Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Jón Þór Stefánsson skrifar 16. janúar 2025 17:42 Landsréttur dæmdi í málinu í dag. Vísir/Egill Landsréttur hefur þyngt dóm konu sem var sakfelld fyrir umsáturseinelti sem beindist að lesbísku pari. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var konan dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, en í Landsréttur dæmdi hana í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Héraðsdómur dæmdi konuna til að greiða parinu, hvorri konu um sig, miskabætur. Samtals hljóðuðu þær upp á tæplega 1,3 milljónir króna. Landsréttur hins vegar vísaði þessum miskabótakröfum frá dómi vegna formgalla við það hvernig kröfurnar voru lagðar fram. Konunni var gefið að sök að fyrir að setja sig í samband, fylgjast með, og hóta parinu endurtekið á fimm mánaða tímabili. Hún er sögð hafa setið um fyrir parinu á heimili þeirra, hrellt þær, og niðurlægt þær. Þetta ofbeldi mun hafa verið vegna kynhneigðar parsins. Hún var jafnframt sakfelld fyrir eignaspjöll með því að valda skemmdum á bíl annarrar konunnar. Og líka fyrir að óhlýðnast lögreglu um að koma óvopnuð af heimili sínu. Málaði götuna og setti miða inn um lúguna Konan og parið voru nágrannar, en umsáturseineltið sem málið varðar átti sér stað frá 14. apríl 2022 til 6. september 2022. Ákærunni sem varðaði umsáturseinelti var skipt niður í marga liði. Þar segir meðal annars að konan hafi hótað konunum lífláti, hótað að drepa hunda þeirra, sagt þeim að drepa sig, og kallað þær „tussur“, „lessur“ og „ógeðslegar lesbíur“. Jafnframt var hún ákærð fyrir að segja við lögregluna ítrekað að hún vildi drepa aðra nágrannakonuna. Haft er orðrétt eftir henni að hún hafi sagt: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ og „Ég er bara að segja henni að ég vilji kála henni“ og þar að auki spurt: „Er ekkert tjáningarfrelsi hérna?“ Einnig hafi konan málað með hvítri málningu á götuna fyrir framan bíl þeirra sem stóð fyrir utan heimili þeirra skilaboð með stórum stöfum. Þar mátti sjá orðiðn „SNÍPUR“ og „ATH!! DÆS“. Í dómnum segir að það muni vera niðrandi orð yfir samkynhneigða. Mögulega er um að ræða einhvers konar rithátt á fleirtölumynd orðisins „dyke“ sem hefur verið notað um lesbíur, og hefur í einhverjum tilfellum þótt niðrandi. Þar að auki hafi hún sett miða inn um bréfalúgu kvennanna sem á stóð: „MUN ALDREI VILJA RÍÐA ÞÉR“. Sást á myndbandsupptökum Í Héraðsdómi var hún sakfelld í öllum ákæruliðum nema tveimur. Ákæruvaldið unaði þeirri niðurstöðu og voru þeir ákæruliðir því ekki teknir fyrir í Landsrétti. Fjöldi myndbandsupptaka lágu fyrir dómi sem sýndu einhver brot konunnar. Í dómi Landsréttar segir að ekki verði annað talið en að í öllum tilfellum sé um konuna að ræða. Í einhverjum tilfellum var myrkur og þá sást ekki í andlit hennar, en að mati dómsins var gerandinn sem sást þar í áþekkum fötum og konan á öðrum myndum og með hund sem líktist hundi hennar. Þá þótti göngulag og líkamsburður hennar svipa til gerandans í þeim myndböndum. Landsréttur vísaði einnig til forsenda héraðsdóms og sakfelldi konuna. Í dómnum segir að ásetningur hennar hafi verið einbeittur og að hún hafi virt að vettugi öll fyrirmæli lögreglu og óskir parsins um að hún myndi láta af umræddri háttsemi. Dómsmál Nágrannadeilur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Héraðsdómur dæmdi konuna til að greiða parinu, hvorri konu um sig, miskabætur. Samtals hljóðuðu þær upp á tæplega 1,3 milljónir króna. Landsréttur hins vegar vísaði þessum miskabótakröfum frá dómi vegna formgalla við það hvernig kröfurnar voru lagðar fram. Konunni var gefið að sök að fyrir að setja sig í samband, fylgjast með, og hóta parinu endurtekið á fimm mánaða tímabili. Hún er sögð hafa setið um fyrir parinu á heimili þeirra, hrellt þær, og niðurlægt þær. Þetta ofbeldi mun hafa verið vegna kynhneigðar parsins. Hún var jafnframt sakfelld fyrir eignaspjöll með því að valda skemmdum á bíl annarrar konunnar. Og líka fyrir að óhlýðnast lögreglu um að koma óvopnuð af heimili sínu. Málaði götuna og setti miða inn um lúguna Konan og parið voru nágrannar, en umsáturseineltið sem málið varðar átti sér stað frá 14. apríl 2022 til 6. september 2022. Ákærunni sem varðaði umsáturseinelti var skipt niður í marga liði. Þar segir meðal annars að konan hafi hótað konunum lífláti, hótað að drepa hunda þeirra, sagt þeim að drepa sig, og kallað þær „tussur“, „lessur“ og „ógeðslegar lesbíur“. Jafnframt var hún ákærð fyrir að segja við lögregluna ítrekað að hún vildi drepa aðra nágrannakonuna. Haft er orðrétt eftir henni að hún hafi sagt: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ og „Ég er bara að segja henni að ég vilji kála henni“ og þar að auki spurt: „Er ekkert tjáningarfrelsi hérna?“ Einnig hafi konan málað með hvítri málningu á götuna fyrir framan bíl þeirra sem stóð fyrir utan heimili þeirra skilaboð með stórum stöfum. Þar mátti sjá orðiðn „SNÍPUR“ og „ATH!! DÆS“. Í dómnum segir að það muni vera niðrandi orð yfir samkynhneigða. Mögulega er um að ræða einhvers konar rithátt á fleirtölumynd orðisins „dyke“ sem hefur verið notað um lesbíur, og hefur í einhverjum tilfellum þótt niðrandi. Þar að auki hafi hún sett miða inn um bréfalúgu kvennanna sem á stóð: „MUN ALDREI VILJA RÍÐA ÞÉR“. Sást á myndbandsupptökum Í Héraðsdómi var hún sakfelld í öllum ákæruliðum nema tveimur. Ákæruvaldið unaði þeirri niðurstöðu og voru þeir ákæruliðir því ekki teknir fyrir í Landsrétti. Fjöldi myndbandsupptaka lágu fyrir dómi sem sýndu einhver brot konunnar. Í dómi Landsréttar segir að ekki verði annað talið en að í öllum tilfellum sé um konuna að ræða. Í einhverjum tilfellum var myrkur og þá sást ekki í andlit hennar, en að mati dómsins var gerandinn sem sást þar í áþekkum fötum og konan á öðrum myndum og með hund sem líktist hundi hennar. Þá þótti göngulag og líkamsburður hennar svipa til gerandans í þeim myndböndum. Landsréttur vísaði einnig til forsenda héraðsdóms og sakfelldi konuna. Í dómnum segir að ásetningur hennar hafi verið einbeittur og að hún hafi virt að vettugi öll fyrirmæli lögreglu og óskir parsins um að hún myndi láta af umræddri háttsemi.
Dómsmál Nágrannadeilur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira