Innlent

Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna

Lovísa Arnardóttir skrifar
Snuðin eru ekki lengur í sölu en gætu verið til á einhverjum heimilum.
Snuðin eru ekki lengur í sölu en gætu verið til á einhverjum heimilum. Aðsend

Icepharma hf. hefur í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) innkallað nokkrar lotur af Curaprox snuðum frá neytendum. Icepharma hefur ekki haft vöruna til sölu síðan í nóvember 2024.

Í tilkynningu kemur fram að varan sé  einnig hætt í sölu hjá öllum söluaðilum.  Innköllunin nái því aðeins til neytenda. Ástæða innköllunar er of hátt innihald af Bisfenóli A (BPA) mældist í neðangreindum lotum.

Vörumerki

Curaprox

Vöruheiti

Curaprox baby snuð

V ö run ú mer

7612412 427172, 7612412 427189, 7612412 427196

7612412 427219, 7612412 427202, 7612412 427226

7612412 427233, 7612412 427240, 7612412 427257

7612412 429992, 7612412 430004, 7612412

Lotunúmer

008

006

007

009

010

011

Framleiðsluland

Kína

Innflytjandi

Icepharma, Lyngháls 13

Dreifing

Varan er hætt í sölu hjá öllum söluaðilum og innköllun nær því aðeins til neytenda

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um farga eða skila henni til Icepharma gegn fullriendurgreiðslu.

Nánari upplýsingar veitir Birgitta Rún, Vörumerkjastjóri Curaprox í síma 540 8095 eða með tölvupósti á netfangið birgitta@icepharma.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×