Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2025 14:40 Eins og sjá má er auga konunnar illa leikið eftir að sprautan sprakk. aðsend Kona nokkur í Reykjavík lenti í óhugnanlegu atviki á sunnudaginn var. Rjómasprauta sem hún var að skrúfa saman sprakk með miklum látum og þeyttist tappinn í augað á henni. „Áverkinn er skurður á augnloki og augabrún, blæðing inni í auga og beinbrot í augntóft,“ segir konan í samtali við Vísi. Hún vill endilega vara fólk við þessum algengu heimilistækjum. Ef fólk er ekki til í að henda sprautunum, þá í það minnsta endurnýja þær reglulega. Tveir millimetrar og augað væri farið Hún hafði verið að undirbúa vöfflukaffi og var dóttir hennar 24 ára gömul viðstödd þegar slysið varð. „Þetta gerist þegar ég var að skrúfa hylkið með gasinu á. Ég heyrði gasið þrýstast inn og stuttu síðar sprakk sprautan með þeim afleiðingum að gashylkið með tappanum skutluðust af miklu afli beint í augað. Minnstu mátti muna, kannski svona 2 millimetrum, að augað yrði fyrir óafturkræfum skaða.“ Konan, sem starfar sem læknir, segist hafa „googlað“ sig til um þetta og komist að því að erlendis sé nokkuð um svona slys og meira að segja eru dæmi um að fólk hafi látið lífið sem hafi lent í svona nokkru. „Einhverjar sprautur voru innkallaðar á sínum tíma. En verst er að ég veit ekki hvort mín sprauta var þeirrar gerðar. Ég sé ekki hver framleiðandinn er né man ég hvar ég keypti sprautuna. En hún er svona fjögurra ára gömul.“ Veit ekki hverrar gerðar sprautan er Ekki bara veit konan ekki hverrar gerðar þessi sprauta er, hún man ómögulega hvar hún keypti hana. Konan vill fyrir alla muni vara við þessum tækjum sem margir líta á sem nauðsynlegt heimilistæki, meðan helstu gúrmé-menn vilja meina að rjóminn úr svona sprautum verði of stífþeyttur. Vísir greindi frá því fyrir í júní á síðasta ári þegar Sodastream flaska sprakk í frumeindir sínar, víst er að alvarleg slys gerast ekki síst inni á heimilum fólks. „Ég hélt fyrst að ég hefði misst augað. Þetta var rosaleg sprengingin, við fengum suð í eyrun og svo fór þetta í augntóftina og augað. Ég þorði ekki að taka hendina frá í nokkrar mínútur. Það blæddi mikið en ég vildi ekki að dóttir mín sæi augað hanga út úr. Svo reif hún höndina frá og hún gat séð að augað var á sínum stað.“ Ráðleggur fólki að endurnýja sprautur sínar Svo vel vill til að barnsfaðir konunnar, faðir dótturinnar, er augnskurðlæknir og gat hann skoðað augað fljótlega eftir að tappinn skaust í það. „Það var erfitt að opna augað. Og það er blæðing inni í því en það verður heilt. En það er brot inni í í augntóftinni. Hylkið fór bæði á augnlokið og á augað en líka á augnbrúnina og beinið þar. Eins og ég segi, ef það hefði farið 2 mm neðar hefði augað splundrast.“ Konan segist ljónheppin, tveir millimetrar og hún væri eineyg. Hún telur ljóst að margir séu með eldri týpur af rjómasprautum. „Mamma var að henda sinni sem er um 20 ára. Það eru örugglega margir með eldri.“ Þessi reynsla hefur gert lækninn hvekktan og skal engan undra og er konan nú óörugg gagnvart öllum slíkum tækjum. Neytendur Slysavarnir Reykjavík Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
„Áverkinn er skurður á augnloki og augabrún, blæðing inni í auga og beinbrot í augntóft,“ segir konan í samtali við Vísi. Hún vill endilega vara fólk við þessum algengu heimilistækjum. Ef fólk er ekki til í að henda sprautunum, þá í það minnsta endurnýja þær reglulega. Tveir millimetrar og augað væri farið Hún hafði verið að undirbúa vöfflukaffi og var dóttir hennar 24 ára gömul viðstödd þegar slysið varð. „Þetta gerist þegar ég var að skrúfa hylkið með gasinu á. Ég heyrði gasið þrýstast inn og stuttu síðar sprakk sprautan með þeim afleiðingum að gashylkið með tappanum skutluðust af miklu afli beint í augað. Minnstu mátti muna, kannski svona 2 millimetrum, að augað yrði fyrir óafturkræfum skaða.“ Konan, sem starfar sem læknir, segist hafa „googlað“ sig til um þetta og komist að því að erlendis sé nokkuð um svona slys og meira að segja eru dæmi um að fólk hafi látið lífið sem hafi lent í svona nokkru. „Einhverjar sprautur voru innkallaðar á sínum tíma. En verst er að ég veit ekki hvort mín sprauta var þeirrar gerðar. Ég sé ekki hver framleiðandinn er né man ég hvar ég keypti sprautuna. En hún er svona fjögurra ára gömul.“ Veit ekki hverrar gerðar sprautan er Ekki bara veit konan ekki hverrar gerðar þessi sprauta er, hún man ómögulega hvar hún keypti hana. Konan vill fyrir alla muni vara við þessum tækjum sem margir líta á sem nauðsynlegt heimilistæki, meðan helstu gúrmé-menn vilja meina að rjóminn úr svona sprautum verði of stífþeyttur. Vísir greindi frá því fyrir í júní á síðasta ári þegar Sodastream flaska sprakk í frumeindir sínar, víst er að alvarleg slys gerast ekki síst inni á heimilum fólks. „Ég hélt fyrst að ég hefði misst augað. Þetta var rosaleg sprengingin, við fengum suð í eyrun og svo fór þetta í augntóftina og augað. Ég þorði ekki að taka hendina frá í nokkrar mínútur. Það blæddi mikið en ég vildi ekki að dóttir mín sæi augað hanga út úr. Svo reif hún höndina frá og hún gat séð að augað var á sínum stað.“ Ráðleggur fólki að endurnýja sprautur sínar Svo vel vill til að barnsfaðir konunnar, faðir dótturinnar, er augnskurðlæknir og gat hann skoðað augað fljótlega eftir að tappinn skaust í það. „Það var erfitt að opna augað. Og það er blæðing inni í því en það verður heilt. En það er brot inni í í augntóftinni. Hylkið fór bæði á augnlokið og á augað en líka á augnbrúnina og beinið þar. Eins og ég segi, ef það hefði farið 2 mm neðar hefði augað splundrast.“ Konan segist ljónheppin, tveir millimetrar og hún væri eineyg. Hún telur ljóst að margir séu með eldri týpur af rjómasprautum. „Mamma var að henda sinni sem er um 20 ára. Það eru örugglega margir með eldri.“ Þessi reynsla hefur gert lækninn hvekktan og skal engan undra og er konan nú óörugg gagnvart öllum slíkum tækjum.
Neytendur Slysavarnir Reykjavík Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira