Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 14. janúar 2025 22:02 Við búum í samfélagi þar sem samábyrgðinni hefur verið skipt út fyrir einstaklingsábyrgð. Í stað þess að búa í samfélagi þar sem allir leggja til út frá getu og grunnþörfum allra er mætt, þá eru skilaboðin þau að við berum ein ábyrgð á okkar stöðu. Ein og sér. Ef staðan þín er slæm, þá er það því þú ert slæm. Dugnaður sé það eina sem komi þér í betri stöðu. Þú getur bara treyst á þig, þannig verður hlutverk hins opinbera að veita hjálp til sjálfshjálpar, eins og það er kallað. Kenna þessum fátæklingum fjármálalæsi, koma þeim í virkni, þá vænkist hagur þeirra. Ráðamenn hafa nýtt sér þessa orðræðu í áratugi til þess að koma ábyrgðinni frá sér, fela að þeir hafi klúðrað því að byggja upp gott og réttlátt samfélag. Ef þú ert heima hjá þér í maski gagnvart því að hafa ekki byrjað að spara fyrr fyrir útborgun á íbúð, að hafa ekki breytt séreignasparnaðinum úr 2% í 4%, að hafa keypt þér tilbúið kaffi með sýrópi, að hafa leyft þér að versla í búðinni sem var næst þér en ekki þeirri ódýrustu og splæst í tannlæknaferð, þá ertu sennilega búin að tileinka þér hugmyndafræðina um að þú ein berir ábyrgð á þinni stöðu. Þú þurfir að standa þig betur. Svamlandi um í samviskubiti gagnvart útgjöldum á munaði líkt og kaffi, mat og viðgerð á skemmdum tönnum, gerir það að verkum að þú ferð ekki að líta á skattleysi fjármagnseigenda sem vandamál, þú ferð ekki að greina skattalækkanir fyrri áratuga á ríkt fólk og stórfyrirtæki sem vandamál. Samviskubitið sannfærir þig um að halda betra bókhald, borða minni mat og sleppa félagslegum viðburðum. Hvernig væri að virkja þennan kraft út á við og skella skuldinni þangað sem hún á raunverulega heima? Á fjárfesta sem sópa til sín íbúðum og þar með ræna fjölskyldum möguleika á að skapa sér gott heimili. Á banka sem græða og græða á vaxtagjöldum sem þú greiðir fyrir að vera ekki nógu hagsýn húsmóðir með himinháa yfirdráttarheimild til að komast í gegnum mánuðinn. Á ójöfnuðinn í samfélaginu þar sem þau sem eiga mest taka sífellt meira til sín á kostnað þeirra sem ekkert eiga. Þú ert nefnilega ekki vandamálið, heldur misskipting auðs og stjórnvöld sem leyfa þeirri misskiptingu að viðgangast. En það er kannski erfitt fyrir ráðamenn með eina og hálfa milljón í laun á mánuði og einkabílstjóra að sjá það? Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Sósíalistaflokkurinn Sanna Magdalena Mörtudóttir Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Við búum í samfélagi þar sem samábyrgðinni hefur verið skipt út fyrir einstaklingsábyrgð. Í stað þess að búa í samfélagi þar sem allir leggja til út frá getu og grunnþörfum allra er mætt, þá eru skilaboðin þau að við berum ein ábyrgð á okkar stöðu. Ein og sér. Ef staðan þín er slæm, þá er það því þú ert slæm. Dugnaður sé það eina sem komi þér í betri stöðu. Þú getur bara treyst á þig, þannig verður hlutverk hins opinbera að veita hjálp til sjálfshjálpar, eins og það er kallað. Kenna þessum fátæklingum fjármálalæsi, koma þeim í virkni, þá vænkist hagur þeirra. Ráðamenn hafa nýtt sér þessa orðræðu í áratugi til þess að koma ábyrgðinni frá sér, fela að þeir hafi klúðrað því að byggja upp gott og réttlátt samfélag. Ef þú ert heima hjá þér í maski gagnvart því að hafa ekki byrjað að spara fyrr fyrir útborgun á íbúð, að hafa ekki breytt séreignasparnaðinum úr 2% í 4%, að hafa keypt þér tilbúið kaffi með sýrópi, að hafa leyft þér að versla í búðinni sem var næst þér en ekki þeirri ódýrustu og splæst í tannlæknaferð, þá ertu sennilega búin að tileinka þér hugmyndafræðina um að þú ein berir ábyrgð á þinni stöðu. Þú þurfir að standa þig betur. Svamlandi um í samviskubiti gagnvart útgjöldum á munaði líkt og kaffi, mat og viðgerð á skemmdum tönnum, gerir það að verkum að þú ferð ekki að líta á skattleysi fjármagnseigenda sem vandamál, þú ferð ekki að greina skattalækkanir fyrri áratuga á ríkt fólk og stórfyrirtæki sem vandamál. Samviskubitið sannfærir þig um að halda betra bókhald, borða minni mat og sleppa félagslegum viðburðum. Hvernig væri að virkja þennan kraft út á við og skella skuldinni þangað sem hún á raunverulega heima? Á fjárfesta sem sópa til sín íbúðum og þar með ræna fjölskyldum möguleika á að skapa sér gott heimili. Á banka sem græða og græða á vaxtagjöldum sem þú greiðir fyrir að vera ekki nógu hagsýn húsmóðir með himinháa yfirdráttarheimild til að komast í gegnum mánuðinn. Á ójöfnuðinn í samfélaginu þar sem þau sem eiga mest taka sífellt meira til sín á kostnað þeirra sem ekkert eiga. Þú ert nefnilega ekki vandamálið, heldur misskipting auðs og stjórnvöld sem leyfa þeirri misskiptingu að viðgangast. En það er kannski erfitt fyrir ráðamenn með eina og hálfa milljón í laun á mánuði og einkabílstjóra að sjá það? Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun