Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2025 09:52 Shishkova og Naumov á Ólympíuleikunum í Lillehammer árið 1994. Getty/ALLSPORT/Chris Cole Stjórnvöld í Rússlandi hafa staðfest að Evgenia Shishkova og Vadim Naumov, fyrrverandi heimsmeistarar í listdansi á skautum, hafi verið meðal farþega í flugvélinni sem fórst fyrir utan Washington í gærkvöldi að staðartíma. Nítján lík eru sögð hafa fundist í Potomac-ánni og engin fundist á lífi enn sem komið er. CBS hefur greint frá því að líkamsleifum og braki úr vélinni hafi skolað upp Virginíu-megin við ána. Dmitri Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði í samtali við fréttamenn í morgun að fleira skautafólk og fleiri rússneskir ríkisborgarar hefðu verið um borð í vélinni. Fjölmiðlar vestanhafs höfðu áður greint frá því að skautafólk hefði verið meðal farþega, á leið frá Wichita í Kansas til Washington. Shishkova og Naumov voru hjón og unnu til gullverðlauna í parakeppni á HM árið 1994. Þau voru búsett í Bandaríkjunum. Alls voru 64 um borð í flugvélinni, sem var af tegundinni Bombardier CRJ700, þar af fjögurra manna áhöfn og 60 farþegar. Þá virðist sem þrír hafi verið um borð í herþyrlu sem flogið var á vélina en hún var af tegundinni Sikorsky UH-60 Black Hawk þyrlu frá Fort Belvor-herstöðinni í Virginíu. Slysið átti sér stað um klukkan 21 að staðartíma og var öllum brottförum og lendingum á Reagan-alþjóðaflugvellinum í Washington frestað í kjölfarið. Gríðarmikill viðbúnaður er á vettvangi, fjöldi neyðarbifreiða og um 300 björgunarmenn. Kafarasveitir eru mættar á vettvang en aðstæður sagðar afar erfiðar. Eins stigs frost er á svæðinu og vatnið ískalt. Fjöldi látinna hefur ekki verið staðfestur af yfirvöldum. Björgunaraðgerðir standa enn yfir en CNN hefur eftir viðbragðsaðilum að staðan sé alvarleg og menn undirbúi sig undir að leita að látnum fremur en að finna fólk á lífi. Bandaríkin Samgöngur Samgönguslys Fréttir af flugi Skautaíþróttir Andlát Flugslys í Washington-borg Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Nítján lík eru sögð hafa fundist í Potomac-ánni og engin fundist á lífi enn sem komið er. CBS hefur greint frá því að líkamsleifum og braki úr vélinni hafi skolað upp Virginíu-megin við ána. Dmitri Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði í samtali við fréttamenn í morgun að fleira skautafólk og fleiri rússneskir ríkisborgarar hefðu verið um borð í vélinni. Fjölmiðlar vestanhafs höfðu áður greint frá því að skautafólk hefði verið meðal farþega, á leið frá Wichita í Kansas til Washington. Shishkova og Naumov voru hjón og unnu til gullverðlauna í parakeppni á HM árið 1994. Þau voru búsett í Bandaríkjunum. Alls voru 64 um borð í flugvélinni, sem var af tegundinni Bombardier CRJ700, þar af fjögurra manna áhöfn og 60 farþegar. Þá virðist sem þrír hafi verið um borð í herþyrlu sem flogið var á vélina en hún var af tegundinni Sikorsky UH-60 Black Hawk þyrlu frá Fort Belvor-herstöðinni í Virginíu. Slysið átti sér stað um klukkan 21 að staðartíma og var öllum brottförum og lendingum á Reagan-alþjóðaflugvellinum í Washington frestað í kjölfarið. Gríðarmikill viðbúnaður er á vettvangi, fjöldi neyðarbifreiða og um 300 björgunarmenn. Kafarasveitir eru mættar á vettvang en aðstæður sagðar afar erfiðar. Eins stigs frost er á svæðinu og vatnið ískalt. Fjöldi látinna hefur ekki verið staðfestur af yfirvöldum. Björgunaraðgerðir standa enn yfir en CNN hefur eftir viðbragðsaðilum að staðan sé alvarleg og menn undirbúi sig undir að leita að látnum fremur en að finna fólk á lífi.
Bandaríkin Samgöngur Samgönguslys Fréttir af flugi Skautaíþróttir Andlát Flugslys í Washington-borg Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira