„Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Árni Sæberg skrifar 30. janúar 2025 17:18 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. janúar. Vísir/Vilhelm Svokallaður „skutlari“ hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita stúlku kynferðislega í bifreið sinni. Aðstandandi stúlkunnar tók hann kyrkingartaki í kjölfarið og hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Sá var nýverið dæmdur í áralangt fangelsi fyrir aðkomu að Sólheimajökulsmálinu svokallaða. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 15. janúar en birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 11. mars 2023, í bifreið sem ók ók, á leið frá Hafnarstræti að ótilgreindum stað í Reykjavík, káfað á brjóstum og kynfærum stúlkunnar innanklæða og reynt að kyssa hana tungukossum. Neitaði að sleppa takinu Í dóminum segir að umrætt kvöld hafi lögregla verið kölluð til vegna slagsmála á ótilgreindum stað í Reykjavík. Á leið á vettvang hafi borist tilkynning um að um væri að ræða „skutlara“sem hefði brotið kynferðislega á stúlku sem var að koma heim, hann hefði svo ráðist á foreldra stúlkunnar og foreldrarnir héldu honum niðri utandyra. Á vettvangi hafi séð hvar maður hafi haldið á manninum í kæfingartaki á bílaplani. Þeir hafi legið á jörðinni og báðir verið blóðugir. Maðurinn hafi verið alblóðugur í fram. Manninum hafi strax verið gefin skipun um að sleppa skutlaranum og lögreglumaður hafi losað takið. Maðurinn hafi verið tregur til að losa takið og sagt manninn berjast um. Skutlarinn hafi verið meðvitundarlaus, ekki svarað áreiti en gefið frá sér lágar stunur. Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að hafa yrði í huga að í framhaldi af atvikum hafi verið ráðist alvarlega á manninn og hann hafi ekki enn jafnað sig fyllilega af þeirri árás. Við mat á framburði mannsins yrði að hafa í huga að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna og hefði verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir árásina á manninn. Þegar verið dæmdur til langrar fangelsisvistar Af atvikalýsingu í dómnum er ljóst að maðurinn heitir Haukur Ægir Hauksson. Hann var dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot í Sólheimajökulsmálinu svokallaða. Í því máli var hann upphaflega einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps en sá liður var felldur út úr ákæru og annað mál var höfðað á hendur honum. Haukur Ægir ræddi atvik þau sem hér um ræðir við Frosta Logason í hlaðvarpi hans, Brotkasti, á dögunum. Hann sagðist vera ranglega sakaður um tilraun til manndráps og að maðurinn hefði átt upptök að átökum þeirra með því að lemja hann og vinkonu hans með kylfu. Upptökur úr öryggismyndavélum komu upp um hann Í niðurstöðukafla dómsins segir að framburður stúlkunnar hafi verið stöðugur um atvik kvöldsins en það hafi framburður skutlarans einnig verið. Framburður hans um atvik hafi aftur á móti ekki samræmst upptökum úr eftirlitsmyndavélum í miðbænum og maðurinn hafi ekki getað skýrt það misræmi með fullnægjandi hætti. Maðurinn sjáist þar ítrekað hægja á sér nálægt stúlkunni og fara sömu leið og hún. Hann hafi enga skýringu gefið á því hvers vegna hann hafði opnað ökumannsgluggann þegar hann ók eftir Hafnarstræti, en fram hafi komið í málinu að ákaflega kalt var í veðri. Þar hafi hann stansað á götunni og stúlkan gengið að bifreiðinni. Þau hafi rætt saman og afturdyr bifreiðarinnar sjáist opnast. Þær skýringar mannsins að hann hafi rætt við stúlkuna á arabísku þyki nokkuð ótrúverðugar í ljósi þess að hann virðist síðan benda henni áfram og aki inn í bílastæði litlu framar. Maðurinn hafi sagst hafa ætlað sér að leggja bifreiðinni en ekki verið farinn út þegar stúlkan hafi sest inn í bifreiðina. „Svo virðist hins vegar sem hann hafi fært bifreiðina vegna þess að hann var á miðri götu og önnur bifreið var komin fyrir aftan hann. Þá er ekki að sjá að ákærði hafi ætlað sér að leggja og fara út úr bifreiðinni, eins og hann hefur borið um, en brotaþoli stóð við bifreiðina í meira en tvær mínútur án þess að ákærði færi út úr henni.“ Með vísan til þessa ósamræmis og atvika málsins hafi dómurinn talið sannað að maðurinn hefði gerst sekur um kynferðislega áreitni. Rauf skilorð Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn verið dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundna, fyrir brot gegn ákvæðum almennra hegningarlaga um líkamsárás, brot í nánu sambandi og barnaverndalögum. Því yrði skilorðsbundinn hlut þess dóms dæmdur upp og manninum dæmd refsing í einu lagi. Refsing hans væri hæfilega metin tíu mánaða fangelsi en rétt þætti að skilorðsbinda hana að fullu. Þá skyldi hann greiða stúlkunni hálfa milljón króna í miskabætur og allan sakarkostnað. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans námu rúmlega 1,6 milljónum króna og þóknun réttargæslumanns stúlkunnar tæplega 1,4 milljónum króna. Dómsmál Leigubílar Kynferðisofbeldi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 15. janúar en birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 11. mars 2023, í bifreið sem ók ók, á leið frá Hafnarstræti að ótilgreindum stað í Reykjavík, káfað á brjóstum og kynfærum stúlkunnar innanklæða og reynt að kyssa hana tungukossum. Neitaði að sleppa takinu Í dóminum segir að umrætt kvöld hafi lögregla verið kölluð til vegna slagsmála á ótilgreindum stað í Reykjavík. Á leið á vettvang hafi borist tilkynning um að um væri að ræða „skutlara“sem hefði brotið kynferðislega á stúlku sem var að koma heim, hann hefði svo ráðist á foreldra stúlkunnar og foreldrarnir héldu honum niðri utandyra. Á vettvangi hafi séð hvar maður hafi haldið á manninum í kæfingartaki á bílaplani. Þeir hafi legið á jörðinni og báðir verið blóðugir. Maðurinn hafi verið alblóðugur í fram. Manninum hafi strax verið gefin skipun um að sleppa skutlaranum og lögreglumaður hafi losað takið. Maðurinn hafi verið tregur til að losa takið og sagt manninn berjast um. Skutlarinn hafi verið meðvitundarlaus, ekki svarað áreiti en gefið frá sér lágar stunur. Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að hafa yrði í huga að í framhaldi af atvikum hafi verið ráðist alvarlega á manninn og hann hafi ekki enn jafnað sig fyllilega af þeirri árás. Við mat á framburði mannsins yrði að hafa í huga að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna og hefði verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir árásina á manninn. Þegar verið dæmdur til langrar fangelsisvistar Af atvikalýsingu í dómnum er ljóst að maðurinn heitir Haukur Ægir Hauksson. Hann var dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot í Sólheimajökulsmálinu svokallaða. Í því máli var hann upphaflega einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps en sá liður var felldur út úr ákæru og annað mál var höfðað á hendur honum. Haukur Ægir ræddi atvik þau sem hér um ræðir við Frosta Logason í hlaðvarpi hans, Brotkasti, á dögunum. Hann sagðist vera ranglega sakaður um tilraun til manndráps og að maðurinn hefði átt upptök að átökum þeirra með því að lemja hann og vinkonu hans með kylfu. Upptökur úr öryggismyndavélum komu upp um hann Í niðurstöðukafla dómsins segir að framburður stúlkunnar hafi verið stöðugur um atvik kvöldsins en það hafi framburður skutlarans einnig verið. Framburður hans um atvik hafi aftur á móti ekki samræmst upptökum úr eftirlitsmyndavélum í miðbænum og maðurinn hafi ekki getað skýrt það misræmi með fullnægjandi hætti. Maðurinn sjáist þar ítrekað hægja á sér nálægt stúlkunni og fara sömu leið og hún. Hann hafi enga skýringu gefið á því hvers vegna hann hafði opnað ökumannsgluggann þegar hann ók eftir Hafnarstræti, en fram hafi komið í málinu að ákaflega kalt var í veðri. Þar hafi hann stansað á götunni og stúlkan gengið að bifreiðinni. Þau hafi rætt saman og afturdyr bifreiðarinnar sjáist opnast. Þær skýringar mannsins að hann hafi rætt við stúlkuna á arabísku þyki nokkuð ótrúverðugar í ljósi þess að hann virðist síðan benda henni áfram og aki inn í bílastæði litlu framar. Maðurinn hafi sagst hafa ætlað sér að leggja bifreiðinni en ekki verið farinn út þegar stúlkan hafi sest inn í bifreiðina. „Svo virðist hins vegar sem hann hafi fært bifreiðina vegna þess að hann var á miðri götu og önnur bifreið var komin fyrir aftan hann. Þá er ekki að sjá að ákærði hafi ætlað sér að leggja og fara út úr bifreiðinni, eins og hann hefur borið um, en brotaþoli stóð við bifreiðina í meira en tvær mínútur án þess að ákærði færi út úr henni.“ Með vísan til þessa ósamræmis og atvika málsins hafi dómurinn talið sannað að maðurinn hefði gerst sekur um kynferðislega áreitni. Rauf skilorð Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn verið dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundna, fyrir brot gegn ákvæðum almennra hegningarlaga um líkamsárás, brot í nánu sambandi og barnaverndalögum. Því yrði skilorðsbundinn hlut þess dóms dæmdur upp og manninum dæmd refsing í einu lagi. Refsing hans væri hæfilega metin tíu mánaða fangelsi en rétt þætti að skilorðsbinda hana að fullu. Þá skyldi hann greiða stúlkunni hálfa milljón króna í miskabætur og allan sakarkostnað. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans námu rúmlega 1,6 milljónum króna og þóknun réttargæslumanns stúlkunnar tæplega 1,4 milljónum króna.
Dómsmál Leigubílar Kynferðisofbeldi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent