Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2025 07:01 Ferðaþjónustubóndinn í Laxnesi krefst þess fyrir dómi að kylfingum verði bannað að aka veg sem liggur um land sem hann á hluta í að Bakkakotsvelli í Mosfellsdal. Vísir/Vilhelm Landeigandi í Laxnesi í Mosfellsdal hefur höfðað mál gegn Mosfellsbæ og Golfklúbbi Mosfellsbæjar til þess að banna kylfingum að aka bílum sínum að Bakkakotsvelli um veg sem liggur að hluta um land hans. Framkvæmdastjóri klúbbsins segir félagsmenn hafa ekið veginn frá því að völlurinn opnaði á 10. áratug síðustu aldar. Vegurinn umdeildi er malarvegur sem liggur frá Þingvallavegi að Bakkakotsvelli sem Golfklúbbur Mosfellsbæjar rekur. Hann liggur að hluta í gegnum jörðina Laxnes 1 sem sveitarfélagið Mosfellsbær á fjórðung í. Þórarinn „Póri“ Jónsson, sem hefur rekið hestaleiguna í Laxnesi um áratugaskeið, hefur lengi barist við sveitarfélagið um veginn og gegn því sem hann telur ólögmæta notkun á reiðstíg. Óánægja hans hefur aðeins aukist eftir því sem starfsemi golfklúbbsins hefur aukist á undanförnum árum. Landeigandinn hefur nú stefnt bæði bænum og golfklúbbnum til þess að ná kröfum sínum fram. Krefst Þórarinn þess að Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenni að golfklúbbnum sé óheimilt að nota veginn undir starfsemi sína og að bænum sé óheimilt að halda veginum við. Heldur hann því fram að umferð um veginn skapi hættu fyrir þá sem sækja í ferðaþjónustustarfsemi hans. Þórarinn í Laxnesi hefur lengi eldað grátt silfur saman með bæjaryfirvöldum í Mosfellsbæ vegna jarðar í Mosfellsdal.Vísir/Vilhelm Hefur kallað til lögreglu og krafist lögbanns Í stefnu Þórarins er rakið hvernig hann hafi margsinnis gert athugasemdir við nýtingu vegarins og kvartað undan því að bærinn léti breikka hann, rykbinda og hefla allt frá árinu 2007. Þórarinn kallaði meðal annars til lögreglu þegar veghefill á vegum Mosfellsbæjar vann að stækkun vegarins árið 2015 og fimm árum síðar vísaði hann frá flutningabíl og veghefli sem áttu að leggja möl á veginn að fyrirmælum Mosfellsbæjar. Lögbannsbeiðnum Þórarins hefur verð hafnað í tvígang í gengum tíðina. Auk Þórarins og Mosfellsbæjar eiga svonefndar Wathne-systur fjórðungshlut í Laxnesi 1 en dánarbú systur hans á um 44 prósent hlut. Sjálfur á Þórarinn 5,95 prósent í jörðinni samkvæmt stefnunni. Málið var tekið fyrir í héraðsdómi í gær. Lögmaður bæjarins og golfklúbbsins krefst þess að stefnunni verði vísað frá dómi, meðal annars á þeim forsendum að Þórarinn geti ekki staðið að stefnunni, einn eigenda Laxness 1. Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Klúbburinn heldur sig til hlés Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segir að klúbburinn sé með samkomulag við Mosfellsbæ um afnot af veginum. Félagsmenn hafi ekið veginn allt frá því að Bakkakotsvöllur opnaði. Klúbburinn var stofnaður á tíunda áratug síðustu aldar. Deilan sé í raun á milli landeigandans í Laxnesi og bæjarins og klúbburinn standi utan við þær. Samskipti klúbbsins við Þórarinn hafi verið góð í gegnum tíðina. „Við ætlum bara að bíða rólega og sjá hvernig þetta fer allt. Ég vona nú að við missum ekki afnot af honum,“ segir Ágúst um dómsmálið. Fari svo að dómstóllinn fallist á kröfu Þórarins þurfi klúbburinn að finna aðra lausn en það gæti reynst erfitt. Klúbbhús Golfklúbbs Mosfellsbæjar við Hlíðavöll í Mosfellsbæ. Hann rekur einnig Bakkakotsvöll sem tengist deilum Þórarins við sveitarfélagið.Vísir/Vilhelm Krefst einnig bóta vegna vatnstöku bæjarins Vegamálið er ekki það eina sem Þórarinn hefur þrætt um við Mosfellsbæ. Mál hans gegn bænum vegna vatnstöku í Laxnesi 1 er nú til umfjöllunar hjá Landsrétti. Þar krefst Þórarinn þess að bótaskylda bæjarins gegn honum verði viðurkennd. Mosfellsbær hefur tekið grunnvatn úr vatnsbólinu Laxnesdýjum til almenningsþarfar fyrir sveitarfélagið í krafti eignarhlutar síns í jörðinni. Vatnstökunni fylgja ýmsar kvaðir um vatnsvernd sem Þórarinn telur að takmarki afnot hans af eigninni. Hann eigi rétt á bótum fyrir vatnsvinnsluna og íþyngjandi takmarkana sem henni fylgi. Bærinn hefur neitað kröfum Þórarins um greiðslur fyrir vatnstökuna og vann málið í héraði. Mosfellsbær Vegagerð Golfvellir Golf Dómsmál Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Vegurinn umdeildi er malarvegur sem liggur frá Þingvallavegi að Bakkakotsvelli sem Golfklúbbur Mosfellsbæjar rekur. Hann liggur að hluta í gegnum jörðina Laxnes 1 sem sveitarfélagið Mosfellsbær á fjórðung í. Þórarinn „Póri“ Jónsson, sem hefur rekið hestaleiguna í Laxnesi um áratugaskeið, hefur lengi barist við sveitarfélagið um veginn og gegn því sem hann telur ólögmæta notkun á reiðstíg. Óánægja hans hefur aðeins aukist eftir því sem starfsemi golfklúbbsins hefur aukist á undanförnum árum. Landeigandinn hefur nú stefnt bæði bænum og golfklúbbnum til þess að ná kröfum sínum fram. Krefst Þórarinn þess að Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenni að golfklúbbnum sé óheimilt að nota veginn undir starfsemi sína og að bænum sé óheimilt að halda veginum við. Heldur hann því fram að umferð um veginn skapi hættu fyrir þá sem sækja í ferðaþjónustustarfsemi hans. Þórarinn í Laxnesi hefur lengi eldað grátt silfur saman með bæjaryfirvöldum í Mosfellsbæ vegna jarðar í Mosfellsdal.Vísir/Vilhelm Hefur kallað til lögreglu og krafist lögbanns Í stefnu Þórarins er rakið hvernig hann hafi margsinnis gert athugasemdir við nýtingu vegarins og kvartað undan því að bærinn léti breikka hann, rykbinda og hefla allt frá árinu 2007. Þórarinn kallaði meðal annars til lögreglu þegar veghefill á vegum Mosfellsbæjar vann að stækkun vegarins árið 2015 og fimm árum síðar vísaði hann frá flutningabíl og veghefli sem áttu að leggja möl á veginn að fyrirmælum Mosfellsbæjar. Lögbannsbeiðnum Þórarins hefur verð hafnað í tvígang í gengum tíðina. Auk Þórarins og Mosfellsbæjar eiga svonefndar Wathne-systur fjórðungshlut í Laxnesi 1 en dánarbú systur hans á um 44 prósent hlut. Sjálfur á Þórarinn 5,95 prósent í jörðinni samkvæmt stefnunni. Málið var tekið fyrir í héraðsdómi í gær. Lögmaður bæjarins og golfklúbbsins krefst þess að stefnunni verði vísað frá dómi, meðal annars á þeim forsendum að Þórarinn geti ekki staðið að stefnunni, einn eigenda Laxness 1. Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Klúbburinn heldur sig til hlés Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar, segir að klúbburinn sé með samkomulag við Mosfellsbæ um afnot af veginum. Félagsmenn hafi ekið veginn allt frá því að Bakkakotsvöllur opnaði. Klúbburinn var stofnaður á tíunda áratug síðustu aldar. Deilan sé í raun á milli landeigandans í Laxnesi og bæjarins og klúbburinn standi utan við þær. Samskipti klúbbsins við Þórarinn hafi verið góð í gegnum tíðina. „Við ætlum bara að bíða rólega og sjá hvernig þetta fer allt. Ég vona nú að við missum ekki afnot af honum,“ segir Ágúst um dómsmálið. Fari svo að dómstóllinn fallist á kröfu Þórarins þurfi klúbburinn að finna aðra lausn en það gæti reynst erfitt. Klúbbhús Golfklúbbs Mosfellsbæjar við Hlíðavöll í Mosfellsbæ. Hann rekur einnig Bakkakotsvöll sem tengist deilum Þórarins við sveitarfélagið.Vísir/Vilhelm Krefst einnig bóta vegna vatnstöku bæjarins Vegamálið er ekki það eina sem Þórarinn hefur þrætt um við Mosfellsbæ. Mál hans gegn bænum vegna vatnstöku í Laxnesi 1 er nú til umfjöllunar hjá Landsrétti. Þar krefst Þórarinn þess að bótaskylda bæjarins gegn honum verði viðurkennd. Mosfellsbær hefur tekið grunnvatn úr vatnsbólinu Laxnesdýjum til almenningsþarfar fyrir sveitarfélagið í krafti eignarhlutar síns í jörðinni. Vatnstökunni fylgja ýmsar kvaðir um vatnsvernd sem Þórarinn telur að takmarki afnot hans af eigninni. Hann eigi rétt á bótum fyrir vatnsvinnsluna og íþyngjandi takmarkana sem henni fylgi. Bærinn hefur neitað kröfum Þórarins um greiðslur fyrir vatnstökuna og vann málið í héraði.
Mosfellsbær Vegagerð Golfvellir Golf Dómsmál Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira