Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 20. nóvember 2024 06:02 Náttúruvernd á Íslandi hefur alla tíð verið varnarbarátta gegn ásókn virkjanaaðila í víðerni og villta náttúru landsins, ekki síst hálendisins. Það kom skýrt fram á kosningafundi Samorku í gær að það hefur sjaldan verið mikilvægara að tryggja rödd náttúrunnar á Alþingi Íslendinga. Fleiri og fleiri stjórnmálaflokkar vilja fjölga og flýta virkjunum og einfalda regluverk og á þann vagn eru nú Samfylkingin og Viðreisn líka komin eins og skýrt kom fram á fundinum í gær. Miðað við málflutning flestra framboða má ætla að áður óþekktur hraði verði í virkjanaframkvæmdum næstu árin. Formaður Samfylkingarinnar hefur til dæmis talað um 25% aukna orkuöflun á næstu 10 árum, að einfalda þurfi ferla fyrir virkjanir svo hægt sé að klára þær hratt og örugglega, og að stefnubreytingin byggi á samráði við orkufyrirtækin í landinu. Var þá ekkert samráð haft við náttúruverndarhreyfinguna? Það hringja alltaf viðvörunarbjöllur hjá mér þegar á að fara að einfalda ferla til að flýta fyrir virkjunum, þó svo að sagt sé að ekki eigi að gefa afslátt af umhverfismati, náttúruvernd eða aðkomu umhverfisverndarsamtaka. Þetta er ekki ný mantra. Hún hefur oft heyrst frá hagsmunaöflum og stjórnmálaflokkum sem aldrei hafa verið kennd við náttúruvernd. Það er allavega alveg ljóst að nú þegar flestir flokkar hafa stokkið á virkjanavagninn þá hefur sjaldan verið meiri þörf fyrir náttúruverndarsinna á Alþingi. Við Vinstri græn mælumst lágt í könnunum um þessar mundir og við áttum okkur á því að við þurfum að vinna okkur inn traust kjósenda. Sérstaða okkar hefur alltaf verið sterk áhersla á náttúruvernd. Þetta sést meðal annars á fjölda friðlýsinga og áherslu á loftslagsmál þegar við höfum setið í umhverfisráðuneytinu. Núna þegar flokkar, sem maður er annars yfirleitt meira sammála en minna, fjarlægjast náttúruverndina, þá fer maður að hafa virkilegar áhyggjur af framhaldinu. Áhyggjur af því að ef VG dettur út af þingi þá verði fáir eða engir náttúruverndarsinnar á Alþingi til að tala máli náttúrunnar. Það væri mikil afturför og bakslag fyrir náttúruvernd í landinu, ekki síst þegar ofan á bætist að aðrir stjórnmálaflokkar hafa ekki raðað náttúruverndarsinnum ofarlega á lista sína, því miður. Hættan er sú að ef að viðnámið hverfur á Alþingi þá muni stóriðju- og virkjanasinnar sæta lagi. Á framboðslistum Vinstri grænna má finna frambjóðendur sem hafa víðtæka þekkingu og reynslu af umhverfis- og náttúruvernd, ekki síst fólk í efstu sætum. Ég hvet kjósendur til að kynna sér stefnu okkar. Náttúran þarf að eiga öflugt talsfólk á þingi með þekkingu og reynslu. Fólk sem mun leggja sig fram um að vernda víðerni og villta náttúru og standa gegn taumlausri ásókn gróða- og virkjanaaðila. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Umhverfismál Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Náttúruvernd á Íslandi hefur alla tíð verið varnarbarátta gegn ásókn virkjanaaðila í víðerni og villta náttúru landsins, ekki síst hálendisins. Það kom skýrt fram á kosningafundi Samorku í gær að það hefur sjaldan verið mikilvægara að tryggja rödd náttúrunnar á Alþingi Íslendinga. Fleiri og fleiri stjórnmálaflokkar vilja fjölga og flýta virkjunum og einfalda regluverk og á þann vagn eru nú Samfylkingin og Viðreisn líka komin eins og skýrt kom fram á fundinum í gær. Miðað við málflutning flestra framboða má ætla að áður óþekktur hraði verði í virkjanaframkvæmdum næstu árin. Formaður Samfylkingarinnar hefur til dæmis talað um 25% aukna orkuöflun á næstu 10 árum, að einfalda þurfi ferla fyrir virkjanir svo hægt sé að klára þær hratt og örugglega, og að stefnubreytingin byggi á samráði við orkufyrirtækin í landinu. Var þá ekkert samráð haft við náttúruverndarhreyfinguna? Það hringja alltaf viðvörunarbjöllur hjá mér þegar á að fara að einfalda ferla til að flýta fyrir virkjunum, þó svo að sagt sé að ekki eigi að gefa afslátt af umhverfismati, náttúruvernd eða aðkomu umhverfisverndarsamtaka. Þetta er ekki ný mantra. Hún hefur oft heyrst frá hagsmunaöflum og stjórnmálaflokkum sem aldrei hafa verið kennd við náttúruvernd. Það er allavega alveg ljóst að nú þegar flestir flokkar hafa stokkið á virkjanavagninn þá hefur sjaldan verið meiri þörf fyrir náttúruverndarsinna á Alþingi. Við Vinstri græn mælumst lágt í könnunum um þessar mundir og við áttum okkur á því að við þurfum að vinna okkur inn traust kjósenda. Sérstaða okkar hefur alltaf verið sterk áhersla á náttúruvernd. Þetta sést meðal annars á fjölda friðlýsinga og áherslu á loftslagsmál þegar við höfum setið í umhverfisráðuneytinu. Núna þegar flokkar, sem maður er annars yfirleitt meira sammála en minna, fjarlægjast náttúruverndina, þá fer maður að hafa virkilegar áhyggjur af framhaldinu. Áhyggjur af því að ef VG dettur út af þingi þá verði fáir eða engir náttúruverndarsinnar á Alþingi til að tala máli náttúrunnar. Það væri mikil afturför og bakslag fyrir náttúruvernd í landinu, ekki síst þegar ofan á bætist að aðrir stjórnmálaflokkar hafa ekki raðað náttúruverndarsinnum ofarlega á lista sína, því miður. Hættan er sú að ef að viðnámið hverfur á Alþingi þá muni stóriðju- og virkjanasinnar sæta lagi. Á framboðslistum Vinstri grænna má finna frambjóðendur sem hafa víðtæka þekkingu og reynslu af umhverfis- og náttúruvernd, ekki síst fólk í efstu sætum. Ég hvet kjósendur til að kynna sér stefnu okkar. Náttúran þarf að eiga öflugt talsfólk á þingi með þekkingu og reynslu. Fólk sem mun leggja sig fram um að vernda víðerni og villta náttúru og standa gegn taumlausri ásókn gróða- og virkjanaaðila. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun