Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Árni Sæberg skrifar 18. desember 2024 08:48 Björgvin framdi íkveikjuna á Akranesi. Vísir/Vilhelm Björgvin Ó. Melsteð Ásgeirsson hefur verið dæmdur til tveggja ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að kveikja í skemmtistaðnum Útgerðinni á Akranesi á gamlárskvöld árið 2023. Þá hefur honum verið gert að greiða tæplega 43 milljónir króna í skaðabætur. Í dómi Héraðsdóms Vesturlands, sem kveðinn var upp í gær, segir að Björgvin hafi verið ákærður fyrir brennu, með því að hafa að kvöldi 31. desember 2023, brotið rúðu í glugga veitingastaðarins og hellt bensíni inn um gluggann og lagt þar eld að þannig að eldur blossaði upp. Með athæfi sínu hafi hann valdið eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu og augljósa hættu á yfirgripsmiklu eignatjóni á húsnæði veitingastaðarins, en slökkvilið hafi ráðið niðurlögum eldsins. Björgvin hafi fyrir dómi játað brot sín skýlaust og játningin hafi verið studd sakargögnum. Því hafi dómur verið lagður á málið án frekari sönnunarfærslu. Vildu frekar að fólk fordæmdi verknaðinn en Björgvin Greint var frá því í byrjun síðasta árs að maður hefði við yfirheyrslur játað að hafa lagt eld að Útgerðinni. Ljóst er að þar var Björgvin á ferð. Í færslu á Facebook-síðu Útgerðarinnar sagði á sínum tíma að um leið og forsvarsmenn staðarins þökkuðu fyrir hringingar, skilaboð, heimsóknir og boð um aðstoð þá væri fólk beðið um fordæma frekar verknaðinn en þann sem stóð að íkveikjunni. „Öll höfum við gert eitthvað sem við sjáum eftir, mismikið þó og öll eigum við aðstandendur sem standa okkur að baki. Við heyrum reiði í mörgum, sér í lagi að kippa staðnum af okkur á þessum tíma. En áramótin fóru fram, allir skemmtu sér og nú er komið nýtt ár, ný tækifæri og megi þetta ár einkennast af hamingju og gleði fyrir okkur ÖLL,“ sagði í færslunni. Sættir sig við nokkuð feitan reikning Í dóminum segir að fyrir hönd Sjóvár hafi verið gerð einkaréttarkrafa upp á 14,8 milljónir króna í skaðabætur og fyrir Ásborgar-bars ehf. og V80 slf. hafi verið gerð sameiginleg krafa upp 28 milljónir króna í skaðabætur. Við rekstur málsins hafi lögmaður síðarnefndra félaganna tveggja upplýst um að V80 slf. væri með réttu eigandi og réttur handhafi þeirrar skaðabótakröfu sem félögin hefðu gert í málinu. Björgvin hafi fyrir dómi fallist á allar lýstar bótakröfur. Olli miklu tjóni Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að augljóst sé af ögnum málsins að háttsemi Björgvins hafi verið til þess fallin að valda miklu fjárhagstjóni, eða hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna, eins og það sé orðað í ákvæði almennra hegningarlaga um íkveikju, og sú hafi enda orðið raunin. Þótt svo virðist sem að enginn hafi verið í bráðri hættu vegna þessa verði ekki annað séð en að Björgvin hafi látið sér það í léttu rúmi liggja. Í ákvæðinu segir að fangelsisrefsing skuli ekki vera lægri en tvö ár, hafi sá, sem kveikti í, séð fram á, að mönnum mundi vera af því bersýnilegur lífsháski búinn eða eldsvoðinn mundi hafa í för með sér augljósa hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna. Með vísan til þess væri Björgvin dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar en þó þætti rétt, eftir atvikum málsins, að skilorðsbinda refsinguna til tveggja ára. Loks var Björgvin dæmdur til að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, 900 þúsund krónur, og 845 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Akranes Dómsmál Slökkvilið Veitingastaðir Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Vesturlands, sem kveðinn var upp í gær, segir að Björgvin hafi verið ákærður fyrir brennu, með því að hafa að kvöldi 31. desember 2023, brotið rúðu í glugga veitingastaðarins og hellt bensíni inn um gluggann og lagt þar eld að þannig að eldur blossaði upp. Með athæfi sínu hafi hann valdið eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu og augljósa hættu á yfirgripsmiklu eignatjóni á húsnæði veitingastaðarins, en slökkvilið hafi ráðið niðurlögum eldsins. Björgvin hafi fyrir dómi játað brot sín skýlaust og játningin hafi verið studd sakargögnum. Því hafi dómur verið lagður á málið án frekari sönnunarfærslu. Vildu frekar að fólk fordæmdi verknaðinn en Björgvin Greint var frá því í byrjun síðasta árs að maður hefði við yfirheyrslur játað að hafa lagt eld að Útgerðinni. Ljóst er að þar var Björgvin á ferð. Í færslu á Facebook-síðu Útgerðarinnar sagði á sínum tíma að um leið og forsvarsmenn staðarins þökkuðu fyrir hringingar, skilaboð, heimsóknir og boð um aðstoð þá væri fólk beðið um fordæma frekar verknaðinn en þann sem stóð að íkveikjunni. „Öll höfum við gert eitthvað sem við sjáum eftir, mismikið þó og öll eigum við aðstandendur sem standa okkur að baki. Við heyrum reiði í mörgum, sér í lagi að kippa staðnum af okkur á þessum tíma. En áramótin fóru fram, allir skemmtu sér og nú er komið nýtt ár, ný tækifæri og megi þetta ár einkennast af hamingju og gleði fyrir okkur ÖLL,“ sagði í færslunni. Sættir sig við nokkuð feitan reikning Í dóminum segir að fyrir hönd Sjóvár hafi verið gerð einkaréttarkrafa upp á 14,8 milljónir króna í skaðabætur og fyrir Ásborgar-bars ehf. og V80 slf. hafi verið gerð sameiginleg krafa upp 28 milljónir króna í skaðabætur. Við rekstur málsins hafi lögmaður síðarnefndra félaganna tveggja upplýst um að V80 slf. væri með réttu eigandi og réttur handhafi þeirrar skaðabótakröfu sem félögin hefðu gert í málinu. Björgvin hafi fyrir dómi fallist á allar lýstar bótakröfur. Olli miklu tjóni Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að augljóst sé af ögnum málsins að háttsemi Björgvins hafi verið til þess fallin að valda miklu fjárhagstjóni, eða hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna, eins og það sé orðað í ákvæði almennra hegningarlaga um íkveikju, og sú hafi enda orðið raunin. Þótt svo virðist sem að enginn hafi verið í bráðri hættu vegna þessa verði ekki annað séð en að Björgvin hafi látið sér það í léttu rúmi liggja. Í ákvæðinu segir að fangelsisrefsing skuli ekki vera lægri en tvö ár, hafi sá, sem kveikti í, séð fram á, að mönnum mundi vera af því bersýnilegur lífsháski búinn eða eldsvoðinn mundi hafa í för með sér augljósa hættu á yfirgripsmikilli eyðingu á eignum annarra manna. Með vísan til þess væri Björgvin dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar en þó þætti rétt, eftir atvikum málsins, að skilorðsbinda refsinguna til tveggja ára. Loks var Björgvin dæmdur til að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, 900 þúsund krónur, og 845 þúsund krónur í annan sakarkostnað.
Akranes Dómsmál Slökkvilið Veitingastaðir Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent