Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Jón Þór Stefánsson skrifar 13. febrúar 2025 10:44 Hermann Austmar er faðir stúlku í Breiðholtsskóla. Vísir/Vilhelm Hermann Austmar, faðir stúlku í Breiðholtsskóla, segir ógnarstjórnun ráða ríkjum í árgangi dóttur hennar sem er á miðstigi skólans. Hann talar um að fámennur hópur ráði ríkjum og að börn hafi orðið fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þetta kom fram í viðtali við Hermann í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Morgunblaðið fjallaði um ástandið í árganginum fyrr í vikunni. Þar sagði að börn þyrðu ekki í skólann. „Þetta er algjörlega satt. Það var foreldrafundur í desember. Það voru mjög margir foreldrar á þeim fundi sem lýstu því þannig að börnin þeirra væru logandi hrædd við að vera í skólanum, og mæta í skólann. Það er þannig að einhver börn eru ekki að mæta í skólann,“ sagði Hermann. „Þetta er ekkert nýtt“ Hann segir að það hafi legið fyrir síðan krakkarnir voru í öðrum bekk að þessum árgangi myndu fylgja vandamál. Þau hafi síðan stigmagnast á síðustu árum. „Það var ljóst strax að þetta yrði vandamál. Ég átti fund með skóla- og frístundasviði og skólastjóra, og öðru foreldri í öðrum bekk. Það hefur verið alveg auglóst í hvað stefndi. Þetta er ekkert nýtt, og þetta er búið að fara vaxandi eftir að þau eldast.“ Í Morgunblaðinu var fjallað um að börn hefðu orðið fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Hermann segir þá lýsingu rétta. „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur. Þetta eru ekki einhver einstök mál. Eins og starfsmenn skólans eru búnir að lýsa þessu fyrir mér er alvarleg ofbeldismenning í þessum árgangi. Það væri ógnarstjórn. Þau væru stanslaust hrædd um að ofbeldi gæti gerst hvenær sem er.“ Sem dæmi um ofbeldi nefnir Hermann hópárás sem átti sér stað fyrir utan skólann. Sú árás hafi verið tekin upp á myndband og send á aðra nemendur á Snapchat, sem hafi því orðið meðvituð um ofbeldið. Engin lærdómur sökum streitu Í Morgunblaðinu var haft eftir Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar að það kannaðist ekki við þennan eineltis- og ofbeldisvanda. Hermann segir það ekki standast skoðun. „Þetta er augljóslega stofnun sem ekki hægt er að treysta. Ef þau fylgjast ekki betur með hvað er að gerast í skólunum hjá sér, hvernig á ég að geta treyst þeim fyrir börnunum mínum?“ spurði hann. „Starfsmaður skólans hefur sagt við mig: Það heitir ekkert kennsla sem fer fram. Það er svo mikill ófriður, það er svo mikil truflun að þau eru ekki að læra neitt. Nema þetta ógnarástand sem veldur svo mikilli streitu. Segjum að það sé friður, þá meðtaka þau ekki upplýsingar. Streitan er svo mikil.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Hermann í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Morgunblaðið fjallaði um ástandið í árganginum fyrr í vikunni. Þar sagði að börn þyrðu ekki í skólann. „Þetta er algjörlega satt. Það var foreldrafundur í desember. Það voru mjög margir foreldrar á þeim fundi sem lýstu því þannig að börnin þeirra væru logandi hrædd við að vera í skólanum, og mæta í skólann. Það er þannig að einhver börn eru ekki að mæta í skólann,“ sagði Hermann. „Þetta er ekkert nýtt“ Hann segir að það hafi legið fyrir síðan krakkarnir voru í öðrum bekk að þessum árgangi myndu fylgja vandamál. Þau hafi síðan stigmagnast á síðustu árum. „Það var ljóst strax að þetta yrði vandamál. Ég átti fund með skóla- og frístundasviði og skólastjóra, og öðru foreldri í öðrum bekk. Það hefur verið alveg auglóst í hvað stefndi. Þetta er ekkert nýtt, og þetta er búið að fara vaxandi eftir að þau eldast.“ Í Morgunblaðinu var fjallað um að börn hefðu orðið fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Hermann segir þá lýsingu rétta. „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur. Þetta eru ekki einhver einstök mál. Eins og starfsmenn skólans eru búnir að lýsa þessu fyrir mér er alvarleg ofbeldismenning í þessum árgangi. Það væri ógnarstjórn. Þau væru stanslaust hrædd um að ofbeldi gæti gerst hvenær sem er.“ Sem dæmi um ofbeldi nefnir Hermann hópárás sem átti sér stað fyrir utan skólann. Sú árás hafi verið tekin upp á myndband og send á aðra nemendur á Snapchat, sem hafi því orðið meðvituð um ofbeldið. Engin lærdómur sökum streitu Í Morgunblaðinu var haft eftir Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar að það kannaðist ekki við þennan eineltis- og ofbeldisvanda. Hermann segir það ekki standast skoðun. „Þetta er augljóslega stofnun sem ekki hægt er að treysta. Ef þau fylgjast ekki betur með hvað er að gerast í skólunum hjá sér, hvernig á ég að geta treyst þeim fyrir börnunum mínum?“ spurði hann. „Starfsmaður skólans hefur sagt við mig: Það heitir ekkert kennsla sem fer fram. Það er svo mikill ófriður, það er svo mikil truflun að þau eru ekki að læra neitt. Nema þetta ógnarástand sem veldur svo mikilli streitu. Segjum að það sé friður, þá meðtaka þau ekki upplýsingar. Streitan er svo mikil.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira