Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2025 09:14 Þrír voru fluttir á sjúkrahús á nýársnótt eftir að hnífur var notaður í átökum á Kjalarnesi. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti. vísir/vilhelm Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. „Ég sé það bara í fréttunum á nýársdag. Ég fékk algjört áfall, þá er sýnt húsið, heimreiðin heim til mín, húsið mitt, hesthúsið, hús strákanna minna sem er þarna fyrir neðan og talað um að það hafi orðið hnífsstunga heima hjá mér,“ segir Halldóra Bjarnadóttir, eigandi Tinda og íbúi í umræddu húsi. Hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni en engin gististarfsemi hefur verið rekin í húsinu frá árinu 2019. Árásin hafi átt sér stað í húsi um tvö hundruð metrum ofar. Fréttastofa RÚV leiðrétti þetta í kvöldfréttum sínum í gær og baðst velvirðingar á mistökunum. Var vísað til þess að fullyrðingar um staðsetningu árásarinnar hafi byggt á upplýsingum sem lögregla hafði á þeim tíma. Halldóra gagnrýnir harðlega að þetta hafi einungis fengist leiðrétt eftir ítrekaðar beiðnir og símtöl á fréttastofu RÚV. Yndislegt fólk búi í húsinu Nokkrir hlutu áverka í átökunum á nýársnótt en einn þó sýnu verst og var sá sagður alvarlega slasaður eftir atlöguna. Sá hlaut stungu í brjósthol en hann hefur verið fluttur af gjörgæslu á almenna deild Landspítalans. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir af spítala. Einn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við málið. „Í fyrsta lagi þá er þetta bara mjög sorglegur atburður. Þetta er yndislegt fólk sem býr þarna, það eru held ég sirka átján Pólverjar sem búa þarna við hliðina á mér og ég verð aldrei vör við þetta fólk. Það er bara yndislegt, sofnuðu eldsnemma, og voru farin sex í vinnuna. Ég er búin að búa þarna í 25 ár og ég hef einu sinni heyrt þau halda partí,“ segir Halldóra. Það hafi verið óþægilegt að heyra lætin í næsta húsi á nýársnótt og sjá svo fjölda lögreglu- og sjúkrabifreiða fyrir utan. Halldóra segir engan vafa leika á því að RÚV hafi valdið henni fjárhagslegu tjóni með því að tengja gistiheimilið við hnífaárásina en hún var með húsnæðið í útleigu á Airbnb fram til ársins 2019. „Ég er alveg klár á því. Ég er ekkert að fara af stað með gistiheimili á næstunni.“ Vont fyrir alla Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls, staðfestir að átökin og stunguárásin hafi farið fram í íbúðarhúsnæði sem fyrirtækið er með fyrir starfsfólk sitt. Mannlíf greindi áður frá staðsetningunni en Sveinn segir í samtali við Vísi að stungumálið sé vont fyrir alla og tekur undir með Halldóru að yfirleitt hafi allt verið með kyrrum kjörum í starfsmannahúsnæðinu. „Það hefur aldrei verið neitt vesen þarna og það hefur bara eitthvað komið upp sem við vitum ekki hvað er.“ Fram hefur komið að lögreglan telji að stunguárásin hafi átt sér stað eftir að átök brutust út í nýársfögnuði þar sem bæði íbúar og gestir voru viðstaddir. Bítið Lögreglumál Ríkisútvarpið Reykjavík Stunguárás á Kjalarnesi Tengdar fréttir Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Rannsókn stendur enn yfir á hnífstunguárás sem átti sér stað á Kjalarnesi á nýársnótt. Þrír menn á fimmtugsaldri voru handteknir vegna málsins og var einn þeirra úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gær. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir áfram reynt að ná betur utan um atburðarásina en þar tefji fyrir að mennirnir tali ólík tungumál. 2. janúar 2025 11:45 Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. 1. janúar 2025 18:28 Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, fram til 8. janúar, vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi í nótt. 1. janúar 2025 15:59 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
„Ég sé það bara í fréttunum á nýársdag. Ég fékk algjört áfall, þá er sýnt húsið, heimreiðin heim til mín, húsið mitt, hesthúsið, hús strákanna minna sem er þarna fyrir neðan og talað um að það hafi orðið hnífsstunga heima hjá mér,“ segir Halldóra Bjarnadóttir, eigandi Tinda og íbúi í umræddu húsi. Hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni en engin gististarfsemi hefur verið rekin í húsinu frá árinu 2019. Árásin hafi átt sér stað í húsi um tvö hundruð metrum ofar. Fréttastofa RÚV leiðrétti þetta í kvöldfréttum sínum í gær og baðst velvirðingar á mistökunum. Var vísað til þess að fullyrðingar um staðsetningu árásarinnar hafi byggt á upplýsingum sem lögregla hafði á þeim tíma. Halldóra gagnrýnir harðlega að þetta hafi einungis fengist leiðrétt eftir ítrekaðar beiðnir og símtöl á fréttastofu RÚV. Yndislegt fólk búi í húsinu Nokkrir hlutu áverka í átökunum á nýársnótt en einn þó sýnu verst og var sá sagður alvarlega slasaður eftir atlöguna. Sá hlaut stungu í brjósthol en hann hefur verið fluttur af gjörgæslu á almenna deild Landspítalans. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir af spítala. Einn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við málið. „Í fyrsta lagi þá er þetta bara mjög sorglegur atburður. Þetta er yndislegt fólk sem býr þarna, það eru held ég sirka átján Pólverjar sem búa þarna við hliðina á mér og ég verð aldrei vör við þetta fólk. Það er bara yndislegt, sofnuðu eldsnemma, og voru farin sex í vinnuna. Ég er búin að búa þarna í 25 ár og ég hef einu sinni heyrt þau halda partí,“ segir Halldóra. Það hafi verið óþægilegt að heyra lætin í næsta húsi á nýársnótt og sjá svo fjölda lögreglu- og sjúkrabifreiða fyrir utan. Halldóra segir engan vafa leika á því að RÚV hafi valdið henni fjárhagslegu tjóni með því að tengja gistiheimilið við hnífaárásina en hún var með húsnæðið í útleigu á Airbnb fram til ársins 2019. „Ég er alveg klár á því. Ég er ekkert að fara af stað með gistiheimili á næstunni.“ Vont fyrir alla Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls, staðfestir að átökin og stunguárásin hafi farið fram í íbúðarhúsnæði sem fyrirtækið er með fyrir starfsfólk sitt. Mannlíf greindi áður frá staðsetningunni en Sveinn segir í samtali við Vísi að stungumálið sé vont fyrir alla og tekur undir með Halldóru að yfirleitt hafi allt verið með kyrrum kjörum í starfsmannahúsnæðinu. „Það hefur aldrei verið neitt vesen þarna og það hefur bara eitthvað komið upp sem við vitum ekki hvað er.“ Fram hefur komið að lögreglan telji að stunguárásin hafi átt sér stað eftir að átök brutust út í nýársfögnuði þar sem bæði íbúar og gestir voru viðstaddir.
Bítið Lögreglumál Ríkisútvarpið Reykjavík Stunguárás á Kjalarnesi Tengdar fréttir Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Rannsókn stendur enn yfir á hnífstunguárás sem átti sér stað á Kjalarnesi á nýársnótt. Þrír menn á fimmtugsaldri voru handteknir vegna málsins og var einn þeirra úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gær. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir áfram reynt að ná betur utan um atburðarásina en þar tefji fyrir að mennirnir tali ólík tungumál. 2. janúar 2025 11:45 Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. 1. janúar 2025 18:28 Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, fram til 8. janúar, vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi í nótt. 1. janúar 2025 15:59 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Rannsókn stendur enn yfir á hnífstunguárás sem átti sér stað á Kjalarnesi á nýársnótt. Þrír menn á fimmtugsaldri voru handteknir vegna málsins og var einn þeirra úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gær. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir áfram reynt að ná betur utan um atburðarásina en þar tefji fyrir að mennirnir tali ólík tungumál. 2. janúar 2025 11:45
Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. 1. janúar 2025 18:28
Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, fram til 8. janúar, vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi í nótt. 1. janúar 2025 15:59