Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Jón Þór Stefánsson skrifar 14. febrúar 2025 13:40 Skólalóð Breiðholtsskóla. Vísir/Vilhelm Starfsfólk Breiðholtsskóla segist harma úrræðaleysi stjórnvalda, en undanfarna daga hefur verið fjallað um ógnarástand í einum árgangi skólans þar sem andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi er sagt eiga sér stað. Í yfirlýsingu frá kennurum, skólaliðum og öðru starfsfólk Breiðholtsskóla segir að skólinn sé góður skóli með vinalegan brag og skólamenningu. Börn í íslenskum grunnskólum glími þó í auknum mæli við ýmis vandamál, og námsvanda. Geta ekki gripið inn í það sem gerist utan skóla „Þau geta sýnt ógnandi hegðun, meitt og strítt. Börn eru jafnvel í slagtogi við nemendur úr öðrum skólum og sýna utan skólatíma ógnandi og ofbeldisfulla hegðun. Slíkt getur smitast inn í skólana í formi ótta skólasystkina við þau. Starfsmenn skóla hafa ekki lagalegar heimildir til að grípa inn í atburðarás sem gerist að vinnudegi loknum og geta með því beinlínis ógnað eigin öryggi,“ segir í yfirlýsingunni. Það sé á ábyrgð forráðamanna, félagsþjónustu, lögreglu, barnaverndaryfirvalda og Reykjavíkurborgar að taka þessum málum sem starfsfólk skólans megi ekki skipta sér að. „Af allri umræðu um skólamál og vaxandi ofbeldi í samfélaginu er ljóst að sveitarfélög þurfa að fara að hugsa sinn gang og tryggja bæði öryggi nemenda og starfsmanna á sínum vinnustöðum.“ Þá segir að sérhverjum sem kemur að grunnskólamálum megi vera ljóst að „alda harðnandi ofbeldis“ hafi skollið á samfélaginu öllu. og þar með töldum skólunum. Greint hefur verið frá því Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar kannist ekki við meint ofbeldi og einelti í Breiðholtsskóla. „Yfirlýsingar þess efnis í fjölmiðlum að ofangreindir aðilar kannist ekki við þessa þróun kemur starfsmönnum Breiðholtsskóla í opna skjöldu og er í hrópandi ósamræmi við þá upplýsingagjöf sem verið hefur á undanförnum misserum. Við veltum nú fyrir okkur hvað veldur og hvers vegna boltanum er varpað aftur á starfsmenn þegar úrræðaleysi og aðstoð við börn í vanda er alfarið á ábyrgð sveitarfélagsins,“ segir í yfirlýsingunni. „Alls staðar og ítrekað er komið að lokuðum dyrum. Nemendurnir skulu sækja sinn hverfisskóla og þar með ógna bekkjarsystkinum sínum, þó ekki sé nema með nærverunni einni. Þeir komast ekki að í Brúarskóla, Klettaskóla, BUGL eða annars staðar vegna langra biðlista. Enn lengri er biðin eftir að fá greiningu á þroskafrávikum.“ Gengjamyndun ekki bundin við Breiðholtið Þá segir að gengjamyndun sé ekki bundin við Breiðholtið og að hún þekkist víða. „Við grafalvarlegt og vaxandi þjóðarmein er að etja. Börnin líða fyrir það á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi. Samfélagslegur kostnaður verður aðeins sífellt hærri og við starfsfólkið upplifum daglega ábyrgðar- og skilningsleysi ráðamanna á eigin skinni. Við finnum einnig til vanmáttar og öryggisleysis innan vinnustaðarins. Það fást fáir til að starfa lengi við slíkar aðstæður.“ Þá sé Breiðholtsskóli nú gerður að andliti ofbeldismenningar og þykir starfsfólkinu umfjöllunin einhliða. „Við sem starfsfólk við skólann gerum allt sem í okkar valdi stendur, innan þeirra verklagsreglna sem okkur eru settar. Fyrir hönd skjólstæðinga okkar og okkar sjálfra krefjumst við tafarlausra úrbóta í þessum málaflokki heilt yfir.“ Yfirlýsingu starfsmannanna má sjá hér fyrir neðan: Skólinn okkar, Breiðholtsskóli, er góður skóli með vinalegan brag og skólamenningu. Í skólanum er öflug frímínútnagæsla. Verði gæslufólk sjálft vitni að stríðni eða annarri óæskilegri hegðun, eða barn lætur vita af henni, eru öll slík mál tekin föstum tökum eins og annar ágreiningur barna í frímínútum. Við vinnum úr öllum málum sem geta á einhvern hátt flokkast sem áreitni eða ofbeldi. Virk og öflug eineltisstefna er sömuleiðis við skólann og er ákveðið eftirlitsferli sett af stað um leið og grunur leikur á að um einelti geti verið að ræða. Þannig er fjölmörgum mögulega slæmum samskiptum afstýrt. Innan bekkja er unnið með vináttu, góðan bekkjaranda og einkunnarorð skólans; ábyrgð, traust og tillitssemi. Börn í íslenskum grunnskólum eiga í auknum mæli í tilfinninga-, hegðunar-, og félagslegum vanda, auk námsvanda. Þau geta sýnt ógnandi hegðun, meitt og strítt. Börn eru jafnvel í slagtogi við nemendur úr öðrum skólum og sýna utan skólatíma ógnandi og ofbeldisfulla hegðun. Slíkt getur smitast inn í skólana í formi ótta skólasystkina við þau. Starfsmenn skóla hafa ekki lagalegar heimildir til að grípa inn í atburðarás sem gerist að vinnudegi loknum og geta með því beinlínis ógnað eigin öryggi. Það er á ábyrgð forráðamanna, félagsþjónustu, lögreglu, barnaverndaryfirvalda og Reykjavíkurborgar. Af allri umræðu um skólamál og vaxandi ofbeldi í samfélaginu er ljóst að sveitarfélög þurfa að fara að hugsa sinn gang og tryggja bæði öryggi nemenda og starfsmanna á sínum vinnustöðum. Sérhverjum sem kemur að grunnskólamálum má vera ljóst að alda harðnandi ofbeldis hefur verið að skella á samfélaginu öllu og þar með skólum undanfarin ár. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar er á meðal þeirra aðila sem hafa verið afar vel upplýstir um þau mál og ósennilegt verður að telja að Umboðsmaður barna hafi setið hjá garði þegar kemur að þekkingu um vaxandi ofbeldi. Yfirlýsingar þess efnis í fjölmiðlum að ofangreindir aðilar kannist ekki við þessa þróun kemur starfsmönnum Breiðholtsskóla í opna skjöldu og er í hrópandi ósamræmi við þá upplýsingagjöf sem verið hefur á undanförnum misserum. Við veltum nú fyrir okkur hvað veldur og hvers vegna boltanum er varpað aftur á starfsmenn þegar úrræðaleysi og aðstoð við börn í vanda er alfarið á ábyrgð sveitarfélagsins. Alls staðar og ítrekað er komið að lokuðum dyrum. Nemendurnir skulu sækja sinn hverfisskóla og þar með ógna bekkjarsystkinum sínum, þó ekki sé nema með nærverunni einni. Þeir komast ekki að í Brúarskóla, Klettaskóla, BUGL eða annars staðar vegna langra biðlista. Enn lengri er biðin eftir að fá greiningu á þroskafrávikum. Í skólastefnu landsins, Skóla án aðgreiningar, eru heldur engin sérstök hegðunarver í boði innan skólanna. Breiðholtsskóli hefur reynt að setja eitt slíkt á laggirnar en það vantar bæði starfsfólk og fjármagn. Það er því krafa okkar að ríki og sveitarfélög grípi strax til aðgerða, tryggi börnum í vanda þau úrræði sem þau eiga rétt á, tryggi öðrum nemendum þá friðsamlegu skólagöngu sem þau eiga rétt á og hlúi jafnframt að sínu starfsfólki með því að viðurkenna vandann. Þau fari í uppbyggingu og lagabreytingar til að bregðast við, en hætti að vísa ábyrgðinni á okkur sem erum á gólfinu. Gengjamyndun er ekki bundin við Breiðholtið, hún þekkist víða. Við grafalvarlegt og vaxandi þjóðarmein er að etja. Börnin líða fyrir það á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi. Samfélagslegur kostnaður verður aðeins sífellt hærri og við starfsfólkið upplifum daglega ábyrgðar- og skilningsleysi ráðamanna á eigin skinni. Við finnum einnig til vanmáttar og öryggisleysis innan vinnustaðarins. Það fást fáir til að starfa lengi við slíkar aðstæður. Breiðholtsskóli er nú gerður að andliti ofbeldismenningar og umfjöllun í fjölmiðlum nokkuð einhliða. Við sem starfsfólk við skólann gerum allt sem í okkar valdi stendur, innan þeirra verklagsreglna sem okkur eru settar. Fyrir hönd skjólstæðinga okkar og okkar sjálfra krefjumst við tafarlausra úrbóta í þessum málaflokki heilt yfir. Starfsfólk Breiðholtsskóla harmar úrræðaleysi stjórnvalda. Virðingarfyllst Kennarar, skólaliðar og annað starfsfólk Breiðholtsskóla Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Í yfirlýsingu frá kennurum, skólaliðum og öðru starfsfólk Breiðholtsskóla segir að skólinn sé góður skóli með vinalegan brag og skólamenningu. Börn í íslenskum grunnskólum glími þó í auknum mæli við ýmis vandamál, og námsvanda. Geta ekki gripið inn í það sem gerist utan skóla „Þau geta sýnt ógnandi hegðun, meitt og strítt. Börn eru jafnvel í slagtogi við nemendur úr öðrum skólum og sýna utan skólatíma ógnandi og ofbeldisfulla hegðun. Slíkt getur smitast inn í skólana í formi ótta skólasystkina við þau. Starfsmenn skóla hafa ekki lagalegar heimildir til að grípa inn í atburðarás sem gerist að vinnudegi loknum og geta með því beinlínis ógnað eigin öryggi,“ segir í yfirlýsingunni. Það sé á ábyrgð forráðamanna, félagsþjónustu, lögreglu, barnaverndaryfirvalda og Reykjavíkurborgar að taka þessum málum sem starfsfólk skólans megi ekki skipta sér að. „Af allri umræðu um skólamál og vaxandi ofbeldi í samfélaginu er ljóst að sveitarfélög þurfa að fara að hugsa sinn gang og tryggja bæði öryggi nemenda og starfsmanna á sínum vinnustöðum.“ Þá segir að sérhverjum sem kemur að grunnskólamálum megi vera ljóst að „alda harðnandi ofbeldis“ hafi skollið á samfélaginu öllu. og þar með töldum skólunum. Greint hefur verið frá því Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar kannist ekki við meint ofbeldi og einelti í Breiðholtsskóla. „Yfirlýsingar þess efnis í fjölmiðlum að ofangreindir aðilar kannist ekki við þessa þróun kemur starfsmönnum Breiðholtsskóla í opna skjöldu og er í hrópandi ósamræmi við þá upplýsingagjöf sem verið hefur á undanförnum misserum. Við veltum nú fyrir okkur hvað veldur og hvers vegna boltanum er varpað aftur á starfsmenn þegar úrræðaleysi og aðstoð við börn í vanda er alfarið á ábyrgð sveitarfélagsins,“ segir í yfirlýsingunni. „Alls staðar og ítrekað er komið að lokuðum dyrum. Nemendurnir skulu sækja sinn hverfisskóla og þar með ógna bekkjarsystkinum sínum, þó ekki sé nema með nærverunni einni. Þeir komast ekki að í Brúarskóla, Klettaskóla, BUGL eða annars staðar vegna langra biðlista. Enn lengri er biðin eftir að fá greiningu á þroskafrávikum.“ Gengjamyndun ekki bundin við Breiðholtið Þá segir að gengjamyndun sé ekki bundin við Breiðholtið og að hún þekkist víða. „Við grafalvarlegt og vaxandi þjóðarmein er að etja. Börnin líða fyrir það á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi. Samfélagslegur kostnaður verður aðeins sífellt hærri og við starfsfólkið upplifum daglega ábyrgðar- og skilningsleysi ráðamanna á eigin skinni. Við finnum einnig til vanmáttar og öryggisleysis innan vinnustaðarins. Það fást fáir til að starfa lengi við slíkar aðstæður.“ Þá sé Breiðholtsskóli nú gerður að andliti ofbeldismenningar og þykir starfsfólkinu umfjöllunin einhliða. „Við sem starfsfólk við skólann gerum allt sem í okkar valdi stendur, innan þeirra verklagsreglna sem okkur eru settar. Fyrir hönd skjólstæðinga okkar og okkar sjálfra krefjumst við tafarlausra úrbóta í þessum málaflokki heilt yfir.“ Yfirlýsingu starfsmannanna má sjá hér fyrir neðan: Skólinn okkar, Breiðholtsskóli, er góður skóli með vinalegan brag og skólamenningu. Í skólanum er öflug frímínútnagæsla. Verði gæslufólk sjálft vitni að stríðni eða annarri óæskilegri hegðun, eða barn lætur vita af henni, eru öll slík mál tekin föstum tökum eins og annar ágreiningur barna í frímínútum. Við vinnum úr öllum málum sem geta á einhvern hátt flokkast sem áreitni eða ofbeldi. Virk og öflug eineltisstefna er sömuleiðis við skólann og er ákveðið eftirlitsferli sett af stað um leið og grunur leikur á að um einelti geti verið að ræða. Þannig er fjölmörgum mögulega slæmum samskiptum afstýrt. Innan bekkja er unnið með vináttu, góðan bekkjaranda og einkunnarorð skólans; ábyrgð, traust og tillitssemi. Börn í íslenskum grunnskólum eiga í auknum mæli í tilfinninga-, hegðunar-, og félagslegum vanda, auk námsvanda. Þau geta sýnt ógnandi hegðun, meitt og strítt. Börn eru jafnvel í slagtogi við nemendur úr öðrum skólum og sýna utan skólatíma ógnandi og ofbeldisfulla hegðun. Slíkt getur smitast inn í skólana í formi ótta skólasystkina við þau. Starfsmenn skóla hafa ekki lagalegar heimildir til að grípa inn í atburðarás sem gerist að vinnudegi loknum og geta með því beinlínis ógnað eigin öryggi. Það er á ábyrgð forráðamanna, félagsþjónustu, lögreglu, barnaverndaryfirvalda og Reykjavíkurborgar. Af allri umræðu um skólamál og vaxandi ofbeldi í samfélaginu er ljóst að sveitarfélög þurfa að fara að hugsa sinn gang og tryggja bæði öryggi nemenda og starfsmanna á sínum vinnustöðum. Sérhverjum sem kemur að grunnskólamálum má vera ljóst að alda harðnandi ofbeldis hefur verið að skella á samfélaginu öllu og þar með skólum undanfarin ár. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar er á meðal þeirra aðila sem hafa verið afar vel upplýstir um þau mál og ósennilegt verður að telja að Umboðsmaður barna hafi setið hjá garði þegar kemur að þekkingu um vaxandi ofbeldi. Yfirlýsingar þess efnis í fjölmiðlum að ofangreindir aðilar kannist ekki við þessa þróun kemur starfsmönnum Breiðholtsskóla í opna skjöldu og er í hrópandi ósamræmi við þá upplýsingagjöf sem verið hefur á undanförnum misserum. Við veltum nú fyrir okkur hvað veldur og hvers vegna boltanum er varpað aftur á starfsmenn þegar úrræðaleysi og aðstoð við börn í vanda er alfarið á ábyrgð sveitarfélagsins. Alls staðar og ítrekað er komið að lokuðum dyrum. Nemendurnir skulu sækja sinn hverfisskóla og þar með ógna bekkjarsystkinum sínum, þó ekki sé nema með nærverunni einni. Þeir komast ekki að í Brúarskóla, Klettaskóla, BUGL eða annars staðar vegna langra biðlista. Enn lengri er biðin eftir að fá greiningu á þroskafrávikum. Í skólastefnu landsins, Skóla án aðgreiningar, eru heldur engin sérstök hegðunarver í boði innan skólanna. Breiðholtsskóli hefur reynt að setja eitt slíkt á laggirnar en það vantar bæði starfsfólk og fjármagn. Það er því krafa okkar að ríki og sveitarfélög grípi strax til aðgerða, tryggi börnum í vanda þau úrræði sem þau eiga rétt á, tryggi öðrum nemendum þá friðsamlegu skólagöngu sem þau eiga rétt á og hlúi jafnframt að sínu starfsfólki með því að viðurkenna vandann. Þau fari í uppbyggingu og lagabreytingar til að bregðast við, en hætti að vísa ábyrgðinni á okkur sem erum á gólfinu. Gengjamyndun er ekki bundin við Breiðholtið, hún þekkist víða. Við grafalvarlegt og vaxandi þjóðarmein er að etja. Börnin líða fyrir það á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi. Samfélagslegur kostnaður verður aðeins sífellt hærri og við starfsfólkið upplifum daglega ábyrgðar- og skilningsleysi ráðamanna á eigin skinni. Við finnum einnig til vanmáttar og öryggisleysis innan vinnustaðarins. Það fást fáir til að starfa lengi við slíkar aðstæður. Breiðholtsskóli er nú gerður að andliti ofbeldismenningar og umfjöllun í fjölmiðlum nokkuð einhliða. Við sem starfsfólk við skólann gerum allt sem í okkar valdi stendur, innan þeirra verklagsreglna sem okkur eru settar. Fyrir hönd skjólstæðinga okkar og okkar sjálfra krefjumst við tafarlausra úrbóta í þessum málaflokki heilt yfir. Starfsfólk Breiðholtsskóla harmar úrræðaleysi stjórnvalda. Virðingarfyllst Kennarar, skólaliðar og annað starfsfólk Breiðholtsskóla
Skólinn okkar, Breiðholtsskóli, er góður skóli með vinalegan brag og skólamenningu. Í skólanum er öflug frímínútnagæsla. Verði gæslufólk sjálft vitni að stríðni eða annarri óæskilegri hegðun, eða barn lætur vita af henni, eru öll slík mál tekin föstum tökum eins og annar ágreiningur barna í frímínútum. Við vinnum úr öllum málum sem geta á einhvern hátt flokkast sem áreitni eða ofbeldi. Virk og öflug eineltisstefna er sömuleiðis við skólann og er ákveðið eftirlitsferli sett af stað um leið og grunur leikur á að um einelti geti verið að ræða. Þannig er fjölmörgum mögulega slæmum samskiptum afstýrt. Innan bekkja er unnið með vináttu, góðan bekkjaranda og einkunnarorð skólans; ábyrgð, traust og tillitssemi. Börn í íslenskum grunnskólum eiga í auknum mæli í tilfinninga-, hegðunar-, og félagslegum vanda, auk námsvanda. Þau geta sýnt ógnandi hegðun, meitt og strítt. Börn eru jafnvel í slagtogi við nemendur úr öðrum skólum og sýna utan skólatíma ógnandi og ofbeldisfulla hegðun. Slíkt getur smitast inn í skólana í formi ótta skólasystkina við þau. Starfsmenn skóla hafa ekki lagalegar heimildir til að grípa inn í atburðarás sem gerist að vinnudegi loknum og geta með því beinlínis ógnað eigin öryggi. Það er á ábyrgð forráðamanna, félagsþjónustu, lögreglu, barnaverndaryfirvalda og Reykjavíkurborgar. Af allri umræðu um skólamál og vaxandi ofbeldi í samfélaginu er ljóst að sveitarfélög þurfa að fara að hugsa sinn gang og tryggja bæði öryggi nemenda og starfsmanna á sínum vinnustöðum. Sérhverjum sem kemur að grunnskólamálum má vera ljóst að alda harðnandi ofbeldis hefur verið að skella á samfélaginu öllu og þar með skólum undanfarin ár. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar er á meðal þeirra aðila sem hafa verið afar vel upplýstir um þau mál og ósennilegt verður að telja að Umboðsmaður barna hafi setið hjá garði þegar kemur að þekkingu um vaxandi ofbeldi. Yfirlýsingar þess efnis í fjölmiðlum að ofangreindir aðilar kannist ekki við þessa þróun kemur starfsmönnum Breiðholtsskóla í opna skjöldu og er í hrópandi ósamræmi við þá upplýsingagjöf sem verið hefur á undanförnum misserum. Við veltum nú fyrir okkur hvað veldur og hvers vegna boltanum er varpað aftur á starfsmenn þegar úrræðaleysi og aðstoð við börn í vanda er alfarið á ábyrgð sveitarfélagsins. Alls staðar og ítrekað er komið að lokuðum dyrum. Nemendurnir skulu sækja sinn hverfisskóla og þar með ógna bekkjarsystkinum sínum, þó ekki sé nema með nærverunni einni. Þeir komast ekki að í Brúarskóla, Klettaskóla, BUGL eða annars staðar vegna langra biðlista. Enn lengri er biðin eftir að fá greiningu á þroskafrávikum. Í skólastefnu landsins, Skóla án aðgreiningar, eru heldur engin sérstök hegðunarver í boði innan skólanna. Breiðholtsskóli hefur reynt að setja eitt slíkt á laggirnar en það vantar bæði starfsfólk og fjármagn. Það er því krafa okkar að ríki og sveitarfélög grípi strax til aðgerða, tryggi börnum í vanda þau úrræði sem þau eiga rétt á, tryggi öðrum nemendum þá friðsamlegu skólagöngu sem þau eiga rétt á og hlúi jafnframt að sínu starfsfólki með því að viðurkenna vandann. Þau fari í uppbyggingu og lagabreytingar til að bregðast við, en hætti að vísa ábyrgðinni á okkur sem erum á gólfinu. Gengjamyndun er ekki bundin við Breiðholtið, hún þekkist víða. Við grafalvarlegt og vaxandi þjóðarmein er að etja. Börnin líða fyrir það á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi. Samfélagslegur kostnaður verður aðeins sífellt hærri og við starfsfólkið upplifum daglega ábyrgðar- og skilningsleysi ráðamanna á eigin skinni. Við finnum einnig til vanmáttar og öryggisleysis innan vinnustaðarins. Það fást fáir til að starfa lengi við slíkar aðstæður. Breiðholtsskóli er nú gerður að andliti ofbeldismenningar og umfjöllun í fjölmiðlum nokkuð einhliða. Við sem starfsfólk við skólann gerum allt sem í okkar valdi stendur, innan þeirra verklagsreglna sem okkur eru settar. Fyrir hönd skjólstæðinga okkar og okkar sjálfra krefjumst við tafarlausra úrbóta í þessum málaflokki heilt yfir. Starfsfólk Breiðholtsskóla harmar úrræðaleysi stjórnvalda. Virðingarfyllst Kennarar, skólaliðar og annað starfsfólk Breiðholtsskóla
Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent