Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 20. nóvember 2024 06:02 Náttúruvernd á Íslandi hefur alla tíð verið varnarbarátta gegn ásókn virkjanaaðila í víðerni og villta náttúru landsins, ekki síst hálendisins. Það kom skýrt fram á kosningafundi Samorku í gær að það hefur sjaldan verið mikilvægara að tryggja rödd náttúrunnar á Alþingi Íslendinga. Fleiri og fleiri stjórnmálaflokkar vilja fjölga og flýta virkjunum og einfalda regluverk og á þann vagn eru nú Samfylkingin og Viðreisn líka komin eins og skýrt kom fram á fundinum í gær. Miðað við málflutning flestra framboða má ætla að áður óþekktur hraði verði í virkjanaframkvæmdum næstu árin. Formaður Samfylkingarinnar hefur til dæmis talað um 25% aukna orkuöflun á næstu 10 árum, að einfalda þurfi ferla fyrir virkjanir svo hægt sé að klára þær hratt og örugglega, og að stefnubreytingin byggi á samráði við orkufyrirtækin í landinu. Var þá ekkert samráð haft við náttúruverndarhreyfinguna? Það hringja alltaf viðvörunarbjöllur hjá mér þegar á að fara að einfalda ferla til að flýta fyrir virkjunum, þó svo að sagt sé að ekki eigi að gefa afslátt af umhverfismati, náttúruvernd eða aðkomu umhverfisverndarsamtaka. Þetta er ekki ný mantra. Hún hefur oft heyrst frá hagsmunaöflum og stjórnmálaflokkum sem aldrei hafa verið kennd við náttúruvernd. Það er allavega alveg ljóst að nú þegar flestir flokkar hafa stokkið á virkjanavagninn þá hefur sjaldan verið meiri þörf fyrir náttúruverndarsinna á Alþingi. Við Vinstri græn mælumst lágt í könnunum um þessar mundir og við áttum okkur á því að við þurfum að vinna okkur inn traust kjósenda. Sérstaða okkar hefur alltaf verið sterk áhersla á náttúruvernd. Þetta sést meðal annars á fjölda friðlýsinga og áherslu á loftslagsmál þegar við höfum setið í umhverfisráðuneytinu. Núna þegar flokkar, sem maður er annars yfirleitt meira sammála en minna, fjarlægjast náttúruverndina, þá fer maður að hafa virkilegar áhyggjur af framhaldinu. Áhyggjur af því að ef VG dettur út af þingi þá verði fáir eða engir náttúruverndarsinnar á Alþingi til að tala máli náttúrunnar. Það væri mikil afturför og bakslag fyrir náttúruvernd í landinu, ekki síst þegar ofan á bætist að aðrir stjórnmálaflokkar hafa ekki raðað náttúruverndarsinnum ofarlega á lista sína, því miður. Hættan er sú að ef að viðnámið hverfur á Alþingi þá muni stóriðju- og virkjanasinnar sæta lagi. Á framboðslistum Vinstri grænna má finna frambjóðendur sem hafa víðtæka þekkingu og reynslu af umhverfis- og náttúruvernd, ekki síst fólk í efstu sætum. Ég hvet kjósendur til að kynna sér stefnu okkar. Náttúran þarf að eiga öflugt talsfólk á þingi með þekkingu og reynslu. Fólk sem mun leggja sig fram um að vernda víðerni og villta náttúru og standa gegn taumlausri ásókn gróða- og virkjanaaðila. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Umhverfismál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Náttúruvernd á Íslandi hefur alla tíð verið varnarbarátta gegn ásókn virkjanaaðila í víðerni og villta náttúru landsins, ekki síst hálendisins. Það kom skýrt fram á kosningafundi Samorku í gær að það hefur sjaldan verið mikilvægara að tryggja rödd náttúrunnar á Alþingi Íslendinga. Fleiri og fleiri stjórnmálaflokkar vilja fjölga og flýta virkjunum og einfalda regluverk og á þann vagn eru nú Samfylkingin og Viðreisn líka komin eins og skýrt kom fram á fundinum í gær. Miðað við málflutning flestra framboða má ætla að áður óþekktur hraði verði í virkjanaframkvæmdum næstu árin. Formaður Samfylkingarinnar hefur til dæmis talað um 25% aukna orkuöflun á næstu 10 árum, að einfalda þurfi ferla fyrir virkjanir svo hægt sé að klára þær hratt og örugglega, og að stefnubreytingin byggi á samráði við orkufyrirtækin í landinu. Var þá ekkert samráð haft við náttúruverndarhreyfinguna? Það hringja alltaf viðvörunarbjöllur hjá mér þegar á að fara að einfalda ferla til að flýta fyrir virkjunum, þó svo að sagt sé að ekki eigi að gefa afslátt af umhverfismati, náttúruvernd eða aðkomu umhverfisverndarsamtaka. Þetta er ekki ný mantra. Hún hefur oft heyrst frá hagsmunaöflum og stjórnmálaflokkum sem aldrei hafa verið kennd við náttúruvernd. Það er allavega alveg ljóst að nú þegar flestir flokkar hafa stokkið á virkjanavagninn þá hefur sjaldan verið meiri þörf fyrir náttúruverndarsinna á Alþingi. Við Vinstri græn mælumst lágt í könnunum um þessar mundir og við áttum okkur á því að við þurfum að vinna okkur inn traust kjósenda. Sérstaða okkar hefur alltaf verið sterk áhersla á náttúruvernd. Þetta sést meðal annars á fjölda friðlýsinga og áherslu á loftslagsmál þegar við höfum setið í umhverfisráðuneytinu. Núna þegar flokkar, sem maður er annars yfirleitt meira sammála en minna, fjarlægjast náttúruverndina, þá fer maður að hafa virkilegar áhyggjur af framhaldinu. Áhyggjur af því að ef VG dettur út af þingi þá verði fáir eða engir náttúruverndarsinnar á Alþingi til að tala máli náttúrunnar. Það væri mikil afturför og bakslag fyrir náttúruvernd í landinu, ekki síst þegar ofan á bætist að aðrir stjórnmálaflokkar hafa ekki raðað náttúruverndarsinnum ofarlega á lista sína, því miður. Hættan er sú að ef að viðnámið hverfur á Alþingi þá muni stóriðju- og virkjanasinnar sæta lagi. Á framboðslistum Vinstri grænna má finna frambjóðendur sem hafa víðtæka þekkingu og reynslu af umhverfis- og náttúruvernd, ekki síst fólk í efstu sætum. Ég hvet kjósendur til að kynna sér stefnu okkar. Náttúran þarf að eiga öflugt talsfólk á þingi með þekkingu og reynslu. Fólk sem mun leggja sig fram um að vernda víðerni og villta náttúru og standa gegn taumlausri ásókn gróða- og virkjanaaðila. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar