Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. nóvember 2024 19:28 Bjarndís Helga Tómasdóttir er formaður Samtakanna 78. Vísir Formaður Samtakanna 78 segir fjöldann allan af hinsegin fólki í Bandaríkjunum hafa haft samband og forvitnast um stöðu hinsegin fólks hér á landi eftir að Donald Trump var kjörinn forseti í mánuðinum. Hún segir að þau sem hafa samband hafi áhyggjur af því að réttur þeirra til hjónabands verði tekinn af þeim og þar með rétturinn til barna sinna. Á heimasíðu samtakanna hefur sérstök upplýsingasíða verið sett upp á ensku fyrir Bandaríkjamenn, vegna fjölda fyrirspurna þeirra. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna, segir að sumt fólkið sé að skoða það af mikilli alvöru að flytja frá Bandaríkjunum. Staðan alvarleg fyrir konur og hinsegin „Staðan er náttúrulega bara grafalvarleg fyrir konur og hinsegin fólk í Bandaríkjunum núna, þannig við höfum bara mikla samúð með því,“ segir hún. Hún segir að beint eftir forsetakosningarnar vestanhafs hafi samtökin byrjað að fá fyrirspurnir frá hinsegin fólki í Bandaríkjunum. Einnig hafi fólk komið inn til þeirra af götunum í leit að huggun og upplýsingum. „Við heyrum þetta líka frá öðrum hinsegin samtökum á Norðurlöndunum. Þannig að við settum upp svona upplýsingasíðu,“ segir hún. Ísland sé í öðru sæti á regnbogakorti Evrópu, og það sé því ekkert skrítið að hinsegin fólk vilji koma hingað. Fólk gæti misst réttindi sín Bjarndís segir að fólk hafi áhyggjur af því að ýmis réttindi gætu verið tekin af hinsegin fólki, sérstaklega í ljósi þess að dóminum í Roe vs Wade hafi verið snúið við. „Vegna þess að þeim dómi var snúið við, að þá sér fólk fyrir sér að nú verði auðveldara að snúa við rétti samkynja para til hjónabands og til barneigna. Þannig fólk í samkynja hjónaböndum er mikið að skoða það hvernig þau geta tryggt lagalega stöðu sína og réttindi gagnvart börnum sínum. Þetta er það sem fólk óttast,“ segir hún. Einnig hafi fólk áhyggjur af því að réttur fólks til að ákveða eigin kyn verði afnuminn, og réttindi trans barna. „Í raun öll grundvallaratriði hinsegin fólks er eitthvað sem fólk óttast núna í Bandaríkjunum,“ segir Bjarndís. Hinsegin Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Á heimasíðu samtakanna hefur sérstök upplýsingasíða verið sett upp á ensku fyrir Bandaríkjamenn, vegna fjölda fyrirspurna þeirra. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna, segir að sumt fólkið sé að skoða það af mikilli alvöru að flytja frá Bandaríkjunum. Staðan alvarleg fyrir konur og hinsegin „Staðan er náttúrulega bara grafalvarleg fyrir konur og hinsegin fólk í Bandaríkjunum núna, þannig við höfum bara mikla samúð með því,“ segir hún. Hún segir að beint eftir forsetakosningarnar vestanhafs hafi samtökin byrjað að fá fyrirspurnir frá hinsegin fólki í Bandaríkjunum. Einnig hafi fólk komið inn til þeirra af götunum í leit að huggun og upplýsingum. „Við heyrum þetta líka frá öðrum hinsegin samtökum á Norðurlöndunum. Þannig að við settum upp svona upplýsingasíðu,“ segir hún. Ísland sé í öðru sæti á regnbogakorti Evrópu, og það sé því ekkert skrítið að hinsegin fólk vilji koma hingað. Fólk gæti misst réttindi sín Bjarndís segir að fólk hafi áhyggjur af því að ýmis réttindi gætu verið tekin af hinsegin fólki, sérstaklega í ljósi þess að dóminum í Roe vs Wade hafi verið snúið við. „Vegna þess að þeim dómi var snúið við, að þá sér fólk fyrir sér að nú verði auðveldara að snúa við rétti samkynja para til hjónabands og til barneigna. Þannig fólk í samkynja hjónaböndum er mikið að skoða það hvernig þau geta tryggt lagalega stöðu sína og réttindi gagnvart börnum sínum. Þetta er það sem fólk óttast,“ segir hún. Einnig hafi fólk áhyggjur af því að réttur fólks til að ákveða eigin kyn verði afnuminn, og réttindi trans barna. „Í raun öll grundvallaratriði hinsegin fólks er eitthvað sem fólk óttast núna í Bandaríkjunum,“ segir Bjarndís.
Hinsegin Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira