Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Jón Þór Stefánsson skrifar 7. janúar 2025 21:16 Skrifstofuhúsnæðið sem málið varðar var í Bæjarlind í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Tvíburabræður á þrítugsaldri, ásamt einum manni á þrítugsaldri til viðbótar, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þeir eru grunaðir um að hafa geymt mikið magn af MDMA, sem var ætlað til söludreifingar, í skrifstofuhúsnæði í Bæjarlind í Kópavogi. Héraðssaksóknari höfðar málið, en hann krefst upptöku á ýmsum gullmunum. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að í skrifstofuhúsnæðinu hafi fundist tæplega þrjú kíló af MDMA kristölum og hátt í 1781 stykki af MDMA töflum. Að kvöldi miðvikudagsins 2. október 2024 hafi mennirnir verið saman í húsnæðinu með það í huga að sækja efnin, en lögreglan hafði níu dögum áður skipt efnunum út fyrir gerviefni. Tvíburarnir hafi sótt efnin þar sem þau voru falin, en þriðji maðurinn borið þau út úr húsnæðinu og sett þau í bíl annars tvíburans sem ók henni til Reykjavíkur þar sem hann og þriðji maðurinn voru handteknir með efnin. Áður hefur verið greint frá því að efnin hafi verið geymd í lofti skrifstofuhúsnæðisins. Lögreglan hafi einnig komið fyrir upptökubúnaði þar sem þau voru falin og mennirnir sést vel þegar þeir sóttu efnin á myndbandsupptöku lögreglu. Í fyrstu munu þeir allir þrír hafa neitað sök. En samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði sagði þriðji maðurinn í fjórðu skýrslutöku sem lögreglan tók af honum, í lok nóvember að hann ætti öll fíkniefnin. Hann hafi hins vegar beðið tvíburna um að fela þau í húsinu þar sem hann vissi af tómu rými þar. Í úrskurðinum er haft eftir lögreglu að gögn málsins sýni svo hafið sé yfir allan vafa að hann hafi komið að þessu stórfellda fíkniefnabroti, en að þessi frásögn hans sé með miklum ólíkindablæ. Í öðrum úrskurði segir að lögreglan telji alveg ljóst að þeir þrír hafi allir verið vel meðvitaðir um hvaða efni voru þarna geymd. Lögreglan fór kvöldið sem þeir voru handteknir líka í húsleit á heimili þriðja mannsins. Hann er einnig ákærður fyrir vörslu fíkniefna, en í ákærunni segir að á heimili hans hafi fundist 153 grömm af kókaíni, fimm grömm af MDMA, 223 grömm af metamfetamíni í kristalsformi, 22 MDMA töflur, og 788 töflur sem innihéldu fíknilyfið brómazólam. Annar tvíburinn er einnig ákærður fyrir fíkniefna- og vopnalagabot. Samkvæmt ákærunni fundust þetta sama kvöld tvö stunguvopn, hnúajárn og felukylfa og tæp fimm grömm af kókaíni á heimili hans. Héraðssaksóknari höfðar málið, en hann krefst upptöku á fimm Rolex-armbandsúrum, tveimur armböndum úr gulli, tveimur hálsmenum úr gulli, tveimur keðjum úr gulli, tveimur hringjum út gulli, tveimur peningum úr gulli, fjórum stöngum úr gulli. Flestir þessir munir fundust á heimili annars tvíburans. Áður hlotið dóm Að minnsta kosti annar tvíburinn hefur komist í kast við lögin áður, en fyrir um tíu árum hlaut hann skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárásir. Þriðji maðurinn hlaut 22 mánaða fangelsisdóm árið 2018 fyrir líkamsárás. Í því máli var hann ákærður fyrir að slá mann með kassagítar. Annar sakborningur þess máls stakk þennan sama brotaþola og var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Sá sakborningur sagði að um handrukkun hafi verið að ræða, sá sem varð fyrir árásinni hefði stolið af honum amfetamíni og skuldað tvær milljónir. Dómsmál Fíkniefnabrot Kópavogur Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að í skrifstofuhúsnæðinu hafi fundist tæplega þrjú kíló af MDMA kristölum og hátt í 1781 stykki af MDMA töflum. Að kvöldi miðvikudagsins 2. október 2024 hafi mennirnir verið saman í húsnæðinu með það í huga að sækja efnin, en lögreglan hafði níu dögum áður skipt efnunum út fyrir gerviefni. Tvíburarnir hafi sótt efnin þar sem þau voru falin, en þriðji maðurinn borið þau út úr húsnæðinu og sett þau í bíl annars tvíburans sem ók henni til Reykjavíkur þar sem hann og þriðji maðurinn voru handteknir með efnin. Áður hefur verið greint frá því að efnin hafi verið geymd í lofti skrifstofuhúsnæðisins. Lögreglan hafi einnig komið fyrir upptökubúnaði þar sem þau voru falin og mennirnir sést vel þegar þeir sóttu efnin á myndbandsupptöku lögreglu. Í fyrstu munu þeir allir þrír hafa neitað sök. En samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði sagði þriðji maðurinn í fjórðu skýrslutöku sem lögreglan tók af honum, í lok nóvember að hann ætti öll fíkniefnin. Hann hafi hins vegar beðið tvíburna um að fela þau í húsinu þar sem hann vissi af tómu rými þar. Í úrskurðinum er haft eftir lögreglu að gögn málsins sýni svo hafið sé yfir allan vafa að hann hafi komið að þessu stórfellda fíkniefnabroti, en að þessi frásögn hans sé með miklum ólíkindablæ. Í öðrum úrskurði segir að lögreglan telji alveg ljóst að þeir þrír hafi allir verið vel meðvitaðir um hvaða efni voru þarna geymd. Lögreglan fór kvöldið sem þeir voru handteknir líka í húsleit á heimili þriðja mannsins. Hann er einnig ákærður fyrir vörslu fíkniefna, en í ákærunni segir að á heimili hans hafi fundist 153 grömm af kókaíni, fimm grömm af MDMA, 223 grömm af metamfetamíni í kristalsformi, 22 MDMA töflur, og 788 töflur sem innihéldu fíknilyfið brómazólam. Annar tvíburinn er einnig ákærður fyrir fíkniefna- og vopnalagabot. Samkvæmt ákærunni fundust þetta sama kvöld tvö stunguvopn, hnúajárn og felukylfa og tæp fimm grömm af kókaíni á heimili hans. Héraðssaksóknari höfðar málið, en hann krefst upptöku á fimm Rolex-armbandsúrum, tveimur armböndum úr gulli, tveimur hálsmenum úr gulli, tveimur keðjum úr gulli, tveimur hringjum út gulli, tveimur peningum úr gulli, fjórum stöngum úr gulli. Flestir þessir munir fundust á heimili annars tvíburans. Áður hlotið dóm Að minnsta kosti annar tvíburinn hefur komist í kast við lögin áður, en fyrir um tíu árum hlaut hann skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárásir. Þriðji maðurinn hlaut 22 mánaða fangelsisdóm árið 2018 fyrir líkamsárás. Í því máli var hann ákærður fyrir að slá mann með kassagítar. Annar sakborningur þess máls stakk þennan sama brotaþola og var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Sá sakborningur sagði að um handrukkun hafi verið að ræða, sá sem varð fyrir árásinni hefði stolið af honum amfetamíni og skuldað tvær milljónir.
Dómsmál Fíkniefnabrot Kópavogur Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira