Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2024 08:46 Mikið uppnám varð í suðurkóreska þinginu í morgun og mótmæltu stjórnarþingmenn harðlega. Var þingforsetinn sakaður um valdníðslu. AP Suðurkóreska þingið hefur samþykkt að ákæra Han Duck-soo, starfandi forseta landsins, til embættismissis. Þetta gerist tveimur vikum eftir að samþykkt var að gera slíkt hið sama við forsetann Yoon Suk Yeol. Þetta var ákveðið þegar suðurkóreska þingið kom saman í fyrr í dag. Alls greiddu 192 þingmenn atkvæði með að ákæra Han, en 151 hið minnsta þurfti til að ákæran næði fram að ganga. Forsætisráðherrann Han Duck-soo tók við stöðu starfandi forseta þegar forsetinn Yoon var ákærður til embættismissis í byrjun mánaðar í kjölfar ákvörðunar sinnar um að koma á herlögum í landinu. Í frétt BBC segir að Han hafi verið ætlað að leiða landið í gegnum það pólitíska öngþveiti sem hefur ríkt í landinu síðustu vikurnar. Stjórnarandstæðingar sökuðu hann hins vegar að um að neita því að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir til að hægt væri að framfylgja ákæruferlinu á hendur Yoon með fullnægjandi hætti. Stjórnarþingmenn mótmæltu harðlega Mikið uppnám varð í suðurkóreska þinginu í morgun og mótmæltu stjórnarþingmenn harðlega þegar þingforsetinn Woo Won-shik tilkynnti að einungis þyrfti atkvæði 151 þingmanna til að samþykkja ákæru á hendur Han. Þegar Yoon var ákærður til embættismissis þurfti atkvæði tvö hundruð þingmanna, en ákvörðun þingforsetans í morgun þýddi að engir stjórnarþingmenn þurftu að greiða atkvæði með ákæru til að málið næði fram að ganga. Forsætisráðherrann Han Duck-soo tók við skyldum forseta landsins fyrr í mánuðinum þegar þingið ákvað að ákæra forsetann Yoon Suk Yeol til embættismissis.EPA Stjórnarþingmenn létu ýmis orð falla á þinginu í morgun og sögðu að ógilda ætti atkvæðagreiðsluna og sökuðu þingforsetann um valdníðslu og hvöttu hann til að segja af sér. Flestir stjórnarþingmenn sniðgengu atkvæðagreiðsluna. Han verður nú leystur frá störfum af þinginu, en líkt og í tilfelli Yoon þá þarf stjórnlagadómstóll landsins að staðfesta ákæruna og hefur hann 180 daga til að taka ákvörðun í málinu. Kom í veg fyrir skipun dómara Stjórnarandstöðuþingmenn lögðu fyrst fram tillögu í gær um að ákæra skyldi Han eftir að hann stöðvaði skipun þriggja dómara sem þingið hafði samþykkt að skyldu taka mál Yoon fyrir. Níu dómarar eiga alla jafnan sæti í stjórnlagadómstól Suður-Kóreu og þurfa að sex dómarar hið minnsta að staðfesta ákæru á hendur Yoon til að hún nái fram að ganga. Sem stendur eiga hins vegar bara sex dómarar sæti í dómstólnum sem þýðir að einungis einn þeirra gæti lagst gegn ákærunni til að koma í veg fyrir að Yoon yrði hrakinn úr embætti. Vonuðust stjórnarandstöðuþingmenn til að með fullskipa dóminn myndi það auka líkur á að Yoon yrði ákærður til embættismissis. Fjármálaráðherrann Choi Sang-mok mun nú taka við af Han sem starfandi forseti landsins, Suður-Kórea Tengdar fréttir Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. 15. desember 2024 09:33 Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Þingið í Suður-Kóreu hefur samþykkt að ákæra forseta landsins Yoon Suk Yeol fyrir embættisafglöp. Þingið greiddi atkvæði um það í morgun og var tillagan samþykkt með miklum meirihluta, 204 gegn 85. 14. desember 2024 07:43 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira
Þetta var ákveðið þegar suðurkóreska þingið kom saman í fyrr í dag. Alls greiddu 192 þingmenn atkvæði með að ákæra Han, en 151 hið minnsta þurfti til að ákæran næði fram að ganga. Forsætisráðherrann Han Duck-soo tók við stöðu starfandi forseta þegar forsetinn Yoon var ákærður til embættismissis í byrjun mánaðar í kjölfar ákvörðunar sinnar um að koma á herlögum í landinu. Í frétt BBC segir að Han hafi verið ætlað að leiða landið í gegnum það pólitíska öngþveiti sem hefur ríkt í landinu síðustu vikurnar. Stjórnarandstæðingar sökuðu hann hins vegar að um að neita því að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir til að hægt væri að framfylgja ákæruferlinu á hendur Yoon með fullnægjandi hætti. Stjórnarþingmenn mótmæltu harðlega Mikið uppnám varð í suðurkóreska þinginu í morgun og mótmæltu stjórnarþingmenn harðlega þegar þingforsetinn Woo Won-shik tilkynnti að einungis þyrfti atkvæði 151 þingmanna til að samþykkja ákæru á hendur Han. Þegar Yoon var ákærður til embættismissis þurfti atkvæði tvö hundruð þingmanna, en ákvörðun þingforsetans í morgun þýddi að engir stjórnarþingmenn þurftu að greiða atkvæði með ákæru til að málið næði fram að ganga. Forsætisráðherrann Han Duck-soo tók við skyldum forseta landsins fyrr í mánuðinum þegar þingið ákvað að ákæra forsetann Yoon Suk Yeol til embættismissis.EPA Stjórnarþingmenn létu ýmis orð falla á þinginu í morgun og sögðu að ógilda ætti atkvæðagreiðsluna og sökuðu þingforsetann um valdníðslu og hvöttu hann til að segja af sér. Flestir stjórnarþingmenn sniðgengu atkvæðagreiðsluna. Han verður nú leystur frá störfum af þinginu, en líkt og í tilfelli Yoon þá þarf stjórnlagadómstóll landsins að staðfesta ákæruna og hefur hann 180 daga til að taka ákvörðun í málinu. Kom í veg fyrir skipun dómara Stjórnarandstöðuþingmenn lögðu fyrst fram tillögu í gær um að ákæra skyldi Han eftir að hann stöðvaði skipun þriggja dómara sem þingið hafði samþykkt að skyldu taka mál Yoon fyrir. Níu dómarar eiga alla jafnan sæti í stjórnlagadómstól Suður-Kóreu og þurfa að sex dómarar hið minnsta að staðfesta ákæru á hendur Yoon til að hún nái fram að ganga. Sem stendur eiga hins vegar bara sex dómarar sæti í dómstólnum sem þýðir að einungis einn þeirra gæti lagst gegn ákærunni til að koma í veg fyrir að Yoon yrði hrakinn úr embætti. Vonuðust stjórnarandstöðuþingmenn til að með fullskipa dóminn myndi það auka líkur á að Yoon yrði ákærður til embættismissis. Fjármálaráðherrann Choi Sang-mok mun nú taka við af Han sem starfandi forseti landsins,
Suður-Kórea Tengdar fréttir Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. 15. desember 2024 09:33 Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Þingið í Suður-Kóreu hefur samþykkt að ákæra forseta landsins Yoon Suk Yeol fyrir embættisafglöp. Þingið greiddi atkvæði um það í morgun og var tillagan samþykkt með miklum meirihluta, 204 gegn 85. 14. desember 2024 07:43 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira
Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. 15. desember 2024 09:33
Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Þingið í Suður-Kóreu hefur samþykkt að ákæra forseta landsins Yoon Suk Yeol fyrir embættisafglöp. Þingið greiddi atkvæði um það í morgun og var tillagan samþykkt með miklum meirihluta, 204 gegn 85. 14. desember 2024 07:43