Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar 25. febrúar 2025 16:32 Lengi hefur því verið haldið fram að íslenska þjóðin sé að eldast. Þetta hefur svo legið til grundvallar framtíðarspám hjá ríki og sveitarfélögum fyrir ýmsa samfélagslega þætti eins og þörf á heilbrigðisþjónustu, öldrunarþjónustu, byggingu hjúkrunarheimila og fleira. Þetta var einnig forsendan fyrir því að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) að meðaltali um 10% árið 2023. Skýringin sem var þá gefin var að endurreikna þyrfti lífslíkur sjóðsfélaga vegna hækkandi lífaldurs þeirra. Skerðingin var svo keyrð í gegn þrátt fyrir aðfinnslur Fjármálaeftirlitsins. Nokkur dómsmál eru í farvatninu þar sem lögmæti þessarar skerðingar verður dregið í efa. Íslenska þjóðin er ein sú yngsta í heiminum sem þýðir að hlutfall þeirra sem eru 65 ára og eldri er talsvert lægra hér en í öðrum löndum. Starfsævin hér á landi er einnig sú lengsta í Evrópu, eða tæplega 46 ár. Þessar tvær staðreyndir ættu að auðvelda lífeyrissjóðum það verkefni að geta skilað sjóðfélögum sínum góðum lífeyri en engu að síður hefur verið gripið til skerðinga. Lífeyrissjóðum er nauðsyn að komast sem næst því hve sjóðsfélagar lifa lengi að meðaltali. Þar liggja til grundvallar útreikningar á lífslíkum sem taka meðal annars mið af aldri og kyni þeirra sem látast á hverju ári. Lífslikur segja svo til um væntan meðallífaldur sjóðsfélaganna og ákvarða þannig hver skuldbinding sjóðsins verður til framtíðar. Tölur frá Hagstofunni sýna að meðalævilengd þjóðarinnar hefur staðið í stað síðan 2012, eins og grafið að neðan sýnir. Rök LSR fyrir skerðingunni 2023 voru þau að lífslíkur sjóðsfélaga væru hærri en gengur og gerist hjá þjóðinni, það er að þeir lifi lengur. Vitað er að meirihluti sjóðsfélaga í LSR eru konur sem lifa lengur en karlar og svo er hlutfall háskólamenntaðra í sjóðnum hærra en þverskurður af þjóðinni segir til um. Ef tekið er tillit til þessara þátta virðist munurinn á tölum Hagstofunnar og útreikninga Félags íslenskra tryggingarstærðfræðinga (FÍT) samt sem áður vera allt of mikill, sjóðsfélögum í óhag. Þessi mismunur vekur spurningar um þá aðferðarfræði sem FÍT notar við þessa útreikninga. FÍT telur að lífaldur og lífslíkur séu að hækka hér á landi en tölur Hagstofunnar sýna að þessar breytur standa í stað síðasta áratuginn. Sú þróun í þá veru að líflslíkur standi í stað og jafnvel lækki, hefur verið að koma fram hjá fleiri Evrópulöndum enÍslandi. Aldurskúrfa ævilengdar er því heilt yfir að fletjast út en ekki að hækka sem þó var forsendan fyrir skerðingunni hjá LSR árið 2023 eins og áður var nefnt. Þetta þýðir að sjóðsfélagar í íslenskum lífeyrissjóðum eru að fá lægri lífeyrisgreiðslur en þeir ættu að fá. Þessi þróun var svo undirstrikuð í niðurstöðum rannsóknar sem nýverið voru birtar í hinu virta heilbrigðistímariti Lancet en þar voru rannsakaðar lífslíkur í Evrópu, að Íslandi meðtöldu, frá tímabilinu 1990-2021. Eina landið sem sýndi hækkandi lífslíkur var Noregur en hin löndin stóðu í stað eða lækkuðu. Þetta undirstrikar niðurstöður Hagstofunnar um það að meðalævilengd íslensku þjóðarinnar hafi staðið í stað undanfarin ár, eða allt frá árinu 2012, og síðasta mæling Hagstofunnar sýnir svo að meðalævilengd þjóðarinnar er að lækka. Það er því ýmislegt sem vekur spurningar um útreikninga FÍT á lífslíkum sjóðsfélaga LSR. Samkvæmt 14. gr. reglugerðar um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 391/1998, er kveðið á um að við mat á dánar- og lífslíkum skuli nota nýjustu dánar- og eftirlifendatöflur, sem útgefnar eru af ráðherra að fengnum tillögum FÍT. Þetta þýðir að málið snertir alla lífeyrissjóði landsins. Enginn þar til bær aðili gæðavottar útreikninga né aðferðir FÍT. Vissulega er Fjármálaeftirlitið eftirlitsaðili með íslenskum lífeyrissjóðum en hér þarf til sérhæfðari fagaðila. Það er því kominn tími til að endurskoða þá aðferðarfræði sem notast er við í útreikningum á lífslíkum sjóðsfélaga hjá íslenskum lífeyrissjóðum og fá hlutlausan fagaðila til að fara yfir hana. Síðast en ekki síst er mikilvægt að gera ráð fyrir því að þjóðin sé hætt að eldast og skila lífeyrisskerðingum til baka til sjóðsfélaga. Höfundur er hagfræðingur, MSc. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Lengi hefur því verið haldið fram að íslenska þjóðin sé að eldast. Þetta hefur svo legið til grundvallar framtíðarspám hjá ríki og sveitarfélögum fyrir ýmsa samfélagslega þætti eins og þörf á heilbrigðisþjónustu, öldrunarþjónustu, byggingu hjúkrunarheimila og fleira. Þetta var einnig forsendan fyrir því að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) að meðaltali um 10% árið 2023. Skýringin sem var þá gefin var að endurreikna þyrfti lífslíkur sjóðsfélaga vegna hækkandi lífaldurs þeirra. Skerðingin var svo keyrð í gegn þrátt fyrir aðfinnslur Fjármálaeftirlitsins. Nokkur dómsmál eru í farvatninu þar sem lögmæti þessarar skerðingar verður dregið í efa. Íslenska þjóðin er ein sú yngsta í heiminum sem þýðir að hlutfall þeirra sem eru 65 ára og eldri er talsvert lægra hér en í öðrum löndum. Starfsævin hér á landi er einnig sú lengsta í Evrópu, eða tæplega 46 ár. Þessar tvær staðreyndir ættu að auðvelda lífeyrissjóðum það verkefni að geta skilað sjóðfélögum sínum góðum lífeyri en engu að síður hefur verið gripið til skerðinga. Lífeyrissjóðum er nauðsyn að komast sem næst því hve sjóðsfélagar lifa lengi að meðaltali. Þar liggja til grundvallar útreikningar á lífslíkum sem taka meðal annars mið af aldri og kyni þeirra sem látast á hverju ári. Lífslikur segja svo til um væntan meðallífaldur sjóðsfélaganna og ákvarða þannig hver skuldbinding sjóðsins verður til framtíðar. Tölur frá Hagstofunni sýna að meðalævilengd þjóðarinnar hefur staðið í stað síðan 2012, eins og grafið að neðan sýnir. Rök LSR fyrir skerðingunni 2023 voru þau að lífslíkur sjóðsfélaga væru hærri en gengur og gerist hjá þjóðinni, það er að þeir lifi lengur. Vitað er að meirihluti sjóðsfélaga í LSR eru konur sem lifa lengur en karlar og svo er hlutfall háskólamenntaðra í sjóðnum hærra en þverskurður af þjóðinni segir til um. Ef tekið er tillit til þessara þátta virðist munurinn á tölum Hagstofunnar og útreikninga Félags íslenskra tryggingarstærðfræðinga (FÍT) samt sem áður vera allt of mikill, sjóðsfélögum í óhag. Þessi mismunur vekur spurningar um þá aðferðarfræði sem FÍT notar við þessa útreikninga. FÍT telur að lífaldur og lífslíkur séu að hækka hér á landi en tölur Hagstofunnar sýna að þessar breytur standa í stað síðasta áratuginn. Sú þróun í þá veru að líflslíkur standi í stað og jafnvel lækki, hefur verið að koma fram hjá fleiri Evrópulöndum enÍslandi. Aldurskúrfa ævilengdar er því heilt yfir að fletjast út en ekki að hækka sem þó var forsendan fyrir skerðingunni hjá LSR árið 2023 eins og áður var nefnt. Þetta þýðir að sjóðsfélagar í íslenskum lífeyrissjóðum eru að fá lægri lífeyrisgreiðslur en þeir ættu að fá. Þessi þróun var svo undirstrikuð í niðurstöðum rannsóknar sem nýverið voru birtar í hinu virta heilbrigðistímariti Lancet en þar voru rannsakaðar lífslíkur í Evrópu, að Íslandi meðtöldu, frá tímabilinu 1990-2021. Eina landið sem sýndi hækkandi lífslíkur var Noregur en hin löndin stóðu í stað eða lækkuðu. Þetta undirstrikar niðurstöður Hagstofunnar um það að meðalævilengd íslensku þjóðarinnar hafi staðið í stað undanfarin ár, eða allt frá árinu 2012, og síðasta mæling Hagstofunnar sýnir svo að meðalævilengd þjóðarinnar er að lækka. Það er því ýmislegt sem vekur spurningar um útreikninga FÍT á lífslíkum sjóðsfélaga LSR. Samkvæmt 14. gr. reglugerðar um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 391/1998, er kveðið á um að við mat á dánar- og lífslíkum skuli nota nýjustu dánar- og eftirlifendatöflur, sem útgefnar eru af ráðherra að fengnum tillögum FÍT. Þetta þýðir að málið snertir alla lífeyrissjóði landsins. Enginn þar til bær aðili gæðavottar útreikninga né aðferðir FÍT. Vissulega er Fjármálaeftirlitið eftirlitsaðili með íslenskum lífeyrissjóðum en hér þarf til sérhæfðari fagaðila. Það er því kominn tími til að endurskoða þá aðferðarfræði sem notast er við í útreikningum á lífslíkum sjóðsfélaga hjá íslenskum lífeyrissjóðum og fá hlutlausan fagaðila til að fara yfir hana. Síðast en ekki síst er mikilvægt að gera ráð fyrir því að þjóðin sé hætt að eldast og skila lífeyrisskerðingum til baka til sjóðsfélaga. Höfundur er hagfræðingur, MSc.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun