Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. janúar 2025 10:48 Hægt sé að spara milljónir með að skipta yfir í LED götulýsingu. Vísir/Vilhelm Ráðgjafi sveitarfélaga og Vegagerðarinnar segir sveitarfélög geti sparað milljónir með því að nota LED ljós í götulýsingu. Mörg sveitarfélög vinna að því að skipta út götulýsingunni. „Það sem gerist eins og með götulýsinguna að ef þú skiptir yfir í LED þá spara þú orku, að meðaltali 70%,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, stofnandi Liska ehf. og ráðgjafi sveitarfélaga og Vegagerðarinnar, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir það margborga sig fyrir sveitarfélög að skipta yfir í LED ljósgjafa í götulýsingu. Ljósgæðin og birtan sé sú sama og jafnvel betri. „Eins og ef við tökum til dæmis Reykjavík sem ég hef unnið mest fyrir,“ segir Guðjón. „Þeir eiga eftir að endurnýja um einn þriðja af gatnalýsingunni og ef þeir gerðu það gætu þeir sparað hundrað milljónir á ári.“ Guðjón telur að ef að öll sveitarfélög á landinu myndu skipta yfir í LED gatnalýsingu væri hægt að spara um 700 milljónir á ári. Með hækkandi raforkuverði gæti sparnaðurinn verið enn meiri. „Það margborgar sig. Þegar við vorum að byrja á þessu fyrir sex, sjö árum þá var endurgreiðslutíminn í kringum fimm til sjö ár. Núna með hækkandi raforkuverði og svona stöðnun í verði á lömpum þá er þessi tími kominn í kringum tvö til fjögur ár,“ segir Guðjón. „Svona lampar eiga að endast í tuttugu til 25 ár.“ Sveitarfélögin klára mishratt Sveitarfélögin leggi mismikla áherslu á að klára skiptin. Reykjavíkurborg hefur skipt út um þriðjung ljósgjafanna. Þá stefna Akranesbær, Kópavogsbær og Seltjarnarnesbær að klára breytingarnar á þessu ári. Garðabær stefnir á að klára á næstu þremur árum. Mosfellsbær er á svipuðu róli og Reykjavíkurborg, hefur klárað að skipta út um þriðjung. Áherslan núna sé hins vegar að taka alla hvítasilfurslampa og skipta þeim út. Það séu þrjú til fjögur ár að verkefnið klárast. Búið sé að skipta út gatnalýsingunni á Reykjanesbrautinni en breytingin hefur ekki átt sér stað á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu. „Það eru flestir á fullu,“ segir Guðjón. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar segir að LED ljósgjafar séu ekki perur heldur glóandi rafrás eða hálfleiðari. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bítið Reykjavík Seltjarnarnes Garðabær Mosfellsbær Akranes Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira
„Það sem gerist eins og með götulýsinguna að ef þú skiptir yfir í LED þá spara þú orku, að meðaltali 70%,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, stofnandi Liska ehf. og ráðgjafi sveitarfélaga og Vegagerðarinnar, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir það margborga sig fyrir sveitarfélög að skipta yfir í LED ljósgjafa í götulýsingu. Ljósgæðin og birtan sé sú sama og jafnvel betri. „Eins og ef við tökum til dæmis Reykjavík sem ég hef unnið mest fyrir,“ segir Guðjón. „Þeir eiga eftir að endurnýja um einn þriðja af gatnalýsingunni og ef þeir gerðu það gætu þeir sparað hundrað milljónir á ári.“ Guðjón telur að ef að öll sveitarfélög á landinu myndu skipta yfir í LED gatnalýsingu væri hægt að spara um 700 milljónir á ári. Með hækkandi raforkuverði gæti sparnaðurinn verið enn meiri. „Það margborgar sig. Þegar við vorum að byrja á þessu fyrir sex, sjö árum þá var endurgreiðslutíminn í kringum fimm til sjö ár. Núna með hækkandi raforkuverði og svona stöðnun í verði á lömpum þá er þessi tími kominn í kringum tvö til fjögur ár,“ segir Guðjón. „Svona lampar eiga að endast í tuttugu til 25 ár.“ Sveitarfélögin klára mishratt Sveitarfélögin leggi mismikla áherslu á að klára skiptin. Reykjavíkurborg hefur skipt út um þriðjung ljósgjafanna. Þá stefna Akranesbær, Kópavogsbær og Seltjarnarnesbær að klára breytingarnar á þessu ári. Garðabær stefnir á að klára á næstu þremur árum. Mosfellsbær er á svipuðu róli og Reykjavíkurborg, hefur klárað að skipta út um þriðjung. Áherslan núna sé hins vegar að taka alla hvítasilfurslampa og skipta þeim út. Það séu þrjú til fjögur ár að verkefnið klárast. Búið sé að skipta út gatnalýsingunni á Reykjanesbrautinni en breytingin hefur ekki átt sér stað á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu. „Það eru flestir á fullu,“ segir Guðjón. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar segir að LED ljósgjafar séu ekki perur heldur glóandi rafrás eða hálfleiðari. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bítið Reykjavík Seltjarnarnes Garðabær Mosfellsbær Akranes Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira