Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2025 07:01 Ferðaþjónustubóndinn í Laxnesi krefst þess fyrir dómi að kylfingum verði bannað að aka veg sem liggur um land sem hann á hluta í að Bakkakotsvelli í Mosfellsdal. Vísir/Vilhelm Landeigandi í Laxnesi í Mosfellsdal hefur höfðað mál gegn Mosfellsbæ og Golfklúbbi Mosfellsbæjar til þess að banna kylfingum að aka bílum sínum að Bakkakotsvelli um veg sem liggur að hluta um land hans. Framkvæmdastjóri klúbbsins segir félagsmenn hafa ekið veginn frá því að völlurinn opnaði á 10. áratug síðustu aldar. Vegurinn umdeildi er malarvegur sem liggur frá Þingvallavegi að Bakkakotsvelli sem Golfklúbbur Mosfellsbæjar rekur. Hann liggur að hluta í gegnum jörðina Laxnes 1 sem sveitarfélagið Mosfellsbær á fjórðung í. Þórarinn „Póri“ Jónsson, sem hefur rekið hestaleiguna í Laxnesi um áratugaskeið, hefur lengi barist við sveitarfélagið um veginn og gegn því sem hann telur ólögmæta notkun á reiðstíg. Óánægja hans hefur aðeins aukist eftir því sem starfsemi golfklúbbsins hefur aukist á undanförnum árum. Landeigandinn hefur nú stefnt bæði bænum og golfklúbbnum til þess að ná kröfum sínum fram. Krefst Þórarinn þess að Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenni að golfklúbbnum sé óheimilt að nota veginn undir starfsemi sína og að bænum sé óheimilt að halda veginum við. Heldur hann því fram að umferð um veginn skapi hættu fyrir þá sem sækja í ferðaþjónustustarfsemi hans. Þórarinn í Laxnesi hefur lengi eldað grátt silfur saman með bæjaryfirvöldum í Mosfellsbæ vegna jarðar í Mosfellsdal.Vísir/Vilhelm Hefur kallað til lögreglu og krafist lögbanns Í stefnu Þórarins er rakið hvernig hann hafi margsinnis gert athugasemdir við nýtingu vegarins og kvartað undan því að bærinn léti breikka hann, rykbinda og hefla allt frá árinu 2007. Þórarinn kallaði meðal annars til lögreglu þegar veghefill á vegum Mosfellsbæjar vann að stækkun vegarins árið 2015 og fimm árum síðar vísaði hann frá flutningabíl og veghefli sem áttu að leggja möl á veginn að fyrirmælum Mosfellsbæjar. Lögbannsbeiðnum Þórarins hefur verð hafnað í tvígang í gengum tíðina. Auk Þórarins og Mosfellsbæjar eiga svonefndar Wathne-systur fjórðungshlut í Laxnesi 1 en dánarbú systur hans á um 44 prósent hlut. Sjálfur á Þórarinn 5,95 prósent í jörðinni samkvæmt stefnunni. Málið var tekið fyrir í héraðsdómi í gær. Lögmaður bæjarins og golfklúbbsins krefst þess að stefnunni verði vísað frá dómi, meðal annars á þeim forsendum að Þórarinn geti ekki staðið að stefnunni, einn eigenda Laxness 1. Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Klúbburinn heldur sig til hlés Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segir að klúbburinn sé með samkomulag við Mosfellsbæ um afnot af veginum. Félagsmenn hafi ekið veginn allt frá því að Bakkakotsvöllur opnaði. Klúbburinn var stofnaður á tíunda áratug síðustu aldar. Deilan sé í raun á milli landeigandans í Laxnesi og bæjarins og klúbburinn standi utan við þær. Samskipti klúbbsins við Þórarinn hafi verið góð í gegnum tíðina. „Við ætlum bara að bíða rólega og sjá hvernig þetta fer allt. Ég vona nú að við missum ekki afnot af honum,“ segir Ágúst um dómsmálið. Fari svo að dómstóllinn fallist á kröfu Þórarins þurfi klúbburinn að finna aðra lausn en það gæti reynst erfitt. Klúbbhús Golfklúbbs Mosfellsbæjar við Hlíðavöll í Mosfellsbæ. Hann rekur einnig Bakkakotsvöll sem tengist deilum Þórarins við sveitarfélagið.Vísir/Vilhelm Krefst einnig bóta vegna vatnstöku bæjarins Vegamálið er ekki það eina sem Þórarinn hefur þrætt um við Mosfellsbæ. Mál hans gegn bænum vegna vatnstöku í Laxnesi 1 er nú til umfjöllunar hjá Landsrétti. Þar krefst Þórarinn þess að bótaskylda bæjarins gegn honum verði viðurkennd. Mosfellsbær hefur tekið grunnvatn úr vatnsbólinu Laxnesdýjum til almenningsþarfar fyrir sveitarfélagið í krafti eignarhlutar síns í jörðinni. Vatnstökunni fylgja ýmsar kvaðir um vatnsvernd sem Þórarinn telur að takmarki afnot hans af eigninni. Hann eigi rétt á bótum fyrir vatnsvinnsluna og íþyngjandi takmarkana sem henni fylgi. Bærinn hefur neitað kröfum Þórarins um greiðslur fyrir vatnstökuna og vann málið í héraði. Mosfellsbær Vegagerð Golfvellir Golf Dómsmál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Vegurinn umdeildi er malarvegur sem liggur frá Þingvallavegi að Bakkakotsvelli sem Golfklúbbur Mosfellsbæjar rekur. Hann liggur að hluta í gegnum jörðina Laxnes 1 sem sveitarfélagið Mosfellsbær á fjórðung í. Þórarinn „Póri“ Jónsson, sem hefur rekið hestaleiguna í Laxnesi um áratugaskeið, hefur lengi barist við sveitarfélagið um veginn og gegn því sem hann telur ólögmæta notkun á reiðstíg. Óánægja hans hefur aðeins aukist eftir því sem starfsemi golfklúbbsins hefur aukist á undanförnum árum. Landeigandinn hefur nú stefnt bæði bænum og golfklúbbnum til þess að ná kröfum sínum fram. Krefst Þórarinn þess að Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenni að golfklúbbnum sé óheimilt að nota veginn undir starfsemi sína og að bænum sé óheimilt að halda veginum við. Heldur hann því fram að umferð um veginn skapi hættu fyrir þá sem sækja í ferðaþjónustustarfsemi hans. Þórarinn í Laxnesi hefur lengi eldað grátt silfur saman með bæjaryfirvöldum í Mosfellsbæ vegna jarðar í Mosfellsdal.Vísir/Vilhelm Hefur kallað til lögreglu og krafist lögbanns Í stefnu Þórarins er rakið hvernig hann hafi margsinnis gert athugasemdir við nýtingu vegarins og kvartað undan því að bærinn léti breikka hann, rykbinda og hefla allt frá árinu 2007. Þórarinn kallaði meðal annars til lögreglu þegar veghefill á vegum Mosfellsbæjar vann að stækkun vegarins árið 2015 og fimm árum síðar vísaði hann frá flutningabíl og veghefli sem áttu að leggja möl á veginn að fyrirmælum Mosfellsbæjar. Lögbannsbeiðnum Þórarins hefur verð hafnað í tvígang í gengum tíðina. Auk Þórarins og Mosfellsbæjar eiga svonefndar Wathne-systur fjórðungshlut í Laxnesi 1 en dánarbú systur hans á um 44 prósent hlut. Sjálfur á Þórarinn 5,95 prósent í jörðinni samkvæmt stefnunni. Málið var tekið fyrir í héraðsdómi í gær. Lögmaður bæjarins og golfklúbbsins krefst þess að stefnunni verði vísað frá dómi, meðal annars á þeim forsendum að Þórarinn geti ekki staðið að stefnunni, einn eigenda Laxness 1. Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Klúbburinn heldur sig til hlés Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segir að klúbburinn sé með samkomulag við Mosfellsbæ um afnot af veginum. Félagsmenn hafi ekið veginn allt frá því að Bakkakotsvöllur opnaði. Klúbburinn var stofnaður á tíunda áratug síðustu aldar. Deilan sé í raun á milli landeigandans í Laxnesi og bæjarins og klúbburinn standi utan við þær. Samskipti klúbbsins við Þórarinn hafi verið góð í gegnum tíðina. „Við ætlum bara að bíða rólega og sjá hvernig þetta fer allt. Ég vona nú að við missum ekki afnot af honum,“ segir Ágúst um dómsmálið. Fari svo að dómstóllinn fallist á kröfu Þórarins þurfi klúbburinn að finna aðra lausn en það gæti reynst erfitt. Klúbbhús Golfklúbbs Mosfellsbæjar við Hlíðavöll í Mosfellsbæ. Hann rekur einnig Bakkakotsvöll sem tengist deilum Þórarins við sveitarfélagið.Vísir/Vilhelm Krefst einnig bóta vegna vatnstöku bæjarins Vegamálið er ekki það eina sem Þórarinn hefur þrætt um við Mosfellsbæ. Mál hans gegn bænum vegna vatnstöku í Laxnesi 1 er nú til umfjöllunar hjá Landsrétti. Þar krefst Þórarinn þess að bótaskylda bæjarins gegn honum verði viðurkennd. Mosfellsbær hefur tekið grunnvatn úr vatnsbólinu Laxnesdýjum til almenningsþarfar fyrir sveitarfélagið í krafti eignarhlutar síns í jörðinni. Vatnstökunni fylgja ýmsar kvaðir um vatnsvernd sem Þórarinn telur að takmarki afnot hans af eigninni. Hann eigi rétt á bótum fyrir vatnsvinnsluna og íþyngjandi takmarkana sem henni fylgi. Bærinn hefur neitað kröfum Þórarins um greiðslur fyrir vatnstökuna og vann málið í héraði.
Mosfellsbær Vegagerð Golfvellir Golf Dómsmál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira