Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir og Kári Garðarsson skrifa 19. desember 2024 13:32 Það er tjáningarfrelsi á Íslandi. Þetta er staðreynd - og sem betur fer. Lýðræðislegt samfélag á allt sitt undir því að tjáningarfrelsi sé tryggt og virt, það þekkjum við hinsegin fólk vel. Hins vegar eru tjáningarfrelsinu settar ákveðnar skorður, bæði í almennum hegningarlögum og í stjórnarskrá lýðveldisins. Þar segir: Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Þetta eru æðstu lögin í landinu, mörkin sem við höfum sett okkur sem samfélag. Mörk frelsis hvers einstaklings til tjáningar eru þannig almennt dregin við frelsi annarrar manneskju til þess að fá að vera til í friði. Rétt eins og ferðafrelsi okkar takmarkast almennt af þröskuldi næsta manns, þá eru skorður settar á tjáningarfrelsi okkar. Snorri Másson, nýkjörinn alþingismaður Miðflokksins, skrifar í Morgunblaðið í dag og á Facebook-síðu sína. Þar fjallar hann um tjáningarfrelsið og leggur út af kæru Samtakanna ‘78 á hendur Eldi Smára Kristinssyni fyrir hatursorðræðu. Í grein sinni velur Snorri ein kærð ummæli af sjö til þess að taka sérstaklega fyrir, væntanlega þau sem hann telur fela í sér minnstan grófleika. Ljóst er að honum finnst kæran ekki eiga rétt á sér. Síðar í greininni tekur hann þó fram að í kærunni séu einnig „ummæli [...] sem lýsa heift og fyrirlitningu og eru alls ekki við hæfi í siðgæddri umræðu“. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að félag hinsegin fólks á Íslandi láti reyna á þau lög sem eru í landinu til verndar hinsegin fólki. Snorri kallar eftir ábyrgð Samtakanna ‘78, sem hann segir ranglega að séu alfarið fjármögnuð af hinu opinbera, en óljóst er hvort hann á bara við þessi einu ummæli eða kæruna í heild sinni. Rétt er að taka fram að það er á endanum ákæruvaldið og dómstólar sem taka afstöðu til þess hvað telst stangast á við lög og hvað ekki, Samtökin ‘78 ráða því ekki og Snorri svo sannarlega ekki heldur. Í allri umræðu um tjáningarfrelsi virðist stundum hafa gleymst að orð og gjörðir hafa yfirleitt afleiðingar. Það þarf ákveðna tegund af veruleikafirringu að halda að fólk sem þú kallar öllum illum nöfnum og lýgur upp á muni ekki gera þig ábyrgan fyrir orðum þínum. Við búum í samfélagi - og í samfélagi hefur það einfaldlega afleiðingar að koma illa fram við annað fólk. Með öðrum orðum: Fólki er fullkomlega frjálst að segja ljóta hluti. Öðru fólki er frjálst að láta í ljós óánægju sína með framgöngu þeirra og leita réttar síns ef á þau er ráðist. Öllu frelsi fylgir ábyrgð, það ætti alþingismaður að vita. Snorri heldur því einnig fram, þvert á staðreyndir máls, að Samtökin ‘78 hafi einsett sér að ráðast að frambjóðanda til Alþingis. Hið rétta er að kæran á hendur Eldi Smára var lögð fram í júní, löngu áður en hann fór í framboð. Hann var kallaður í skýrslutöku daginn fyrir kosningar og sagði frá því alveg einn og óstuddur. Samtökin ‘78 hafa aldrei haft frumkvæði að því að um þennan mann sé fjallað. Eldur Smári sætir nú sakamálarannsókn fyrir hatursorðræðu gagnvart hinsegin fólki vegna þess að lögregla metur það sem svo að líkur séu á því að hann hafi brotið lög með málflutningi sínum. Samtökin ‘78 hafa á undanförnum misserum kært til lögreglu fjóra aðila sem hafa kallað okkur eða hópa innan okkar raða ofbeldisfólk, jafnvel barnaníðinga og fullyrt að við séum að tæla börn eða beita þau ofbeldi. Það eru alvarlegar lygar sem vega að öryggi alls hinsegin fólks og sem við sitjum ekki undir aðgerðalaus. Við hvetjum Snorra Másson til þess að sýna ábyrgð í opinberri umræðu. Fyrsta mál á dagskrá í þeim efnum er líklega að sannreyna heimildir sínar. Einnig bjóðum við hann velkominn á skrifstofuna okkar, í samtal um þessi málefni þar sem við getum svarað öllum hans spurningum. Höfundar eru formaður og framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarndís Helga Tómasdóttir Kári Garðarsson Hinsegin Tjáningarfrelsi Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Sjá meira
Það er tjáningarfrelsi á Íslandi. Þetta er staðreynd - og sem betur fer. Lýðræðislegt samfélag á allt sitt undir því að tjáningarfrelsi sé tryggt og virt, það þekkjum við hinsegin fólk vel. Hins vegar eru tjáningarfrelsinu settar ákveðnar skorður, bæði í almennum hegningarlögum og í stjórnarskrá lýðveldisins. Þar segir: Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Þetta eru æðstu lögin í landinu, mörkin sem við höfum sett okkur sem samfélag. Mörk frelsis hvers einstaklings til tjáningar eru þannig almennt dregin við frelsi annarrar manneskju til þess að fá að vera til í friði. Rétt eins og ferðafrelsi okkar takmarkast almennt af þröskuldi næsta manns, þá eru skorður settar á tjáningarfrelsi okkar. Snorri Másson, nýkjörinn alþingismaður Miðflokksins, skrifar í Morgunblaðið í dag og á Facebook-síðu sína. Þar fjallar hann um tjáningarfrelsið og leggur út af kæru Samtakanna ‘78 á hendur Eldi Smára Kristinssyni fyrir hatursorðræðu. Í grein sinni velur Snorri ein kærð ummæli af sjö til þess að taka sérstaklega fyrir, væntanlega þau sem hann telur fela í sér minnstan grófleika. Ljóst er að honum finnst kæran ekki eiga rétt á sér. Síðar í greininni tekur hann þó fram að í kærunni séu einnig „ummæli [...] sem lýsa heift og fyrirlitningu og eru alls ekki við hæfi í siðgæddri umræðu“. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að félag hinsegin fólks á Íslandi láti reyna á þau lög sem eru í landinu til verndar hinsegin fólki. Snorri kallar eftir ábyrgð Samtakanna ‘78, sem hann segir ranglega að séu alfarið fjármögnuð af hinu opinbera, en óljóst er hvort hann á bara við þessi einu ummæli eða kæruna í heild sinni. Rétt er að taka fram að það er á endanum ákæruvaldið og dómstólar sem taka afstöðu til þess hvað telst stangast á við lög og hvað ekki, Samtökin ‘78 ráða því ekki og Snorri svo sannarlega ekki heldur. Í allri umræðu um tjáningarfrelsi virðist stundum hafa gleymst að orð og gjörðir hafa yfirleitt afleiðingar. Það þarf ákveðna tegund af veruleikafirringu að halda að fólk sem þú kallar öllum illum nöfnum og lýgur upp á muni ekki gera þig ábyrgan fyrir orðum þínum. Við búum í samfélagi - og í samfélagi hefur það einfaldlega afleiðingar að koma illa fram við annað fólk. Með öðrum orðum: Fólki er fullkomlega frjálst að segja ljóta hluti. Öðru fólki er frjálst að láta í ljós óánægju sína með framgöngu þeirra og leita réttar síns ef á þau er ráðist. Öllu frelsi fylgir ábyrgð, það ætti alþingismaður að vita. Snorri heldur því einnig fram, þvert á staðreyndir máls, að Samtökin ‘78 hafi einsett sér að ráðast að frambjóðanda til Alþingis. Hið rétta er að kæran á hendur Eldi Smára var lögð fram í júní, löngu áður en hann fór í framboð. Hann var kallaður í skýrslutöku daginn fyrir kosningar og sagði frá því alveg einn og óstuddur. Samtökin ‘78 hafa aldrei haft frumkvæði að því að um þennan mann sé fjallað. Eldur Smári sætir nú sakamálarannsókn fyrir hatursorðræðu gagnvart hinsegin fólki vegna þess að lögregla metur það sem svo að líkur séu á því að hann hafi brotið lög með málflutningi sínum. Samtökin ‘78 hafa á undanförnum misserum kært til lögreglu fjóra aðila sem hafa kallað okkur eða hópa innan okkar raða ofbeldisfólk, jafnvel barnaníðinga og fullyrt að við séum að tæla börn eða beita þau ofbeldi. Það eru alvarlegar lygar sem vega að öryggi alls hinsegin fólks og sem við sitjum ekki undir aðgerðalaus. Við hvetjum Snorra Másson til þess að sýna ábyrgð í opinberri umræðu. Fyrsta mál á dagskrá í þeim efnum er líklega að sannreyna heimildir sínar. Einnig bjóðum við hann velkominn á skrifstofuna okkar, í samtal um þessi málefni þar sem við getum svarað öllum hans spurningum. Höfundar eru formaður og framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun