Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. febrúar 2025 12:41 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir að það þurfi að vera samningsvilji svo hægt sé að boða til fundar. Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórafélagsins taldi kjarasamning kennara í höfn. Vísir Ríkissáttasemjari segir að kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga hafi strandað á að kennarar hafi viljað meiri innspýtingar í virðismat á kennarastafinu en kom fram í innanhússtillögu hans. Fulltrúi í samninganefnd kennara taldi að kjaradeilan myndi leysast í gær. Hann telur að pólitík hafi spillt fyrir. Ótímabundin verkföll hófust í fjórtán leikskólum og tímabundin í sjö grunnskólum í þrettán sveitarfélögum morgun. Nemendur eru alls um fimm þúsund. Fundi í kjaradeilu kennara við hið opinbera lauk í Karphúsinu í gærkvöldi án þess að samningar næðust. Lengi verið súr stemning Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga hafði fallist á innanhússtillögu ríkissáttasemjara þar sem meðal annars var kveðið á að láta gera virðismat á störfum kennara. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að kennarar hafi viljað meiri innspýtingar í virðismatsvegferðina. Samninganefndir hafi fundað um lausnir alla helgina en ekki komið sér saman. Hann sé í stöðugu sambandi við fólk ef hægt sé að liðka fyrir í deilunni. Það þurfi að vera samningsvilji svo hægt sé að boða til fundar. Sagan af samskiptum kennara og launagreiðenda hafi lengi verið mjög súr. Það kosti vilja ef eigi að leysa úr slíkri stöðu og gerist ekki bara öðru megin. Töldu samninga í höfn Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórastjórafélags Íslands og fulltrúi í samninganefnd Kennarasambandsins er undrandi yfir að ekki hafi tekist að semja í gær. Engar viðræður séu í gangi. „Það verður að segja eins og er að deilan brotnar upp og verkföll eru boðuð á sama tímapunkti og afar lítið bar á milli. Við héldum að við værum að fara að ganga frá þessu. Við höfum aldrei verið jafn nærri því og í gær,“ segir Þorsteinn. Aðspurður um hvað bar á milli svarar Þorsteinn: „Ég ætla ekki að útskýra það að svo komnu máli,“ segir Þorsteinn. Pólitík skorist í leikinn Hann telur að pólitík hafi spilað inn í á lokametrunum. „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að það var eitthvað annað en peningar sem réðu þarna úrslitum. Ég held að pólitík sé að spila þarna alltof mikinn þátt í þessari deilu. Það séu einhverjir út í samfélaginu sem berjst gegn því að það verði farið af stað í þetta verkefni sem við höfum verið að vinna að með viðsemjendum okkar,“ segir Þorsteinn. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ótímabundin verkföll hófust í fjórtán leikskólum og tímabundin í sjö grunnskólum í þrettán sveitarfélögum morgun. Nemendur eru alls um fimm þúsund. Fundi í kjaradeilu kennara við hið opinbera lauk í Karphúsinu í gærkvöldi án þess að samningar næðust. Lengi verið súr stemning Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga hafði fallist á innanhússtillögu ríkissáttasemjara þar sem meðal annars var kveðið á að láta gera virðismat á störfum kennara. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að kennarar hafi viljað meiri innspýtingar í virðismatsvegferðina. Samninganefndir hafi fundað um lausnir alla helgina en ekki komið sér saman. Hann sé í stöðugu sambandi við fólk ef hægt sé að liðka fyrir í deilunni. Það þurfi að vera samningsvilji svo hægt sé að boða til fundar. Sagan af samskiptum kennara og launagreiðenda hafi lengi verið mjög súr. Það kosti vilja ef eigi að leysa úr slíkri stöðu og gerist ekki bara öðru megin. Töldu samninga í höfn Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórastjórafélags Íslands og fulltrúi í samninganefnd Kennarasambandsins er undrandi yfir að ekki hafi tekist að semja í gær. Engar viðræður séu í gangi. „Það verður að segja eins og er að deilan brotnar upp og verkföll eru boðuð á sama tímapunkti og afar lítið bar á milli. Við héldum að við værum að fara að ganga frá þessu. Við höfum aldrei verið jafn nærri því og í gær,“ segir Þorsteinn. Aðspurður um hvað bar á milli svarar Þorsteinn: „Ég ætla ekki að útskýra það að svo komnu máli,“ segir Þorsteinn. Pólitík skorist í leikinn Hann telur að pólitík hafi spilað inn í á lokametrunum. „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að það var eitthvað annað en peningar sem réðu þarna úrslitum. Ég held að pólitík sé að spila þarna alltof mikinn þátt í þessari deilu. Það séu einhverjir út í samfélaginu sem berjst gegn því að það verði farið af stað í þetta verkefni sem við höfum verið að vinna að með viðsemjendum okkar,“ segir Þorsteinn.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira