Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir og Trausti Björgvinsson skrifa 8. janúar 2025 17:02 Í dag sitjum við uppi með risavaxið grænt gímald við Álfabakka og í Hlíðarendahverfi eru íbúar að fara að missa dagsbirtu og útsýni vegna nágrannabyggingar sem er að fara að rísa. Þessi dæmi uppfylla núverandi skipulagslöggjöf og byggingarreglugerð hvað varðar dagsljós og útsýni. Dagsljós og útsýni íbúa á þessum svæðum hefur verið skert til muna með tilheyrandi afleiðingum fyrir þeirra heilsu og vellíðan. Augljóst þykir að núverandi skipulagslöggjöf og byggingarreglugerð tryggir ekki rétt fólksins til dagsljóss og útsýnis. Núverandi skipulagsreglugerð kveður á um að taka skal tillit til sólarhæðar og skuggavarps við ákvörðun um fjarlægð milli byggingarreita. Í reglugerðinni er hins vegar ekki skilgreint hvað væri ásættanlegt skuggavarp. Þegar skilagögn með deiliskipulagi eru skoðuð þá virðast hönnuðir afhenda skuggavörp á jafndægri og á sumarsólstöðum ca. á bilinu kl. 8-16. Þetta eru bestu aðstæður þar sem einungis er skoðaður tími sem sólin er hæst á lofti yfir betri helmingi ársins þegar kemur að ljósvist. Gögnunum er yfirleitt skilað í tvívídd sem sýnir hvernig skuggarnir leggjast yfir umrædda lóð og aðliggjandi lóðir. Svo virðist sem skil á gögnum um skuggavarp uppfylli kröfur núverandi skipulagsreglugerðar óháð því hversu mikið skuggavarp í raun og veru er til staðar. Þróunaraðilar mannvirkja geta því undir núverandi skipulagsreglugerð byggt án nokkurs tillits til skuggavarps því það er ekki skilgreint hversu mikið skuggavarp er ásættanlegt. Hvað er til ráða? Lausnin liggur í auknum skýrleika regluverks. Við einföldum regluverkið á þrennan hátt. Í fyrsta lagi með því að skýra hvers óskað er af hönnuðum varðandi gæði. Í öðru lagi með því að skýra hvaða gögnum þarf að skila inn til að sýna fram á gæðin og í þriðja lagi með því að skýra hvað gögnin þurfa að innihalda. Þá er hægt að yfirfara sambærileg gögn og flýta fyrir afgreiðslu. Þannig er markmiðinu náð um einfaldað regluverk. Við einföldum regluverkið með því að skilgreina ásættanlegt skuggavarp og þannig eyðum við efa og flækjustigi sem annars verður túlkunaratriði þeirra sem að koma að málinu. Því þegar kröfurnar eru óskýrar verða niðurstöðurnar eftir því og græn gímöld rísa við hliðina á íbúðarhúsnæði. Það sýnir sagan. Þegar kröfur til skuggavarps eru skýrar og byggðar á vísindalegum grunni þá er einfalt fyrir alla að meta, hanna og byggja mannvirki í sátt við nærumhverfið. Ef okkur langar til að skilgreina ásættanlegt skuggavarp væri hægt að tilgreina hvaða dagsetningar og tíma dags á að sýna skuggavörp. Það er einnig hægt að tilgreina hvar skuggarnir mega liggja og hve lengi. Sem dæmi um þetta eru viðmið í núgildandi Aðalskiplagi Reykjavíkurborgar um að helmingur dvalarsvæðis skuli vera skuggalaus þann 1. maí í fimm klukkustundir á tímabilinu kl. 9-17. Önnur lönd setja sem dæmi viðmið um að úthliðar byggingar séu skuggalausar í ákveðinn fjölda klukkutíma á dag, auk viðmiða um skuggalausa fjarlægð frá útveggjum í ákveðinn fjölda klukkustunda dagsins. Þannig er verið að skoða möguleika fyrir aðkomu sólar inn um glugga, á svalir, á gangstéttir eða garðsvæði upp við byggingar. Núverandi byggingareglugerð segir að hanna og byggja skuli þannig að öll birtuskilyrði og ljósmagn sé í fullu samræmi við þá starfsemi sem fer fram við eða innan mannvirkisins. Fyrir kröfur fyrir raflýsingu er vísað í staðal fyrir atvinnustarfsemi en fyrir dagsljós eru engar kröfur. Það eru kröfur um hve stór gluggaflötur skal vera sem hlutfall af gólffleti en það segir okkur ekkert um ljósið sem kemur inn um þá glugga þegar við erum farin að byggja fimm hæða byggingar í nokkra metra fjarlægð frá viðeigandi glugga. Í samráðsgátt stjórnvalda liggur fyrir tillaga að breytingu á byggingarreglugerð fyrir Ljósvist sem skýrir hvaða kröfur eru gerðar til að tryggja lágmarksgæði í byggingum.1 Þessar breytingartillögur þurfa að taka gildi og samráðsgáttin gerir ráð fyrir að gildistíminn sé 1. mars næst komandi. Ef sú innleiðing á að takast vel þurfa leiðbeiningar að liggja fyrir við gildistöku og ekki er hafin vinna við það að undirrituðum vitandi. Höfundar fagna því mikið að það sé yfirlýst markmið nýrrar ríkistjórnar að regluverk í mannvirkja- og skipulagsmálum verði einfaldað! Núna verður spennandi að sjá hversu hratt skýrleikinn getur komið inn til að koma í veg fyrir fleiri skipulagsslys með tilheyrandi afleiðingum fyrir kostnað og heilsu þjóðar. Höfundar eru annars vegar PHD-verkfræðingur hjá Lotu og hins vegar framkvæmdarstjóri Lotu og stuðningsmaður betri ljósvistar í lífi fólks. 1 https://island.is/samradsgatt/mal/3843 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Skipulag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í dag sitjum við uppi með risavaxið grænt gímald við Álfabakka og í Hlíðarendahverfi eru íbúar að fara að missa dagsbirtu og útsýni vegna nágrannabyggingar sem er að fara að rísa. Þessi dæmi uppfylla núverandi skipulagslöggjöf og byggingarreglugerð hvað varðar dagsljós og útsýni. Dagsljós og útsýni íbúa á þessum svæðum hefur verið skert til muna með tilheyrandi afleiðingum fyrir þeirra heilsu og vellíðan. Augljóst þykir að núverandi skipulagslöggjöf og byggingarreglugerð tryggir ekki rétt fólksins til dagsljóss og útsýnis. Núverandi skipulagsreglugerð kveður á um að taka skal tillit til sólarhæðar og skuggavarps við ákvörðun um fjarlægð milli byggingarreita. Í reglugerðinni er hins vegar ekki skilgreint hvað væri ásættanlegt skuggavarp. Þegar skilagögn með deiliskipulagi eru skoðuð þá virðast hönnuðir afhenda skuggavörp á jafndægri og á sumarsólstöðum ca. á bilinu kl. 8-16. Þetta eru bestu aðstæður þar sem einungis er skoðaður tími sem sólin er hæst á lofti yfir betri helmingi ársins þegar kemur að ljósvist. Gögnunum er yfirleitt skilað í tvívídd sem sýnir hvernig skuggarnir leggjast yfir umrædda lóð og aðliggjandi lóðir. Svo virðist sem skil á gögnum um skuggavarp uppfylli kröfur núverandi skipulagsreglugerðar óháð því hversu mikið skuggavarp í raun og veru er til staðar. Þróunaraðilar mannvirkja geta því undir núverandi skipulagsreglugerð byggt án nokkurs tillits til skuggavarps því það er ekki skilgreint hversu mikið skuggavarp er ásættanlegt. Hvað er til ráða? Lausnin liggur í auknum skýrleika regluverks. Við einföldum regluverkið á þrennan hátt. Í fyrsta lagi með því að skýra hvers óskað er af hönnuðum varðandi gæði. Í öðru lagi með því að skýra hvaða gögnum þarf að skila inn til að sýna fram á gæðin og í þriðja lagi með því að skýra hvað gögnin þurfa að innihalda. Þá er hægt að yfirfara sambærileg gögn og flýta fyrir afgreiðslu. Þannig er markmiðinu náð um einfaldað regluverk. Við einföldum regluverkið með því að skilgreina ásættanlegt skuggavarp og þannig eyðum við efa og flækjustigi sem annars verður túlkunaratriði þeirra sem að koma að málinu. Því þegar kröfurnar eru óskýrar verða niðurstöðurnar eftir því og græn gímöld rísa við hliðina á íbúðarhúsnæði. Það sýnir sagan. Þegar kröfur til skuggavarps eru skýrar og byggðar á vísindalegum grunni þá er einfalt fyrir alla að meta, hanna og byggja mannvirki í sátt við nærumhverfið. Ef okkur langar til að skilgreina ásættanlegt skuggavarp væri hægt að tilgreina hvaða dagsetningar og tíma dags á að sýna skuggavörp. Það er einnig hægt að tilgreina hvar skuggarnir mega liggja og hve lengi. Sem dæmi um þetta eru viðmið í núgildandi Aðalskiplagi Reykjavíkurborgar um að helmingur dvalarsvæðis skuli vera skuggalaus þann 1. maí í fimm klukkustundir á tímabilinu kl. 9-17. Önnur lönd setja sem dæmi viðmið um að úthliðar byggingar séu skuggalausar í ákveðinn fjölda klukkutíma á dag, auk viðmiða um skuggalausa fjarlægð frá útveggjum í ákveðinn fjölda klukkustunda dagsins. Þannig er verið að skoða möguleika fyrir aðkomu sólar inn um glugga, á svalir, á gangstéttir eða garðsvæði upp við byggingar. Núverandi byggingareglugerð segir að hanna og byggja skuli þannig að öll birtuskilyrði og ljósmagn sé í fullu samræmi við þá starfsemi sem fer fram við eða innan mannvirkisins. Fyrir kröfur fyrir raflýsingu er vísað í staðal fyrir atvinnustarfsemi en fyrir dagsljós eru engar kröfur. Það eru kröfur um hve stór gluggaflötur skal vera sem hlutfall af gólffleti en það segir okkur ekkert um ljósið sem kemur inn um þá glugga þegar við erum farin að byggja fimm hæða byggingar í nokkra metra fjarlægð frá viðeigandi glugga. Í samráðsgátt stjórnvalda liggur fyrir tillaga að breytingu á byggingarreglugerð fyrir Ljósvist sem skýrir hvaða kröfur eru gerðar til að tryggja lágmarksgæði í byggingum.1 Þessar breytingartillögur þurfa að taka gildi og samráðsgáttin gerir ráð fyrir að gildistíminn sé 1. mars næst komandi. Ef sú innleiðing á að takast vel þurfa leiðbeiningar að liggja fyrir við gildistöku og ekki er hafin vinna við það að undirrituðum vitandi. Höfundar fagna því mikið að það sé yfirlýst markmið nýrrar ríkistjórnar að regluverk í mannvirkja- og skipulagsmálum verði einfaldað! Núna verður spennandi að sjá hversu hratt skýrleikinn getur komið inn til að koma í veg fyrir fleiri skipulagsslys með tilheyrandi afleiðingum fyrir kostnað og heilsu þjóðar. Höfundar eru annars vegar PHD-verkfræðingur hjá Lotu og hins vegar framkvæmdarstjóri Lotu og stuðningsmaður betri ljósvistar í lífi fólks. 1 https://island.is/samradsgatt/mal/3843
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun