Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Lovísa Arnardóttir skrifar 18. desember 2024 17:47 Stjórn Fangavarðafélags Íslands skorar á stjórnvöld að skera ekki meira niður til Fangelsismálastofnunar. Vísir/Arnar Stjórn Fangavarðafélags Íslands, FVFÍ, harmar í yfirlýsingu að enn sé gerð hagræðingarkrafa á Fangelsismálastofnun. Stjórn félagsins skorar á stjórnvöld að draga hagræðingarkröfu til baka og tryggja Fangelsismálastofnun það fjármagn sem þarf til að tryggja lágmarks öryggi og velferð starfsfólks og skjólstæðinga í fangelsiskerfinu. Þau segja hagræðinguna líklega valda því að ekki verði hægt að boða einstaklinga í afplánun og að líklegt sé að dómar muni fyrnast. Greint var frá því fyrr í dag að skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar yrðu ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem voru kynntar starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri sagði ástæðuna fyrir þessu tug milljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. Í yfirlýsingu Fangavarðafélags Íslands segir að frá árinu 2009 hafi fjármagn til Fangelsismálastofnunar verið skorið niður árlega. Það sé löngu ljóst að niðurskurðurinn komi niður á lögbundinni starfsemi stofnunarinnar. Einu fangelsi hafi verið lokað og að í fyrra hafi verið veitt sérstakt fjármagn úr ríkissjóði til Fangelsismálastofnunar vegna niðurskurðar fyrri ára. Fimm og hálft stöðugildi Félagið segir að í núverandi hagræðingartillögum sé lagt til að fangavörðum verði fækkað um það sem jafngildir fimm og hálfu stöðugildi. Það muni skerða starf og öryggi í fangelsunum og þjónustuna við þau sem afplána innan þeirra. „FVFÍ hefur í nokkur ár bent á alvarlega misbresti í aðbúnaði og öryggismálum í fangelsiskerfinu sem hafi náð hámæli á liðnu ári. Skýtur það óneitanlega skökku við að ætla að skera enn meira niður í kerfi sem er búið að þola viðvarandi undirmönnum, bresti í öryggismálum, þjálfunarmálum og óviðunandi aðbúnað starfsfólks áraraðir. Mun tilvonandi fækkun í liði fangavarða einungis auka álagið enn meir á það starfsfólk sem eftir stendur og er það nú þegar komið að þolmörkum. Ætla má að tilvonandi niðurskurður gera Fangelsismálastofnun enn erfiðara fyrir að þjóna sínum tilgangi gagnvart samfélaginu sem er að fullnusta fangelsisdóma,“ segir í yfirlýsingunni. Dómar muni fyrnast Þá segir að þetta þýði einnig að hætt verði að boða nýja fanga í afplánun á boðunarlista vegna fjárskorts. „Langur biðlisti er til staðar af einstaklingum sem bíða eftir að hefja afplánun vegna viðvarandi plássleysis í fangelsum og líkur eru á að margir fangelsisdómar fyrnist,“ segir í yfirlýsingunni. Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Dómsmál Tengdar fréttir Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Starfshópur sjö ráðuneyta leggur til að byggður verði upp miðlægur þjónustukjarni fyrir einstaklinga sem hafa brotið af sér en eru ýmist dæmdir sakhæfir og hættulegir eftir afplánun, ósakhæfir eða talið að refsing beri engan árangur. 13. desember 2024 17:17 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Þau segja hagræðinguna líklega valda því að ekki verði hægt að boða einstaklinga í afplánun og að líklegt sé að dómar muni fyrnast. Greint var frá því fyrr í dag að skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar yrðu ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem voru kynntar starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri sagði ástæðuna fyrir þessu tug milljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. Í yfirlýsingu Fangavarðafélags Íslands segir að frá árinu 2009 hafi fjármagn til Fangelsismálastofnunar verið skorið niður árlega. Það sé löngu ljóst að niðurskurðurinn komi niður á lögbundinni starfsemi stofnunarinnar. Einu fangelsi hafi verið lokað og að í fyrra hafi verið veitt sérstakt fjármagn úr ríkissjóði til Fangelsismálastofnunar vegna niðurskurðar fyrri ára. Fimm og hálft stöðugildi Félagið segir að í núverandi hagræðingartillögum sé lagt til að fangavörðum verði fækkað um það sem jafngildir fimm og hálfu stöðugildi. Það muni skerða starf og öryggi í fangelsunum og þjónustuna við þau sem afplána innan þeirra. „FVFÍ hefur í nokkur ár bent á alvarlega misbresti í aðbúnaði og öryggismálum í fangelsiskerfinu sem hafi náð hámæli á liðnu ári. Skýtur það óneitanlega skökku við að ætla að skera enn meira niður í kerfi sem er búið að þola viðvarandi undirmönnum, bresti í öryggismálum, þjálfunarmálum og óviðunandi aðbúnað starfsfólks áraraðir. Mun tilvonandi fækkun í liði fangavarða einungis auka álagið enn meir á það starfsfólk sem eftir stendur og er það nú þegar komið að þolmörkum. Ætla má að tilvonandi niðurskurður gera Fangelsismálastofnun enn erfiðara fyrir að þjóna sínum tilgangi gagnvart samfélaginu sem er að fullnusta fangelsisdóma,“ segir í yfirlýsingunni. Dómar muni fyrnast Þá segir að þetta þýði einnig að hætt verði að boða nýja fanga í afplánun á boðunarlista vegna fjárskorts. „Langur biðlisti er til staðar af einstaklingum sem bíða eftir að hefja afplánun vegna viðvarandi plássleysis í fangelsum og líkur eru á að margir fangelsisdómar fyrnist,“ segir í yfirlýsingunni.
Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Dómsmál Tengdar fréttir Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Starfshópur sjö ráðuneyta leggur til að byggður verði upp miðlægur þjónustukjarni fyrir einstaklinga sem hafa brotið af sér en eru ýmist dæmdir sakhæfir og hættulegir eftir afplánun, ósakhæfir eða talið að refsing beri engan árangur. 13. desember 2024 17:17 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Starfshópur sjö ráðuneyta leggur til að byggður verði upp miðlægur þjónustukjarni fyrir einstaklinga sem hafa brotið af sér en eru ýmist dæmdir sakhæfir og hættulegir eftir afplánun, ósakhæfir eða talið að refsing beri engan árangur. 13. desember 2024 17:17