„Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. janúar 2025 14:41 Donald Trump hefur boðað það að aðeins karl- og kvenkyn sé viðurkennt af alríkinu og fólk skuli vera skráð það líffræðilega kyn sem það var við getnað. Getty/Roberto Machado Noa Formaður Samtakanna 78 skorar á íslensk stjórnvöld að fordæma tilskipanir Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sem skerða réttindi trans fólks. Hún segir stöðuna í Bandaríkjunum hræðilega og öryggi hinsegin fólks sé beinlínis ógnað. Allir starfsmenn alríkisins, sem hafa unnið að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi fara í leyfi fyrir lok dagsins í dag og fólkinu verður sagt upp um mánaðamót. Stofnunum hefur einnig verið gert að fara yfir vefsíður sínar og taka niður alla umfjöllun um aðgerðir eða úrræði í þágu þessara þátta. „Ég held að það sé engin leið til að ímynda sér hvernig næstu fjögur ár verða. Svo virðist sem allt það sem við töldum ómögulegt sé að raungerast. Ég held að það sé full ástæða til að óttast. Við verðum að vera á varðbergi og því held ég að sé mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld fordæmi þessa tilskipun Trumps,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna 78. Fjölmörg af fyrstu embættisverkum Trumps snúa að því að vinda ofan af því sem hann og hans stuðningsmenn kalla woke-væðingu. Nú viðurkennir alríkið til að mynda aðeins tvö líffræðileg kyn, karlkyn og kvenkyn, sem ákveðin eru við getnað og ýmsar reglur sem vernda trans fólk verið afturkallaðar - nú þarf trans kona til að mynda að fara í karlafangelsi. Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna ´78 segist uggandi yfir söðu hinsegin fólks í Bandaríkjunum eftir að Donald Trump settist aftur í forsetastól.Samtökin ´78 „Við erum uggandi yfir stöðunni í Bandaríkjunum. Við erum uggandi fyrir hinsegin systkini okkar sem eru þar, fyrir trans fólki sem þar er. Það er lítið annað hægt að segja en þetta er hræðilegt,“ segir Bjarndís. Þetta hefur jafnframt áhrif á útgefin skilríki. Búið er að uppfæra heimasíðu innanríkisráðuneytisins og er nú aðeins hægt að velja um karl- og kvenkyn, ekki annað eða óskilgreint kyn. „Trans fólk hættir ekki að vera til þó það komi tilskipun eins og þessi frá Trump. Þau áhrif sem þetta hefur hins vegar er að trans fólk er beinlínis í hættu.“ Hinsegin Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Ný stjórnvöld vestanhafs hafa fyrirskipað öllum yfirmönnum ráðuneyta og stofnana að setja alla starfsmenn sem hafa starfað að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi (DEI eða DEIA) í leyfi, fyrir lok dagsins í dag. 22. janúar 2025 07:47 Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Ríkissaksóknarar í 22 ríkjum í Bandaríkjunum hafa lagt fram kæru til að koma í veg fyrir tilskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem afnemur ríkisborgararétt barna innflytjenda. 21. janúar 2025 22:06 Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21. janúar 2025 13:59 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Allir starfsmenn alríkisins, sem hafa unnið að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi fara í leyfi fyrir lok dagsins í dag og fólkinu verður sagt upp um mánaðamót. Stofnunum hefur einnig verið gert að fara yfir vefsíður sínar og taka niður alla umfjöllun um aðgerðir eða úrræði í þágu þessara þátta. „Ég held að það sé engin leið til að ímynda sér hvernig næstu fjögur ár verða. Svo virðist sem allt það sem við töldum ómögulegt sé að raungerast. Ég held að það sé full ástæða til að óttast. Við verðum að vera á varðbergi og því held ég að sé mjög mikilvægt að íslensk stjórnvöld fordæmi þessa tilskipun Trumps,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna 78. Fjölmörg af fyrstu embættisverkum Trumps snúa að því að vinda ofan af því sem hann og hans stuðningsmenn kalla woke-væðingu. Nú viðurkennir alríkið til að mynda aðeins tvö líffræðileg kyn, karlkyn og kvenkyn, sem ákveðin eru við getnað og ýmsar reglur sem vernda trans fólk verið afturkallaðar - nú þarf trans kona til að mynda að fara í karlafangelsi. Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna ´78 segist uggandi yfir söðu hinsegin fólks í Bandaríkjunum eftir að Donald Trump settist aftur í forsetastól.Samtökin ´78 „Við erum uggandi yfir stöðunni í Bandaríkjunum. Við erum uggandi fyrir hinsegin systkini okkar sem eru þar, fyrir trans fólki sem þar er. Það er lítið annað hægt að segja en þetta er hræðilegt,“ segir Bjarndís. Þetta hefur jafnframt áhrif á útgefin skilríki. Búið er að uppfæra heimasíðu innanríkisráðuneytisins og er nú aðeins hægt að velja um karl- og kvenkyn, ekki annað eða óskilgreint kyn. „Trans fólk hættir ekki að vera til þó það komi tilskipun eins og þessi frá Trump. Þau áhrif sem þetta hefur hins vegar er að trans fólk er beinlínis í hættu.“
Hinsegin Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Ný stjórnvöld vestanhafs hafa fyrirskipað öllum yfirmönnum ráðuneyta og stofnana að setja alla starfsmenn sem hafa starfað að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi (DEI eða DEIA) í leyfi, fyrir lok dagsins í dag. 22. janúar 2025 07:47 Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Ríkissaksóknarar í 22 ríkjum í Bandaríkjunum hafa lagt fram kæru til að koma í veg fyrir tilskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem afnemur ríkisborgararétt barna innflytjenda. 21. janúar 2025 22:06 Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21. janúar 2025 13:59 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Ný stjórnvöld vestanhafs hafa fyrirskipað öllum yfirmönnum ráðuneyta og stofnana að setja alla starfsmenn sem hafa starfað að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi (DEI eða DEIA) í leyfi, fyrir lok dagsins í dag. 22. janúar 2025 07:47
Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Ríkissaksóknarar í 22 ríkjum í Bandaríkjunum hafa lagt fram kæru til að koma í veg fyrir tilskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem afnemur ríkisborgararétt barna innflytjenda. 21. janúar 2025 22:06
Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21. janúar 2025 13:59
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent