Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 07:32 Hvað myndi kosta að kaupa innbú heimilisins aftur? Nýja sófann, rúmin, fötin, Ittala glösin og öll tæki heimilisins? Við reiknum fæst með því að lenda í óhöppum og tjóni en því miður lendir fjöldi fólks í slíku á hverju ári. Dæmi um algeng tjón á heimilum fólks er leki frá heimilistækjum og eða lögnum í húsnæði sem veldur skemmdum á innbúi. Þá er talsvert um innbrot, sérstaklega í geymslur og bílskúra og því miður verða bæði stórir og litlir brunar á heimilum landsmanna sem valda tjóni bæði á fasteignum og persónulegum eigum. Það er oft mikið áfall og rask sem fylgir stórum tjónum og því miður kemur alltof oft í ljós að innbú er vanmetið og þar með vantryggt. Ástæðurnar eru oftast nær þær að fólk keypti tryggingarnar fyrir einhverjum árum og hefur ekki áttað sig á því að bæst hefur verulega við virði innbúsins. Þegar fjölskyldan stækkar eða nýtt áhugamál bætist við getur það þýtt meira dót á heimilið og þar af leiðandi meiri verðmæti. Við slíkar aðstæður getur hið fjárhagslega áfall orðið meira en þörf er á. Þess vegna er mikilvægt að minna fólk á að yfirfara verðmætin á heimilinu reglulega og tryggja að þú sért tryggður fyrir því sem þú raunverulega átt. Sturluð staðreynd Við tjónamat hefur komið fram að ekki er óalgengt að unglingaherbergi hafi að geyma verðmæti að upphæð 1,5 milljón króna! Húsgögn, raftæki, fatnaður, skrautmunir, skartgripir og allar afmælis- og jólagjafir síðustu ára saman lagðar. Hvað flokkast sem innbú? Innbú á tryggingamáli nær yfir flesta þá hluti sem lenda í flutningabílnum við flutninga. Fatnaður, snjallsímar og önnur tæki, hljóðfæri, listaverk og skrautmunir, eldhúsmunir, útivistar- og íþróttabúnaður, úr og skartgripir. Séu einhver verðmæti á heimilinu dýrari en það sem almennt gengur og gerist t.d dýr málverk, frímerki eða verðmætir safngripir, skartgripir eða sambærilegir einkamunir, þá er vert að huga að því að sértryggja þá. Veistu hvað þú átt? Ef hið óvænta gerist og innbúið tapast að hluta eða öllu leyti þá er allra best að hafa skráð hjá sér hvað maður á. Það er t.d. hægt að gera með því að ganga um íbúðina eða húsið og taka myndir af því helsta. Samhliða má gera lista yfir hlutina og áætla verðmæti þeirra. Allra best er að eiga kvittun/nótu fyrir dýrustu hlutunum, sérstaklega ef þeir eru sjaldgæfir. Verndum okkur sem best og verðleggjum eignir okkar rétt. Og ekki gleyma geymslunni eða bílskúrnum, þar leynist oft mesta gullið! Úff, ég nenni ekki að gera þetta Í dagsins önn er þetta líklega ekki efst á verkefnalistanum en höfum í huga að hin óvæntu áföll gera ekki boð á undan sér. Enginn sem lendir í tjóni mun sjá eftir tímanum sem fór í þetta verkefni. Til að gera verkefnið enn aðgengilegra höfum við einfaldað ferlið fyrir viðskiptavini. Með því að smella á Hvers virði er innbúið mitt? er hægt að fá ráðgjöf um upphæðina sem mælt er með fyrir þitt heimili. Ráðgjöfin byggist á upplýsingum um meðalinnbú sem hafa sömu forsendur og þú slærð inn í reiknivélina og ferlið tekur einungis tvær mínútur. Höfundur er framkvæmdastjóri tjónaþjónustu Varðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Hvað myndi kosta að kaupa innbú heimilisins aftur? Nýja sófann, rúmin, fötin, Ittala glösin og öll tæki heimilisins? Við reiknum fæst með því að lenda í óhöppum og tjóni en því miður lendir fjöldi fólks í slíku á hverju ári. Dæmi um algeng tjón á heimilum fólks er leki frá heimilistækjum og eða lögnum í húsnæði sem veldur skemmdum á innbúi. Þá er talsvert um innbrot, sérstaklega í geymslur og bílskúra og því miður verða bæði stórir og litlir brunar á heimilum landsmanna sem valda tjóni bæði á fasteignum og persónulegum eigum. Það er oft mikið áfall og rask sem fylgir stórum tjónum og því miður kemur alltof oft í ljós að innbú er vanmetið og þar með vantryggt. Ástæðurnar eru oftast nær þær að fólk keypti tryggingarnar fyrir einhverjum árum og hefur ekki áttað sig á því að bæst hefur verulega við virði innbúsins. Þegar fjölskyldan stækkar eða nýtt áhugamál bætist við getur það þýtt meira dót á heimilið og þar af leiðandi meiri verðmæti. Við slíkar aðstæður getur hið fjárhagslega áfall orðið meira en þörf er á. Þess vegna er mikilvægt að minna fólk á að yfirfara verðmætin á heimilinu reglulega og tryggja að þú sért tryggður fyrir því sem þú raunverulega átt. Sturluð staðreynd Við tjónamat hefur komið fram að ekki er óalgengt að unglingaherbergi hafi að geyma verðmæti að upphæð 1,5 milljón króna! Húsgögn, raftæki, fatnaður, skrautmunir, skartgripir og allar afmælis- og jólagjafir síðustu ára saman lagðar. Hvað flokkast sem innbú? Innbú á tryggingamáli nær yfir flesta þá hluti sem lenda í flutningabílnum við flutninga. Fatnaður, snjallsímar og önnur tæki, hljóðfæri, listaverk og skrautmunir, eldhúsmunir, útivistar- og íþróttabúnaður, úr og skartgripir. Séu einhver verðmæti á heimilinu dýrari en það sem almennt gengur og gerist t.d dýr málverk, frímerki eða verðmætir safngripir, skartgripir eða sambærilegir einkamunir, þá er vert að huga að því að sértryggja þá. Veistu hvað þú átt? Ef hið óvænta gerist og innbúið tapast að hluta eða öllu leyti þá er allra best að hafa skráð hjá sér hvað maður á. Það er t.d. hægt að gera með því að ganga um íbúðina eða húsið og taka myndir af því helsta. Samhliða má gera lista yfir hlutina og áætla verðmæti þeirra. Allra best er að eiga kvittun/nótu fyrir dýrustu hlutunum, sérstaklega ef þeir eru sjaldgæfir. Verndum okkur sem best og verðleggjum eignir okkar rétt. Og ekki gleyma geymslunni eða bílskúrnum, þar leynist oft mesta gullið! Úff, ég nenni ekki að gera þetta Í dagsins önn er þetta líklega ekki efst á verkefnalistanum en höfum í huga að hin óvæntu áföll gera ekki boð á undan sér. Enginn sem lendir í tjóni mun sjá eftir tímanum sem fór í þetta verkefni. Til að gera verkefnið enn aðgengilegra höfum við einfaldað ferlið fyrir viðskiptavini. Með því að smella á Hvers virði er innbúið mitt? er hægt að fá ráðgjöf um upphæðina sem mælt er með fyrir þitt heimili. Ráðgjöfin byggist á upplýsingum um meðalinnbú sem hafa sömu forsendur og þú slærð inn í reiknivélina og ferlið tekur einungis tvær mínútur. Höfundur er framkvæmdastjóri tjónaþjónustu Varðar.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun