Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2024 09:03 Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu. AP/Embætti forseta Suður-Kóreu Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, ætlar ekki að stíga til hliðar og heitir því að berjast gegn ásökunum um landráð, vegna óvæntrar herlagayfirlýsingar hans í síðustu viku. Hann segist einnig ætla að berjast gegn tilraunum til að víkja honum úr embætti. Lögregluþjónum hefur enn ekki tekist að framkvæma húsleit á skrifstofum forsetans, sem öryggisverðir embættisins hafa komið í veg fyrir. Fyrst var það reynt í gær og aftur í morgun. Í sjónvarpsávarpi sem birt var í morgun sagði Yoon að forseti Suður-Kóreu hefði vald til að lýsa yfir herlögum og að hann hefði beitt því valdi sínu til að „verja þjóðina“ og blása lífi í ríkisstjórn ríkisins sem hefði verið lömuð af stjórnarandstöðunni. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Suður-Kóreu er með 171 þingmann af þrjú hundruð. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni lýsti hann ákvörðun sinni sem vel ígrundaðri pólitískri ákvörðun. Þá sagði hann einnig að það gæti ekki verið landráð að senda hermenn til að loka þinghúsinu á tímum herlaga. Umræddir hermenn reyndu að koma í veg fyrir að þingmenn Suður-Kóreu gætu samþykkt ályktun um að binda enda á herlögin. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna og gerði Yoon það nokkrum klukkustundum síðar. Í heildina höfðu herlög verið í gildi í um sex klukkustundir. Yoon sagði að þingið, þar sem stjórnarandstaðan væri með yfirráð, hefði breyst í skrímsli sem hefði rústað lýðræðinu í Suður-Kóreu. Þá sagðist hann einnig hafa skipað Kim Yong Hyun, fyrrverandi varnarmálaráðherra, að rannsaka kerfi yfirkjörstjórnar Suður-Kóreu vegna ásakana um að tölvuþrjótar frá Norður-Kóreu hefðu komist þar inn. Kim hefur verið ákærður fyrir landráð. Hann sagðist eingöngu hafa sent um tvö hundruð óvopnaða hermenn til þingsins til að tryggja öryggi. Um þrjú hundruð hermenn voru sendir á aðra staði sem tengjast yfirkjörstjórninni. Ávarpið í morgun var í fyrsta sinn í fimm daga sem Yoon sést opinberlega. Eftir eina misheppnaða tilraun stendur til að greiða aftur atkvæði á laugardaginn um að ákæra Yoon fyrir embættisbrot. Fyrir ávarpið lýsti leiðtogi stjórnmálaflokks Yoon því yfir að þingmenn flokksins ættu að greiða atkvæði samkvæmt eigin samvisku. Áður hafði hann sagt að ekki ætti að víkja Yoon úr embætti. Að minnsta kosti sex þingmenn úr flokknum hafa lýst yfir stuðningi við að víkja forsetanum úr embætti en átta atkvæði þarf til að ákæran verði samþykkt. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá Seoul, þar sem þúsundir hafa komið saman til að krefjast þess að Yoon segi af sér. Suður-Kórea Tengdar fréttir Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52 Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghús Suður-Kóreu. Í dag verður kosið um vantrauststillögu gegn forsetanum Yoon Suk Yeol eftir að hann lýsti yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. 7. desember 2024 08:05 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Lögregluþjónum hefur enn ekki tekist að framkvæma húsleit á skrifstofum forsetans, sem öryggisverðir embættisins hafa komið í veg fyrir. Fyrst var það reynt í gær og aftur í morgun. Í sjónvarpsávarpi sem birt var í morgun sagði Yoon að forseti Suður-Kóreu hefði vald til að lýsa yfir herlögum og að hann hefði beitt því valdi sínu til að „verja þjóðina“ og blása lífi í ríkisstjórn ríkisins sem hefði verið lömuð af stjórnarandstöðunni. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Suður-Kóreu er með 171 þingmann af þrjú hundruð. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni lýsti hann ákvörðun sinni sem vel ígrundaðri pólitískri ákvörðun. Þá sagði hann einnig að það gæti ekki verið landráð að senda hermenn til að loka þinghúsinu á tímum herlaga. Umræddir hermenn reyndu að koma í veg fyrir að þingmenn Suður-Kóreu gætu samþykkt ályktun um að binda enda á herlögin. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna og gerði Yoon það nokkrum klukkustundum síðar. Í heildina höfðu herlög verið í gildi í um sex klukkustundir. Yoon sagði að þingið, þar sem stjórnarandstaðan væri með yfirráð, hefði breyst í skrímsli sem hefði rústað lýðræðinu í Suður-Kóreu. Þá sagðist hann einnig hafa skipað Kim Yong Hyun, fyrrverandi varnarmálaráðherra, að rannsaka kerfi yfirkjörstjórnar Suður-Kóreu vegna ásakana um að tölvuþrjótar frá Norður-Kóreu hefðu komist þar inn. Kim hefur verið ákærður fyrir landráð. Hann sagðist eingöngu hafa sent um tvö hundruð óvopnaða hermenn til þingsins til að tryggja öryggi. Um þrjú hundruð hermenn voru sendir á aðra staði sem tengjast yfirkjörstjórninni. Ávarpið í morgun var í fyrsta sinn í fimm daga sem Yoon sést opinberlega. Eftir eina misheppnaða tilraun stendur til að greiða aftur atkvæði á laugardaginn um að ákæra Yoon fyrir embættisbrot. Fyrir ávarpið lýsti leiðtogi stjórnmálaflokks Yoon því yfir að þingmenn flokksins ættu að greiða atkvæði samkvæmt eigin samvisku. Áður hafði hann sagt að ekki ætti að víkja Yoon úr embætti. Að minnsta kosti sex þingmenn úr flokknum hafa lýst yfir stuðningi við að víkja forsetanum úr embætti en átta atkvæði þarf til að ákæran verði samþykkt. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá Seoul, þar sem þúsundir hafa komið saman til að krefjast þess að Yoon segi af sér.
Suður-Kórea Tengdar fréttir Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52 Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghús Suður-Kóreu. Í dag verður kosið um vantrauststillögu gegn forsetanum Yoon Suk Yeol eftir að hann lýsti yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. 7. desember 2024 08:05 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32
Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52
Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghús Suður-Kóreu. Í dag verður kosið um vantrauststillögu gegn forsetanum Yoon Suk Yeol eftir að hann lýsti yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. 7. desember 2024 08:05