Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar 28. desember 2024 15:30 Það er alveg ljóst að í framhaldi þess að Norðmenn tengdu sig með sæstrengjum við Bretland og Danmörku fauk orkuverðið upp úr öllu valdi í Suður-Noregi. Það gerðist árið 2021, áður en stríðið í Úkraínu byrjaði. Stjórnvöld í Noregi eru ábyrg fyrir ástandinu en hafa reynt að breiða yfir staðreyndir með því að tengja hækkun á orkuverði stríðinu í Úkraínu. Stríðið hefur haft einhver áhrif en aðaláhrifin hafa verið frá ACER, sem sér um samninga um orkumagn og dreifingu og svo lokun kjarnorkuvera í Þýskalandi. Vindorkuverin í Evrópu eru óstöðug og þurfa endalausa jöfnunarorku sem kemur aðallega frá vatnsaflsvirkjunum Norðmanna. Hér á landi er almenningur mataður á röngum fréttum sem koma frá fréttamiðlum tengdum stjórnvöldum í Noregi. Núverandi ríkisstjórn undir forystu Jonas Gahr-Støre er spáð falli í næstu kosningum samkvæmt nýustu skoðanakönnunum. Ástandið er svo slæmt í Noregi að mörg fyrirtæki og iðnaður er á barmi gjaldþrots. Heimilum er skömmtuð niðurgreiðsla fyrir skýháa raforkureikninga. Er það lausnin? Nei segja Norðmenn. Þeir vilja fá fast orkuverð fyrir kílówattstundina og á því verði sem það kostar að framleiða vatnsaflsorkuna í Noregi. Vatnsaflsvirkjanir Norðmanna voru kostaðar af skattpeningum landsmanna og ættu að þjóna norskum heimilum og iðnaði. Nú, þegar orkupakkasamningar EES og EB telja orkuframleiðslu vera hverja aðra neysluvöru, er skylt að koma henni úr höndum ríkisins og í hendur einkaaðila. Innviðir sem eru lífsnauðsynlegir fyrir afkomu iðnaðar og framleiðslu eru teknir úr höndum Norðmanna og settir á opinn markað. ACER miðstýrir orkuframleiðslu álfunnar og þar með orkukostnaði. Þar með hafa Norðmenn misst sjálfræði yfir orkunni sinni. Í fréttum hér á landi má heyra að norsk heimili fái niðurgreiðslur og því ekkert mál að greiða rafmagnsreikninginn hvern mánuð. Þetta er alrangt. Niðurgreiðsla er aðeins upp að vissu marki. Orkukostnaður hefur verið frá 5-9 þús. nkr. á mánuði fyrir eldri húsnæði með niðurgreiðslu, eða allt að 110 þús. íkr. Margar fjölskyldur slökkva á rafmagninu, elda með gasi og hita upp með viði á veturna. Þá má spyrja sig hvort þetta sé rétta leiðin til að bjarga loftslaginu? Grafið sýnir hækkun á raforku í Suður-Noregi (bláar súlur) þar sem kaplarnir til Evrópu eru tengdir við vatnsorku landshlutans. Takið vel eftir ártölunum en kaplarnir voru tengdir 2021. Þegar grafið er undan efnahag ríkisins er ekki mikið sem ríkið getur gert til að byggja upp innviði. Þannig er það í Noregi í dag. Meðalstór og lítil orkufrek fyrirtæki eins og matvinnsla s.s. bakarí, og kjötvinnsla hafa einfaldlega ekki efni á að framleiða og fólk missir vinnu. Skattgreiðendum fækkar. Erlend risafyrirtæki sem geta ekki þrifist á vindorku vilja auðvitað fá vatnsorku á sérkjörum eins og við þekkjum varðandi álverin hér á landi. Í Noregi var það venja að orkufrek fyrirtæki tryggðu sjálf orkuþörf sína án þess að heimilin liðu orkuskort. Tölvuver ameríska tölvufyrirtækisins Google mun rísa í Skien á 2 þúsund ferkílómetra lóð. Planið er að fyrirtækið taki til starfa 2026 og verði keyrt á 99% vistvænni orku frá norska orkukerfinu. Google hefur þegar fengið leyfi fyrir 240 MW, en þarf fullbyggt 840 MW, sem er 5% af allri raforku sem framleidd er í dag í Noregi. Fimmtán ferkílómetra landflæmi undir vindtúrbínuver með 50 vindtúrbínum verður byggt til að tengja við tölvuverið. Slík orka er óstöðug og því þarf jöfnunarorku frá vatnsaflsvirkjun. Vindtúrbínuver þarf alltaf jöfnunarorku. Þetta mun hafa þær afleiðingar að rafmagnskostnaður heimilanna eykst töluvert auk þess að sveiflast til og frá eftir hvernig vindur blæs, í orðsins fyllstu merkingu. Þegar risafyrirtæki lofa mikilli uppbyggingu og gróða í litlu sveitarfélagi eru það peningar sem ráða ferð og allt annað svíður undan græðginni. Mikil mótstaða náttúruverndarsinna og almennings í Suður-Noregi hefur verið gegn þessum framkvæmdum, enda bæði náttúruslys vegna vindtúrbínuversins og gríðarlegt landsvæði sem fer undir vindtúrbínuverið og sjálft töluvuverið. Andstaða Norðmanna gegn EES hefur aukist mikið og vilja sífellt fleiri að Noregur gangi úr samningnum og rjúfi orkutenginguna við Evrópu. Tenglar á áhugaverða umfjöllun í Noregi: Strømpris-krisen: - - Kutt de føkkings kablene Strømpriser: Trond Giske vil true med stengte utenlandskabler – NRK Norge – Oversikt over nyheter fra ulike deler av landet https://www.nrk.no/nyheter/energiministeren-om-skyhoye-strompriser_-_-en-helt-jaevlig-situasjon-1.17165567 Höfundur er í Lýðræðisflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Noregur Orkumál Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Það er alveg ljóst að í framhaldi þess að Norðmenn tengdu sig með sæstrengjum við Bretland og Danmörku fauk orkuverðið upp úr öllu valdi í Suður-Noregi. Það gerðist árið 2021, áður en stríðið í Úkraínu byrjaði. Stjórnvöld í Noregi eru ábyrg fyrir ástandinu en hafa reynt að breiða yfir staðreyndir með því að tengja hækkun á orkuverði stríðinu í Úkraínu. Stríðið hefur haft einhver áhrif en aðaláhrifin hafa verið frá ACER, sem sér um samninga um orkumagn og dreifingu og svo lokun kjarnorkuvera í Þýskalandi. Vindorkuverin í Evrópu eru óstöðug og þurfa endalausa jöfnunarorku sem kemur aðallega frá vatnsaflsvirkjunum Norðmanna. Hér á landi er almenningur mataður á röngum fréttum sem koma frá fréttamiðlum tengdum stjórnvöldum í Noregi. Núverandi ríkisstjórn undir forystu Jonas Gahr-Støre er spáð falli í næstu kosningum samkvæmt nýustu skoðanakönnunum. Ástandið er svo slæmt í Noregi að mörg fyrirtæki og iðnaður er á barmi gjaldþrots. Heimilum er skömmtuð niðurgreiðsla fyrir skýháa raforkureikninga. Er það lausnin? Nei segja Norðmenn. Þeir vilja fá fast orkuverð fyrir kílówattstundina og á því verði sem það kostar að framleiða vatnsaflsorkuna í Noregi. Vatnsaflsvirkjanir Norðmanna voru kostaðar af skattpeningum landsmanna og ættu að þjóna norskum heimilum og iðnaði. Nú, þegar orkupakkasamningar EES og EB telja orkuframleiðslu vera hverja aðra neysluvöru, er skylt að koma henni úr höndum ríkisins og í hendur einkaaðila. Innviðir sem eru lífsnauðsynlegir fyrir afkomu iðnaðar og framleiðslu eru teknir úr höndum Norðmanna og settir á opinn markað. ACER miðstýrir orkuframleiðslu álfunnar og þar með orkukostnaði. Þar með hafa Norðmenn misst sjálfræði yfir orkunni sinni. Í fréttum hér á landi má heyra að norsk heimili fái niðurgreiðslur og því ekkert mál að greiða rafmagnsreikninginn hvern mánuð. Þetta er alrangt. Niðurgreiðsla er aðeins upp að vissu marki. Orkukostnaður hefur verið frá 5-9 þús. nkr. á mánuði fyrir eldri húsnæði með niðurgreiðslu, eða allt að 110 þús. íkr. Margar fjölskyldur slökkva á rafmagninu, elda með gasi og hita upp með viði á veturna. Þá má spyrja sig hvort þetta sé rétta leiðin til að bjarga loftslaginu? Grafið sýnir hækkun á raforku í Suður-Noregi (bláar súlur) þar sem kaplarnir til Evrópu eru tengdir við vatnsorku landshlutans. Takið vel eftir ártölunum en kaplarnir voru tengdir 2021. Þegar grafið er undan efnahag ríkisins er ekki mikið sem ríkið getur gert til að byggja upp innviði. Þannig er það í Noregi í dag. Meðalstór og lítil orkufrek fyrirtæki eins og matvinnsla s.s. bakarí, og kjötvinnsla hafa einfaldlega ekki efni á að framleiða og fólk missir vinnu. Skattgreiðendum fækkar. Erlend risafyrirtæki sem geta ekki þrifist á vindorku vilja auðvitað fá vatnsorku á sérkjörum eins og við þekkjum varðandi álverin hér á landi. Í Noregi var það venja að orkufrek fyrirtæki tryggðu sjálf orkuþörf sína án þess að heimilin liðu orkuskort. Tölvuver ameríska tölvufyrirtækisins Google mun rísa í Skien á 2 þúsund ferkílómetra lóð. Planið er að fyrirtækið taki til starfa 2026 og verði keyrt á 99% vistvænni orku frá norska orkukerfinu. Google hefur þegar fengið leyfi fyrir 240 MW, en þarf fullbyggt 840 MW, sem er 5% af allri raforku sem framleidd er í dag í Noregi. Fimmtán ferkílómetra landflæmi undir vindtúrbínuver með 50 vindtúrbínum verður byggt til að tengja við tölvuverið. Slík orka er óstöðug og því þarf jöfnunarorku frá vatnsaflsvirkjun. Vindtúrbínuver þarf alltaf jöfnunarorku. Þetta mun hafa þær afleiðingar að rafmagnskostnaður heimilanna eykst töluvert auk þess að sveiflast til og frá eftir hvernig vindur blæs, í orðsins fyllstu merkingu. Þegar risafyrirtæki lofa mikilli uppbyggingu og gróða í litlu sveitarfélagi eru það peningar sem ráða ferð og allt annað svíður undan græðginni. Mikil mótstaða náttúruverndarsinna og almennings í Suður-Noregi hefur verið gegn þessum framkvæmdum, enda bæði náttúruslys vegna vindtúrbínuversins og gríðarlegt landsvæði sem fer undir vindtúrbínuverið og sjálft töluvuverið. Andstaða Norðmanna gegn EES hefur aukist mikið og vilja sífellt fleiri að Noregur gangi úr samningnum og rjúfi orkutenginguna við Evrópu. Tenglar á áhugaverða umfjöllun í Noregi: Strømpris-krisen: - - Kutt de føkkings kablene Strømpriser: Trond Giske vil true med stengte utenlandskabler – NRK Norge – Oversikt over nyheter fra ulike deler av landet https://www.nrk.no/nyheter/energiministeren-om-skyhoye-strompriser_-_-en-helt-jaevlig-situasjon-1.17165567 Höfundur er í Lýðræðisflokknum.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar