Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 07:32 Hvað myndi kosta að kaupa innbú heimilisins aftur? Nýja sófann, rúmin, fötin, Ittala glösin og öll tæki heimilisins? Við reiknum fæst með því að lenda í óhöppum og tjóni en því miður lendir fjöldi fólks í slíku á hverju ári. Dæmi um algeng tjón á heimilum fólks er leki frá heimilistækjum og eða lögnum í húsnæði sem veldur skemmdum á innbúi. Þá er talsvert um innbrot, sérstaklega í geymslur og bílskúra og því miður verða bæði stórir og litlir brunar á heimilum landsmanna sem valda tjóni bæði á fasteignum og persónulegum eigum. Það er oft mikið áfall og rask sem fylgir stórum tjónum og því miður kemur alltof oft í ljós að innbú er vanmetið og þar með vantryggt. Ástæðurnar eru oftast nær þær að fólk keypti tryggingarnar fyrir einhverjum árum og hefur ekki áttað sig á því að bæst hefur verulega við virði innbúsins. Þegar fjölskyldan stækkar eða nýtt áhugamál bætist við getur það þýtt meira dót á heimilið og þar af leiðandi meiri verðmæti. Við slíkar aðstæður getur hið fjárhagslega áfall orðið meira en þörf er á. Þess vegna er mikilvægt að minna fólk á að yfirfara verðmætin á heimilinu reglulega og tryggja að þú sért tryggður fyrir því sem þú raunverulega átt. Sturluð staðreynd Við tjónamat hefur komið fram að ekki er óalgengt að unglingaherbergi hafi að geyma verðmæti að upphæð 1,5 milljón króna! Húsgögn, raftæki, fatnaður, skrautmunir, skartgripir og allar afmælis- og jólagjafir síðustu ára saman lagðar. Hvað flokkast sem innbú? Innbú á tryggingamáli nær yfir flesta þá hluti sem lenda í flutningabílnum við flutninga. Fatnaður, snjallsímar og önnur tæki, hljóðfæri, listaverk og skrautmunir, eldhúsmunir, útivistar- og íþróttabúnaður, úr og skartgripir. Séu einhver verðmæti á heimilinu dýrari en það sem almennt gengur og gerist t.d dýr málverk, frímerki eða verðmætir safngripir, skartgripir eða sambærilegir einkamunir, þá er vert að huga að því að sértryggja þá. Veistu hvað þú átt? Ef hið óvænta gerist og innbúið tapast að hluta eða öllu leyti þá er allra best að hafa skráð hjá sér hvað maður á. Það er t.d. hægt að gera með því að ganga um íbúðina eða húsið og taka myndir af því helsta. Samhliða má gera lista yfir hlutina og áætla verðmæti þeirra. Allra best er að eiga kvittun/nótu fyrir dýrustu hlutunum, sérstaklega ef þeir eru sjaldgæfir. Verndum okkur sem best og verðleggjum eignir okkar rétt. Og ekki gleyma geymslunni eða bílskúrnum, þar leynist oft mesta gullið! Úff, ég nenni ekki að gera þetta Í dagsins önn er þetta líklega ekki efst á verkefnalistanum en höfum í huga að hin óvæntu áföll gera ekki boð á undan sér. Enginn sem lendir í tjóni mun sjá eftir tímanum sem fór í þetta verkefni. Til að gera verkefnið enn aðgengilegra höfum við einfaldað ferlið fyrir viðskiptavini. Með því að smella á Hvers virði er innbúið mitt? er hægt að fá ráðgjöf um upphæðina sem mælt er með fyrir þitt heimili. Ráðgjöfin byggist á upplýsingum um meðalinnbú sem hafa sömu forsendur og þú slærð inn í reiknivélina og ferlið tekur einungis tvær mínútur. Höfundur er framkvæmdastjóri tjónaþjónustu Varðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Hvað myndi kosta að kaupa innbú heimilisins aftur? Nýja sófann, rúmin, fötin, Ittala glösin og öll tæki heimilisins? Við reiknum fæst með því að lenda í óhöppum og tjóni en því miður lendir fjöldi fólks í slíku á hverju ári. Dæmi um algeng tjón á heimilum fólks er leki frá heimilistækjum og eða lögnum í húsnæði sem veldur skemmdum á innbúi. Þá er talsvert um innbrot, sérstaklega í geymslur og bílskúra og því miður verða bæði stórir og litlir brunar á heimilum landsmanna sem valda tjóni bæði á fasteignum og persónulegum eigum. Það er oft mikið áfall og rask sem fylgir stórum tjónum og því miður kemur alltof oft í ljós að innbú er vanmetið og þar með vantryggt. Ástæðurnar eru oftast nær þær að fólk keypti tryggingarnar fyrir einhverjum árum og hefur ekki áttað sig á því að bæst hefur verulega við virði innbúsins. Þegar fjölskyldan stækkar eða nýtt áhugamál bætist við getur það þýtt meira dót á heimilið og þar af leiðandi meiri verðmæti. Við slíkar aðstæður getur hið fjárhagslega áfall orðið meira en þörf er á. Þess vegna er mikilvægt að minna fólk á að yfirfara verðmætin á heimilinu reglulega og tryggja að þú sért tryggður fyrir því sem þú raunverulega átt. Sturluð staðreynd Við tjónamat hefur komið fram að ekki er óalgengt að unglingaherbergi hafi að geyma verðmæti að upphæð 1,5 milljón króna! Húsgögn, raftæki, fatnaður, skrautmunir, skartgripir og allar afmælis- og jólagjafir síðustu ára saman lagðar. Hvað flokkast sem innbú? Innbú á tryggingamáli nær yfir flesta þá hluti sem lenda í flutningabílnum við flutninga. Fatnaður, snjallsímar og önnur tæki, hljóðfæri, listaverk og skrautmunir, eldhúsmunir, útivistar- og íþróttabúnaður, úr og skartgripir. Séu einhver verðmæti á heimilinu dýrari en það sem almennt gengur og gerist t.d dýr málverk, frímerki eða verðmætir safngripir, skartgripir eða sambærilegir einkamunir, þá er vert að huga að því að sértryggja þá. Veistu hvað þú átt? Ef hið óvænta gerist og innbúið tapast að hluta eða öllu leyti þá er allra best að hafa skráð hjá sér hvað maður á. Það er t.d. hægt að gera með því að ganga um íbúðina eða húsið og taka myndir af því helsta. Samhliða má gera lista yfir hlutina og áætla verðmæti þeirra. Allra best er að eiga kvittun/nótu fyrir dýrustu hlutunum, sérstaklega ef þeir eru sjaldgæfir. Verndum okkur sem best og verðleggjum eignir okkar rétt. Og ekki gleyma geymslunni eða bílskúrnum, þar leynist oft mesta gullið! Úff, ég nenni ekki að gera þetta Í dagsins önn er þetta líklega ekki efst á verkefnalistanum en höfum í huga að hin óvæntu áföll gera ekki boð á undan sér. Enginn sem lendir í tjóni mun sjá eftir tímanum sem fór í þetta verkefni. Til að gera verkefnið enn aðgengilegra höfum við einfaldað ferlið fyrir viðskiptavini. Með því að smella á Hvers virði er innbúið mitt? er hægt að fá ráðgjöf um upphæðina sem mælt er með fyrir þitt heimili. Ráðgjöfin byggist á upplýsingum um meðalinnbú sem hafa sömu forsendur og þú slærð inn í reiknivélina og ferlið tekur einungis tvær mínútur. Höfundur er framkvæmdastjóri tjónaþjónustu Varðar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar