Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar 25. nóvember 2024 16:23 Í dag hófst íbúakosning í Ölfusi um hvort Heidelberg Materials fái að reisa verksmiðju í Keflavík nálægt Þorlákshöfn eða ekki. Kosningu lýkur þann 9. desember. Fyrirætlanir Heidelbergs hafa verið mikið deilumál í sveitarfélaginu eins og sést af fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna missera. Færri vita þó um þau yfirstandandi málaferli sem gætu orðið til þess að kippa fótunum undan verkefninu með öllu. Starfsemi fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju Heidelbergs mun byggjast á efnistöku úr malarnámum í Litla-Sandfelli og Lambafelli. Þessi fell liggja við Þrengslaveg og eru í eigu Kirkju sjöunda dags aðventista. Trúfélagið gerði námuvinnslusamning við Eden Mining í upphafi árs 2022 en það fyrirtæki er í eigu tveggja aðventista, Eiríks Ingvarssonar og Kristins Ólafssonar. Í þessum samningi er gert ráð fyrir að Eden Mining semji við Heidelberg. Ólíkt þeirri venju að upplýsa félagsmenn um áform sín, ákvað stjórn trúfélagsins að halda samningaviðræðum sínum við Eden Mining leyndum með öllu og því kom tilkynning um undirritaðan samning öllum í opna skjöldu. Margir meðlimir trúfélagsins voru ósáttir við huliðshjálminn yfir samningaviðræðunum. En öllu alvarlegri þótti þeim undirritun samningsins sjálfs. Í átjándu grein laga aðventista stendur nefnilega: „Ákvörðun um kaup eða sölu á eignum Kirkjunnar sem ekki getur talist hluti af eðlilegri starfsemi hennar skal taka á reglulegum aðalfundi Kirkjunnar.“ Námuvinnsla er ekki hluti af venjulegri starfsemi Aðventkirkjunnar. Og malarnámurnar og jarðefnið í þeim eru verðmætustu eignir trúfélagsins. Það var því mat margra að stjórnin hefði ekki haft rétt til þess að taka einhliða ákvörðun sem fól í sér sölu á sama og öllu efninu í námunum og að það hefði þurft að leggja samninginn fyrir aðalfund til atkvæðagreiðslu og samþykkis. Þegar stjórnin vísaði áhyggjum meðlima á bug sem ósanngjarnri gagnrýni tók hópur meðlima sig til og kærði trúfélagið fyrir Héraðsdómi í júní 2023. Málinu var vísað frá vegna tæknigalla og frávísun staðfest í Landsrétti þann 9. apríl 2024. Lögfræðingar hópsins lagfærðu þá stefnuna og aftur var stefnt sl. júní. Dómskrafa stefnenda er að samningurinn verði dæmdur ólöglegur í ljósi þess að stjórnin hafi ekki haft leyfi til að skrifa undir hann. Ef Héraðsdómari úrskurðar stefnendum í vil er enginn samningur til staðar á milli trúfélagsins og Eden Mining. Án samnings við trúfélagið getur Eden Mining ekki samið við Heidelberg um efnistöku. Og án efnistöku úr fellunum tveimur hefur Heidelberg engar forsendur til þess að reisa mölunarverksmiðju. Niðurstaða málaferla er óviss fyrirfram og því hvet ég alla Ölfusinga til að nýta sér kosningarrétt sinn og kjósa gegn Heidelberg-verksmiðjunni. Aðventisti og einn af stefnendum fyrri stefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Dómsmál Trúmál Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Í dag hófst íbúakosning í Ölfusi um hvort Heidelberg Materials fái að reisa verksmiðju í Keflavík nálægt Þorlákshöfn eða ekki. Kosningu lýkur þann 9. desember. Fyrirætlanir Heidelbergs hafa verið mikið deilumál í sveitarfélaginu eins og sést af fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna missera. Færri vita þó um þau yfirstandandi málaferli sem gætu orðið til þess að kippa fótunum undan verkefninu með öllu. Starfsemi fyrirhugaðrar mölunarverksmiðju Heidelbergs mun byggjast á efnistöku úr malarnámum í Litla-Sandfelli og Lambafelli. Þessi fell liggja við Þrengslaveg og eru í eigu Kirkju sjöunda dags aðventista. Trúfélagið gerði námuvinnslusamning við Eden Mining í upphafi árs 2022 en það fyrirtæki er í eigu tveggja aðventista, Eiríks Ingvarssonar og Kristins Ólafssonar. Í þessum samningi er gert ráð fyrir að Eden Mining semji við Heidelberg. Ólíkt þeirri venju að upplýsa félagsmenn um áform sín, ákvað stjórn trúfélagsins að halda samningaviðræðum sínum við Eden Mining leyndum með öllu og því kom tilkynning um undirritaðan samning öllum í opna skjöldu. Margir meðlimir trúfélagsins voru ósáttir við huliðshjálminn yfir samningaviðræðunum. En öllu alvarlegri þótti þeim undirritun samningsins sjálfs. Í átjándu grein laga aðventista stendur nefnilega: „Ákvörðun um kaup eða sölu á eignum Kirkjunnar sem ekki getur talist hluti af eðlilegri starfsemi hennar skal taka á reglulegum aðalfundi Kirkjunnar.“ Námuvinnsla er ekki hluti af venjulegri starfsemi Aðventkirkjunnar. Og malarnámurnar og jarðefnið í þeim eru verðmætustu eignir trúfélagsins. Það var því mat margra að stjórnin hefði ekki haft rétt til þess að taka einhliða ákvörðun sem fól í sér sölu á sama og öllu efninu í námunum og að það hefði þurft að leggja samninginn fyrir aðalfund til atkvæðagreiðslu og samþykkis. Þegar stjórnin vísaði áhyggjum meðlima á bug sem ósanngjarnri gagnrýni tók hópur meðlima sig til og kærði trúfélagið fyrir Héraðsdómi í júní 2023. Málinu var vísað frá vegna tæknigalla og frávísun staðfest í Landsrétti þann 9. apríl 2024. Lögfræðingar hópsins lagfærðu þá stefnuna og aftur var stefnt sl. júní. Dómskrafa stefnenda er að samningurinn verði dæmdur ólöglegur í ljósi þess að stjórnin hafi ekki haft leyfi til að skrifa undir hann. Ef Héraðsdómari úrskurðar stefnendum í vil er enginn samningur til staðar á milli trúfélagsins og Eden Mining. Án samnings við trúfélagið getur Eden Mining ekki samið við Heidelberg um efnistöku. Og án efnistöku úr fellunum tveimur hefur Heidelberg engar forsendur til þess að reisa mölunarverksmiðju. Niðurstaða málaferla er óviss fyrirfram og því hvet ég alla Ölfusinga til að nýta sér kosningarrétt sinn og kjósa gegn Heidelberg-verksmiðjunni. Aðventisti og einn af stefnendum fyrri stefnu.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun