Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. janúar 2025 13:40 Félagsmenn Eflingar tóku sér stöðu fyrir utan Finnsson. Vísir/Vésteinn Forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar stóðu að mótmælum við Finnsson Bistro í Kringlunni í hádeginu. Ástæðan eru tengsl staðarins við félagið Virðingu, sem Efling segir gervistéttarfélag. Lögregla var kölluð til vegna mótmælanna. „Við erum hér fyrir utan Finnsson í Kringlunni, sem er rekinn af Óskari Finnssyni og fleirum, til þess að benda fólki á, og vonandi ná athygli rekstraraðilans, að hér er verið að skrá starfsfólk í gervistéttarfélagið Virðingu, sem stofnað er af atvinnurekendum í SVEIT, til þess að hafa af fólki laun og til viðbótar við það hafa af fólki öll helstu veigamestu áunnu réttindi vinnandi fólks,“ sagði Sólveig Anna þegar hún ræddi við fréttamann í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Efling hafi heimildi fyrir því að starsfólk á staðnum hafi verið skráð í Virðingu, sem Efling vill ekki una við. „Við vonum að þessi aðgerð okkar verði til þess að hann láti af þessari ömurlegu, siðlausu og glæpsamlegu hegðun skrái starfsmanninn aftur í Eflingu, þar sem sú manneskja á sannarlega að vera. Og að allir sem verða vitni að þessu og sjá þessa frétt standi með Eflingu í baráttunni gegn þessari svívirðilegu hegðun.“ Halda uppteknum hætti verði ekki hlustað Ef ekki verði gengið að kröfum Eflingar muni aðgerðir líkt og sú sem hér er til umfjöllunar halda áfram. „Þetta er það sem við getum gert. Við erum búin að reyna að ná til hans og sem betur fer er það svo að langflestir atvinnurekendur í veitingabransanum sem við höfum haft samband við hafa orðið við okkar kröfu. Hann ásamt örfáum öðrum standa eftir, og þetta er það sem við munum gera þangað til hann hlustar á það sem við höfum að segja og hættir þessari ömurlegu hegðun sinni,“ sagði Sólveig Anna rétt áður en mótmælin hófust. Eftir að hafa rætt við fréttastofu hélt Sólveig Anna áfram að rekja málið og afstöðu Eflingar ítrekað í gjallarhorn fyrir utan staðinn, gestum til nokkurrar furðu og öryggisverði í Kringlunni til lítillar gleði. Fór svo að lögregla var kölluð til, sem ræddi við rekstraraðila Finnsson og fulltrúa Eflingar. Skömmu síðar lauk mótmælunum og þeir um 20 félagsmenn Eflingar, íklæddir gulum vestum, hurfu á braut. Forsvarsmenn Finnsson vildu ekki tjá sig um mótmælin eða ásakanir Eflingar þegar fréttastofa leitaði eftir því. Harma og fordæma mótmælin SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hafa staðið í deilum við Eflingu vegna Virðingar, sendu frá sér tilkynningu vegna mótmælanna eftir að þau voru yfirstaðin. Þar segir að kalla hafi þurft til lögreglu þar sem fulltrúar Eflingar hafi truflað ró gesta og starfsemi staðarins. Framkoma Eflingar er í senn hörmuð og fordæmd í tilkynningunni. Lögreglumenn og öryggisvörður standa álengdar á meðan Sólveig Anna ræðir við Ríkissjónvarpið að mótmælafundi loknum.Vísir/Vésteinn „Aðgerðir Eflingar eru augljós lögbrot og miða að því að koma rekstri veitingastaða í þrot og svipta fjölda fólks lífsviðurværi sínu á grundvelli geðþóttaákvörðunar forsvarsmanna verkalýðsfélagsins. Við það verður ekki unað.“ „Áróður og árásir“ SVEIT hafi unnið að því að renna styrkari stoðum undir veitingarekstur á Íslandi í fjölda ára, og að miklir erfiðleikar hafi steðjað að greininni. Kjarasamningur við Virðingu hafi verið gerður eftir að Efling hafnaði kjaraviðræðum við samtökin. Samningurinn taki mið af eðli veitingareksturs, og tryggi starfsfólki veitingastaða hærri dagvinnulaun og bætt kjör, samanborið við önnur Norðurlönd. „Efling hefur gríðarlega hagsmuni af málinu en þúsundir starfsmanna greiða í sjóði Eflingar milljarð á ári og stéttarfélagið á því mikið undir að reyna að eyðileggja samningana með áróðri og árásum til að halda í þá fjármuni. Við hvetjum Eflingu til að láta af slíkum aðgerðum tafarlaust, enda valda slíkar aðgerðir miklum skaða fyrir greinina í heild, bæði starfsfólk og rekstraraðila, og fara frekar eftir viðurkenndum leiðum og fá dómstóla til að skera úr um gildi samningsins,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að SVEIT muni kanna réttarstöðu sína í framhaldi af „árásum forsvarsmanna Eflingar á starfsemi félagsmanna.“ Kjaramál Lögreglumál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Kringlan Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Sjá meira
„Við erum hér fyrir utan Finnsson í Kringlunni, sem er rekinn af Óskari Finnssyni og fleirum, til þess að benda fólki á, og vonandi ná athygli rekstraraðilans, að hér er verið að skrá starfsfólk í gervistéttarfélagið Virðingu, sem stofnað er af atvinnurekendum í SVEIT, til þess að hafa af fólki laun og til viðbótar við það hafa af fólki öll helstu veigamestu áunnu réttindi vinnandi fólks,“ sagði Sólveig Anna þegar hún ræddi við fréttamann í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Efling hafi heimildi fyrir því að starsfólk á staðnum hafi verið skráð í Virðingu, sem Efling vill ekki una við. „Við vonum að þessi aðgerð okkar verði til þess að hann láti af þessari ömurlegu, siðlausu og glæpsamlegu hegðun skrái starfsmanninn aftur í Eflingu, þar sem sú manneskja á sannarlega að vera. Og að allir sem verða vitni að þessu og sjá þessa frétt standi með Eflingu í baráttunni gegn þessari svívirðilegu hegðun.“ Halda uppteknum hætti verði ekki hlustað Ef ekki verði gengið að kröfum Eflingar muni aðgerðir líkt og sú sem hér er til umfjöllunar halda áfram. „Þetta er það sem við getum gert. Við erum búin að reyna að ná til hans og sem betur fer er það svo að langflestir atvinnurekendur í veitingabransanum sem við höfum haft samband við hafa orðið við okkar kröfu. Hann ásamt örfáum öðrum standa eftir, og þetta er það sem við munum gera þangað til hann hlustar á það sem við höfum að segja og hættir þessari ömurlegu hegðun sinni,“ sagði Sólveig Anna rétt áður en mótmælin hófust. Eftir að hafa rætt við fréttastofu hélt Sólveig Anna áfram að rekja málið og afstöðu Eflingar ítrekað í gjallarhorn fyrir utan staðinn, gestum til nokkurrar furðu og öryggisverði í Kringlunni til lítillar gleði. Fór svo að lögregla var kölluð til, sem ræddi við rekstraraðila Finnsson og fulltrúa Eflingar. Skömmu síðar lauk mótmælunum og þeir um 20 félagsmenn Eflingar, íklæddir gulum vestum, hurfu á braut. Forsvarsmenn Finnsson vildu ekki tjá sig um mótmælin eða ásakanir Eflingar þegar fréttastofa leitaði eftir því. Harma og fordæma mótmælin SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, sem hafa staðið í deilum við Eflingu vegna Virðingar, sendu frá sér tilkynningu vegna mótmælanna eftir að þau voru yfirstaðin. Þar segir að kalla hafi þurft til lögreglu þar sem fulltrúar Eflingar hafi truflað ró gesta og starfsemi staðarins. Framkoma Eflingar er í senn hörmuð og fordæmd í tilkynningunni. Lögreglumenn og öryggisvörður standa álengdar á meðan Sólveig Anna ræðir við Ríkissjónvarpið að mótmælafundi loknum.Vísir/Vésteinn „Aðgerðir Eflingar eru augljós lögbrot og miða að því að koma rekstri veitingastaða í þrot og svipta fjölda fólks lífsviðurværi sínu á grundvelli geðþóttaákvörðunar forsvarsmanna verkalýðsfélagsins. Við það verður ekki unað.“ „Áróður og árásir“ SVEIT hafi unnið að því að renna styrkari stoðum undir veitingarekstur á Íslandi í fjölda ára, og að miklir erfiðleikar hafi steðjað að greininni. Kjarasamningur við Virðingu hafi verið gerður eftir að Efling hafnaði kjaraviðræðum við samtökin. Samningurinn taki mið af eðli veitingareksturs, og tryggi starfsfólki veitingastaða hærri dagvinnulaun og bætt kjör, samanborið við önnur Norðurlönd. „Efling hefur gríðarlega hagsmuni af málinu en þúsundir starfsmanna greiða í sjóði Eflingar milljarð á ári og stéttarfélagið á því mikið undir að reyna að eyðileggja samningana með áróðri og árásum til að halda í þá fjármuni. Við hvetjum Eflingu til að láta af slíkum aðgerðum tafarlaust, enda valda slíkar aðgerðir miklum skaða fyrir greinina í heild, bæði starfsfólk og rekstraraðila, og fara frekar eftir viðurkenndum leiðum og fá dómstóla til að skera úr um gildi samningsins,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að SVEIT muni kanna réttarstöðu sína í framhaldi af „árásum forsvarsmanna Eflingar á starfsemi félagsmanna.“
Kjaramál Lögreglumál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Kringlan Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Sjá meira