„Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. janúar 2025 19:31 Hildur Jóna Friðriksdóttir foreldri í foreldrafélagi Árbæjarskóla undrast kyrrstöðu í kjaradeilu kennara síðustu vikur. Vísir/Stefán Ríkissáttasemjari býst við að boðað verði til fundar á morgun í kjaradeilu kennara. Verkföll hefjast í ríflega tuttugu leik- og grunnskólum eftir helgi takist ekki að semja. Foreldri undrast aðgerðarleysi í deilunni síðustu vikur og óttast verkföll. Kennaraverkföll hefjast að óbreyttu um mánaðamótin. Verkföllin verða ótímabundin í fjórtán leikskólum og tímabundin í sjö grunnskólum. Foreldrar hafa efast um lögmæti aðgerðanna. Aðalmeðferð í máli foreldra leikskólabarna gegn Kennarasambandinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara er búist við að fundur í kjaradeilunni verði boðaður á morgun en síðasti fundur í kjaradeilunni fór fram fyrir viku. Undrast kyrrstöðuna Hildur Jóna Friðriksdóttir foreldri í foreldrafélagi Árbæjarskóla undrast kyrrstöðu í deilunni síðustu vikur. „Þeir sem eru aðilar að þessum kjaraviðræðum þurfa að finna lausnir. Það þarf að leysa þessa kjaradeilu. Foreldrar eru ekki aðilar að þessari deilu en við og börnin verðum fyrir aðgerðunum. Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna,“ segir Hildur. Verkfallsaðgerðir kennara stóðu yfir í viku í Árbæjarskóla á síðasta ári. Hildur segir verkfallið hafa haft veruleg áhrif. „Þegar fyrsta verkfallið kom hjá okkur var eins menn væru ekki búnir að ákveða hvernig þeir ætluðu að ræða saman. Að verkfalli loknu fundum við fyrir því að það var töluvert átak fyrir mörg börn að byrja aftur,“ segir Hildur. Mögulega næstum enginn skóli í febrúar Takist ekki að semja hefst kennaraverkfall í Árbæjarskóla á mánudaginn. Hildur hefur áhyggjur af lengd verkfallsins. „Verkfallsaðgerðirnar hafa verið boðaðar í þrjár vikur. Eftir það hefst vetrarfrí í Reykjavík. Þannig að ef að verkfallinu verður og það heldur út allan tímann þá ná börnin okkar þremur virkum dögum í febrúar. Ég hafði vonast til þess að fólk gæti náð saman allan þann tíma sem hlé hefur staðið. Svona stórt skarð á miðjum vetri er náttúrulega erfitt,“ segir Hildur. Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Kennaraverkföll hefjast að óbreyttu um mánaðamótin. Verkföllin verða ótímabundin í fjórtán leikskólum og tímabundin í sjö grunnskólum. Foreldrar hafa efast um lögmæti aðgerðanna. Aðalmeðferð í máli foreldra leikskólabarna gegn Kennarasambandinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara er búist við að fundur í kjaradeilunni verði boðaður á morgun en síðasti fundur í kjaradeilunni fór fram fyrir viku. Undrast kyrrstöðuna Hildur Jóna Friðriksdóttir foreldri í foreldrafélagi Árbæjarskóla undrast kyrrstöðu í deilunni síðustu vikur. „Þeir sem eru aðilar að þessum kjaraviðræðum þurfa að finna lausnir. Það þarf að leysa þessa kjaradeilu. Foreldrar eru ekki aðilar að þessari deilu en við og börnin verðum fyrir aðgerðunum. Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna,“ segir Hildur. Verkfallsaðgerðir kennara stóðu yfir í viku í Árbæjarskóla á síðasta ári. Hildur segir verkfallið hafa haft veruleg áhrif. „Þegar fyrsta verkfallið kom hjá okkur var eins menn væru ekki búnir að ákveða hvernig þeir ætluðu að ræða saman. Að verkfalli loknu fundum við fyrir því að það var töluvert átak fyrir mörg börn að byrja aftur,“ segir Hildur. Mögulega næstum enginn skóli í febrúar Takist ekki að semja hefst kennaraverkfall í Árbæjarskóla á mánudaginn. Hildur hefur áhyggjur af lengd verkfallsins. „Verkfallsaðgerðirnar hafa verið boðaðar í þrjár vikur. Eftir það hefst vetrarfrí í Reykjavík. Þannig að ef að verkfallinu verður og það heldur út allan tímann þá ná börnin okkar þremur virkum dögum í febrúar. Ég hafði vonast til þess að fólk gæti náð saman allan þann tíma sem hlé hefur staðið. Svona stórt skarð á miðjum vetri er náttúrulega erfitt,“ segir Hildur.
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira