Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Gunnar Reynir Valþórsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 18. febrúar 2025 07:15 Ekkert um Úkraínu nema með Úkraínu, sögðu menn. En hvað nú? Vólódímír Selenskí og aðrir Evrópuleiðtogar hafa verið settir á bekkinn í bili. Getty Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hittast á fundi í Sádí Arabíu nú í morgunsárið þar sem Úkraínustríðið verður til umræðu. Þetta er í fyrsta sinn sem háttsettir fulltrúar ríkjanna tveggja ræðast við augliti til auglits frá því Rússar réðust inn í Úkraínu af fullum krafti. Á fundinum verða utanríkiráðherrarnir Sergei Lavrov frá Rússlandi og Bandaríkjamaðurinn Marco Rubio en fulltrúum Úkraínu er hinsvegar ekki boðið og ekki heldur fulltrúum Evrópuríkjanna. Bandaríkjamenn segja um könnunarviðræður að ræða til þess að kanna hvort Rússar séu í raun og veru tilbúnir til að láta af stríðsrekstrinum. Rússar segja tilgang viðræðnanna hinsvegar að koma eðlilegu skikki á samskipti ríkjanna tveggja, sem hafa verið í frosti frá því Rússar gerðu innrásina. Þá er fundinum einnig ætlað að undirbúa jarðveginn fyrir leiðtogafund Donalds Trump og Vladimírs Pútíns. Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegar sagt að það komi ekki til greina að virða samninga sem séu gerðir í hans fjarveru. Evrópa verði að axla aukna ábyrgð á öryggismálum Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, biðlaði til Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær að styðja við evrópska friðargæsluliða í Úkraínu ef samið verður um frið, til þess að koma í veg fyrir að átök brjótist út á ný. Ef marka má erlenda miðla er þó ekki eining meðal Evrópuleiðtoga um að senda friðargæsluliða til Úkraínu. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sem stendur frammi fyrir kosningum í heimalandinu, er meðal þeirra sem er sagður hafa verið á móti því að eiga þá umræðu á þessum tímapunkti. Leiðtogarnir funduðu í París í gær en eftir fundinn sagði Starmer að friður yrði ekki tryggður í Úkraínu án aðkomu Bandaríkjamanna. Það er að segja að þeir þyrftu að eiga aðkomu að málum til að tryggja að Rússar létu af yfirgangi sínum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagðist hafa rætt við bæði Trump og Selenskí og sagði aðila munu vinna saman að friði í Úkraínu, jafnvel þótt Úkraínumenn og Evrópumenn hafi verið settir á hliðarlínuna í viðræðum Bandaríkjamanna og Rússa. Starmer fullyrti fyrir sitt leyti að Bandaríkjamenn væru ekki á leið úr Atlantshafsbandalaginu en hins vegar væri kominn tími til að Evrópumenn öxluðu aukna ábyrgð á öryggi sínu. Um þetta virðist hafa verið almenn sátt á fundinum í París. Úkraína Bandaríkin Rússland Frakkland Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem háttsettir fulltrúar ríkjanna tveggja ræðast við augliti til auglits frá því Rússar réðust inn í Úkraínu af fullum krafti. Á fundinum verða utanríkiráðherrarnir Sergei Lavrov frá Rússlandi og Bandaríkjamaðurinn Marco Rubio en fulltrúum Úkraínu er hinsvegar ekki boðið og ekki heldur fulltrúum Evrópuríkjanna. Bandaríkjamenn segja um könnunarviðræður að ræða til þess að kanna hvort Rússar séu í raun og veru tilbúnir til að láta af stríðsrekstrinum. Rússar segja tilgang viðræðnanna hinsvegar að koma eðlilegu skikki á samskipti ríkjanna tveggja, sem hafa verið í frosti frá því Rússar gerðu innrásina. Þá er fundinum einnig ætlað að undirbúa jarðveginn fyrir leiðtogafund Donalds Trump og Vladimírs Pútíns. Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegar sagt að það komi ekki til greina að virða samninga sem séu gerðir í hans fjarveru. Evrópa verði að axla aukna ábyrgð á öryggismálum Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, biðlaði til Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær að styðja við evrópska friðargæsluliða í Úkraínu ef samið verður um frið, til þess að koma í veg fyrir að átök brjótist út á ný. Ef marka má erlenda miðla er þó ekki eining meðal Evrópuleiðtoga um að senda friðargæsluliða til Úkraínu. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sem stendur frammi fyrir kosningum í heimalandinu, er meðal þeirra sem er sagður hafa verið á móti því að eiga þá umræðu á þessum tímapunkti. Leiðtogarnir funduðu í París í gær en eftir fundinn sagði Starmer að friður yrði ekki tryggður í Úkraínu án aðkomu Bandaríkjamanna. Það er að segja að þeir þyrftu að eiga aðkomu að málum til að tryggja að Rússar létu af yfirgangi sínum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagðist hafa rætt við bæði Trump og Selenskí og sagði aðila munu vinna saman að friði í Úkraínu, jafnvel þótt Úkraínumenn og Evrópumenn hafi verið settir á hliðarlínuna í viðræðum Bandaríkjamanna og Rússa. Starmer fullyrti fyrir sitt leyti að Bandaríkjamenn væru ekki á leið úr Atlantshafsbandalaginu en hins vegar væri kominn tími til að Evrópumenn öxluðu aukna ábyrgð á öryggi sínu. Um þetta virðist hafa verið almenn sátt á fundinum í París.
Úkraína Bandaríkin Rússland Frakkland Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira