ábyrgir stjórnmálaflokkar hljóta einnig að þurfa að ræða sín á milli þá breyttu stöðu sem uppi er og ræða Evrópumálin í miklu víðara samhengi en áður. Það sama á við um allan almenning og hagsmunaaðila. Evrópumálin eru ekki aðeins efnahagsmál og sameiginlegur markaður, heldur einnig öryggismál fyrir Ísland á breiðum grunni. Evrópa talar fyrir mannréttindum, friði, frelsi og alþjóðalögum, rétt einsog við. Ísland þarf að eiga nána og trausta bandamenn og sæti við borðið þegar stefnan til framtíðar er mörkuð. Ríki Evrópu eru slíkir bandamenn. Við hljótum því að þurfa að ræða hvort ekki séu þjóðarhagsmunir í því að flýta skoðun á kostum þess að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu og að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna fari fram sem allra fyrst. Um það ætti að geta náðst breiðari sátt í ljósi alvarlegrar stöðu heimsmálanna. Höfundur er alþingismaður og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Öryggis- og varnarmál Utanríkismál NATO Evrópusambandið Donald Trump Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Allir sem urðu vitni að hinum illvígu samskiptum forseta og varaforseta Bandaríkjanna við forseta Úkraínu á föstudaginn verða að viðurkenna að það er að teiknast upp ný staða í heimsmálunum. Hægt er að setja stórt spurningamerki við stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu, svo ekki sé kveðið fastar að orði. Á fyrstu vikum kjörtímabils nýs Bandaríkjaforseta hefur óvissa einnig tekið við af stöðuleika og vissu varðandi afstöðu Bandaríkjaforseta til nánustu bandamanna Bandaríkjanna síðustu áratugi, hvort heldur sem horft er til Kanada, Danmerkur eða Grænlands eða ríkja Evrópu yfirleitt, innan NATO og utan. Leiðtogar Evrópu og Kanada hafa þétt raðirnar með ítrekuðum fundahöldum um þessa breyttu stöðu og hvernig eigi að bregðast við henni, ýmist með eða án þátttöku Íslands. Óvissa í varnarmálum Stefnubreyting Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu getur haft gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir landið og þróun stríðsins þar. Yfirlýsingar Trump og skortur á yfirlýsingum um öryggistryggingar fyrir Úkraínu að stríði loknu opna fyrir þann möguleika að Rússar geti séð sér leik á borði, ekki aðeins í Úkraínu heldur einnig gagnvart öðrum nágrannaþjóðum, vina og bandalagsþjóðum okkar Íslendinga. Skilaboð Trump til Evrópu og bandalagsríkja Bandaríkjanna eru öll á þá leið að Evrópa þurfi að búa sig undir breyttan veruleika, í varnarmálum og samskiptum við Bandaríkin. Óvissa um alþjóðakerfið Eftir síðari heimstyrjöldina voru ótal alþjóðastofnanir stofnaðar, stundum kallaðar einu nafni alþjóðakerfið, til að stuðla að eðlilegum samskiptum ríkja og tryggja frið. Dæmi um þetta eru Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið og NATO. Það hriktir víða í þessu alþjóðakerfi þessar vikurnar. Útganga Bandaríkjanna úr Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) og öðru lykilsamstarfi er eitt og sér stóralvarleg tíðindi. Varnarsamstarf vestrænna ríkja, Bandaríkjanna og Evrópu, þarfnast svo sérstakrar umræðu. Hornsteinar íslenskrar varnar- og utanríkisstefnu hafa verið herleysi, varnarsamningurinn við Bandaríkin og aðild Íslands að NATO. Ísland á mikið undir því að ekki verði grundvallarbreytingar í þessu efni. Bæði varnarsamningurinn og stofnsamningur NATO byggir á hugsun um samstarf og samvinnu fullvalda bandalagsríkja. Það að eitt NATO-ríki hafi í hótunum við annað eða geri kröfu um landsvæði þess hefði áður verið óhugsandi. Hingað til hefur NATO talið Rússland undir stjórn Pútíns vera helstu ógnina við bandalagið og heimsfriðinn. Það setur samstarfið í uppnám ef Bandaríkin og Evrópuríki reynast ósammála um þetta mat. Styrkur NATO hefur ekki síst byggt á fullvissu um að sameiginlegar ófrávíkjanlegar varnarskuldbindingar séu fyrir hendi. Skapist óvissa um það, af hálfu Bandaríkjanna, veikist bandalagið gríðarlega. Óvissa um alþjóðalög og leikreglur í samskiptum ríkja Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta á fyrstu vikum hans í embætti setja einnig stórt spurningamerki við virðingu hans fyrir alþjóðalögum, fullveldisrétti og hefðbundnum reglum í samskiptum ríkja. Þessar undirstöður í alþjóðasamskiptum eru gríðarlega mikilvægar, ekki síst fyrir smáríki einsog Ísland. Minni ríki eiga tilvist sína beinlínis undir þessum leikreglum alþjóðasamfélagsins. Um þær hafa Bandaríkin hingað til staðið dyggan vörð. Nú virðist það koma í hlut Evrópu. Til þess verks er ljóst að það þarf sameinaða Evrópu. Það var eftir því tekið að forsætisráðherra Danmerkur fór í fundaferð um álfuna og hitti aðra leiðtoga hennar í kjölfar yfirlýsinga Trumps um Grænland. Ekki stóð á stuðningi þar. Svona þarf að vinna. Evrópusambandið með sinn sameiginlega styrk getur verið minni ríkjum það skjól sem þau þurfa. Tími alvörunnar Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa haldið vel á málstað Íslands og skipað sér í sveit með öðrum vina og bandalagsríkjum okkar í Evrópu í umræðunni að undanförnu. Breið samstaða virðist einnig ríkja á Alþingi um fyrstu viðbrögð við breyttum aðstæðum. Fylgjast þarf vel með þróun mála og endurmeta stöðuna. Hún virðist vera að breytast hratt. Athygli vakti að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fráfarandi varaformaður og fyrrverandi utanríkisráðherra flutti afdráttarlausa ræðu á landsfundi flokksins um helgina. Þar sagði hún að tími alvörunnar væri runninn upp og að núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum væru ekki talsmenn raunverulegs frelsis. Þau væru að leika sér að eldinum. Þessi nýi veruleiki kallaði á nýjar ákvarðanir og breytingar, sem væru áskorun, jafnvel innan hennar eigin flokks. Ekki var skýrt til hvers verið væri að vísa en Þórdís sagði að gæta þurfi að sjálfstæði en um leið væri ljóst að Ísland hefði aldrei þurft á meira samstarfi við önnur ríki en einmitt nú. Utanríkis – og varnarstefna Íslands – næstu skref Ég lýsti þeirri skoðun í Silfrinu fyrir síðustu alþingiskosningar að ef Donald Trump næði kjöri sem forseti Bandaríkjanna þá hlytu að vakna stórar spurningar um hvar við Íslendingar ættum heima í samfélagi þjóðanna. Þær spurningar hafa því miður orðið aðkallandi miklu fyrr, af meiri alvöru og háska en hægt var að vonast eftir. Sú mynd sem er að teiknast upp í heimsmálunum og þau ský sem hrannast upp á sjóndeildarhringnum kallar á að íslensk stjórnmál hefji sig upp úr hefðbundinni flokkapólitík. Ný ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur setti fram í samstarfsyfirlýsingu sinni að utanríkisstefna hennar byggði á mannréttindum, friði og virðingu fyrir alþjóðalögum. Allir þessir þættir eru nú í uppnámi. Ríkisstjórnin einsetti sér einnig að eiga í náinni samvinnu við Evrópusambandið, önnur norræn ríki og Atlantshafsbandalagið. Um þetta eiga allir Íslendingar að geta sameinast. Ákveðið var að mótuð verði öryggis- og varnarmálastefna, til viðbótar við núverandi þjóðaröryggisstefnu. Þessari vinnu þarf að flýta, að mínu mati, og vinna þvert á flokka, einsog kostur er. Samhliða mótun varnar- og öryggisstefnu þurfa ríkisstjórn og Alþingi þegar í stað að greina fjárfestingarþörf vegna innviða og annarra verkefna sem af stefnunni leiða og breytt hættumat kalla á. Augljóst er að bæði þarf að taka tekju- og útgjaldahlið fjárlaga til skoðunar af þessum sökum. Efla þarf samfélagslega innviði, s.s. á sviði heilbrigðismála og almannavarna. Setja þarf sameiginlega miðstöð viðbragðs- og björgunaraðila aftur á dagskrá. Efla þarf Landhelgisgæsluna. Meira en áratugur er síðan gerðar voru tillögur um eflingu sjúkra- og björgunarflugs með flugvélum og þyrlum og lagt til að rekstur þessarar mikilvægu starfsemi yrði á hendi Landhelgisgæslunnar. Átta ár eru síðan að rökstutt álit kom fram í skýrslu um að brýnt væri að koma upp nýjum varaflugvelli á SV-horninu sem lið í öryggiskerfi landsins. Nauðsynlegar ákvarðanir þar um hafa ekki enn verið teknar. Löggæslu þarf að efla og þannig mætti áfram telja. Síðast en ekki síst. Allir ábyrgir stjórnmálaflokkar hljóta einnig að þurfa að ræða sín á milli þá breyttu stöðu sem uppi er og ræða Evrópumálin í miklu víðara samhengi en áður. Það sama á við um allan almenning og hagsmunaaðila. Evrópumálin eru ekki aðeins efnahagsmál og sameiginlegur markaður, heldur einnig öryggismál fyrir Ísland á breiðum grunni. Evrópa talar fyrir mannréttindum, friði, frelsi og alþjóðalögum, rétt einsog við. Ísland þarf að eiga nána og trausta bandamenn og sæti við borðið þegar stefnan til framtíðar er mörkuð. Ríki Evrópu eru slíkir bandamenn. Við hljótum því að þurfa að ræða hvort ekki séu þjóðarhagsmunir í því að flýta skoðun á kostum þess að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu og að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna fari fram sem allra fyrst. Um það ætti að geta náðst breiðari sátt í ljósi alvarlegrar stöðu heimsmálanna. Höfundur er alþingismaður og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun