Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. febrúar 2025 12:41 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir að það þurfi að vera samningsvilji svo hægt sé að boða til fundar. Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórafélagsins taldi kjarasamning kennara í höfn. Vísir Ríkissáttasemjari segir að kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga hafi strandað á að kennarar hafi viljað meiri innspýtingar í virðismat á kennarastafinu en kom fram í innanhússtillögu hans. Fulltrúi í samninganefnd kennara taldi að kjaradeilan myndi leysast í gær. Hann telur að pólitík hafi spillt fyrir. Ótímabundin verkföll hófust í fjórtán leikskólum og tímabundin í sjö grunnskólum í þrettán sveitarfélögum morgun. Nemendur eru alls um fimm þúsund. Fundi í kjaradeilu kennara við hið opinbera lauk í Karphúsinu í gærkvöldi án þess að samningar næðust. Lengi verið súr stemning Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga hafði fallist á innanhússtillögu ríkissáttasemjara þar sem meðal annars var kveðið á að láta gera virðismat á störfum kennara. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að kennarar hafi viljað meiri innspýtingar í virðismatsvegferðina. Samninganefndir hafi fundað um lausnir alla helgina en ekki komið sér saman. Hann sé í stöðugu sambandi við fólk ef hægt sé að liðka fyrir í deilunni. Það þurfi að vera samningsvilji svo hægt sé að boða til fundar. Sagan af samskiptum kennara og launagreiðenda hafi lengi verið mjög súr. Það kosti vilja ef eigi að leysa úr slíkri stöðu og gerist ekki bara öðru megin. Töldu samninga í höfn Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórastjórafélags Íslands og fulltrúi í samninganefnd Kennarasambandsins er undrandi yfir að ekki hafi tekist að semja í gær. Engar viðræður séu í gangi. „Það verður að segja eins og er að deilan brotnar upp og verkföll eru boðuð á sama tímapunkti og afar lítið bar á milli. Við héldum að við værum að fara að ganga frá þessu. Við höfum aldrei verið jafn nærri því og í gær,“ segir Þorsteinn. Aðspurður um hvað bar á milli svarar Þorsteinn: „Ég ætla ekki að útskýra það að svo komnu máli,“ segir Þorsteinn. Pólitík skorist í leikinn Hann telur að pólitík hafi spilað inn í á lokametrunum. „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að það var eitthvað annað en peningar sem réðu þarna úrslitum. Ég held að pólitík sé að spila þarna alltof mikinn þátt í þessari deilu. Það séu einhverjir út í samfélaginu sem berjst gegn því að það verði farið af stað í þetta verkefni sem við höfum verið að vinna að með viðsemjendum okkar,“ segir Þorsteinn. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Ótímabundin verkföll hófust í fjórtán leikskólum og tímabundin í sjö grunnskólum í þrettán sveitarfélögum morgun. Nemendur eru alls um fimm þúsund. Fundi í kjaradeilu kennara við hið opinbera lauk í Karphúsinu í gærkvöldi án þess að samningar næðust. Lengi verið súr stemning Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga hafði fallist á innanhússtillögu ríkissáttasemjara þar sem meðal annars var kveðið á að láta gera virðismat á störfum kennara. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að kennarar hafi viljað meiri innspýtingar í virðismatsvegferðina. Samninganefndir hafi fundað um lausnir alla helgina en ekki komið sér saman. Hann sé í stöðugu sambandi við fólk ef hægt sé að liðka fyrir í deilunni. Það þurfi að vera samningsvilji svo hægt sé að boða til fundar. Sagan af samskiptum kennara og launagreiðenda hafi lengi verið mjög súr. Það kosti vilja ef eigi að leysa úr slíkri stöðu og gerist ekki bara öðru megin. Töldu samninga í höfn Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórastjórafélags Íslands og fulltrúi í samninganefnd Kennarasambandsins er undrandi yfir að ekki hafi tekist að semja í gær. Engar viðræður séu í gangi. „Það verður að segja eins og er að deilan brotnar upp og verkföll eru boðuð á sama tímapunkti og afar lítið bar á milli. Við héldum að við værum að fara að ganga frá þessu. Við höfum aldrei verið jafn nærri því og í gær,“ segir Þorsteinn. Aðspurður um hvað bar á milli svarar Þorsteinn: „Ég ætla ekki að útskýra það að svo komnu máli,“ segir Þorsteinn. Pólitík skorist í leikinn Hann telur að pólitík hafi spilað inn í á lokametrunum. „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að það var eitthvað annað en peningar sem réðu þarna úrslitum. Ég held að pólitík sé að spila þarna alltof mikinn þátt í þessari deilu. Það séu einhverjir út í samfélaginu sem berjst gegn því að það verði farið af stað í þetta verkefni sem við höfum verið að vinna að með viðsemjendum okkar,“ segir Þorsteinn.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira