Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar 14. nóvember 2024 14:30 Í þættinum Þetta helst þriðjudaginn 12. nóvember innti þáttarstjórnandi hæstvirtan dómsmálaráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, eftir svörum um mengandi starfsemi Bálstofunnar í bakgarði leikskóla sem rataði í alla helstu fjölmiðla landsins í síðustu viku. Í stuttu máli varpar þátturinn skýru ljósi á það hver ber höfuðábyrgð í þessu skammarlega máli. Ábyrgðin liggur hjá dómsmálaráðuneytinu. Lausnin, ný bálstofa, blasir við og dómsmálaráðuneytinu hefur verið bent á nauðsyn hennar í fjölda ára. Framkvæmdastjóri Kirkjugarðanna hefur sagt að ný bálstofa sé eina lausnin og að nú þegar séu tilbúnar teikningar af fullhannaðri bálstofu sem einungis bíði eftir grænu ljósi frá dómsmálaráðuneytinu. Sjálfseignarstofnunin Tré lífsins er líka tilbúin að reisa bálstofu og hefur fullt fjármagn til þess að hefjast handa ef einungis grænt ljós bærist frá dómsmálaráðuneytinu. Þáttarstjórnandi lýsti ástandinu svo: - Báðir aðilar bíða í raun eftir pólitískum svörum um hvernig framtíðin eigi að líta út í þessum efnum - . Svör hæstsvirsts dómsmálaráðherra voru um margt áhugaverð, sér í lagi sökum þess að þau virðast engan veginn standast skoðun. Opinber gögn eru í hrópandi mótsögn við málatilbúnaðinn, sem setur stórt spurningamerki við trúverðugleika ráðherrans. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, þú sagðir í viðtalinu að þú hefðir ekki getað (og gætir ekki) gert neitt í málinu og tilgreindir svo eftirfarandi ástæður fyrir aðgerðaleysi þínu: 1) - Í lok síðasta árs þá vorum við fullvissuð um það í ráðuneytinu eftir að það voru gerðar endurbætur á þessum ofnum að þessir ofnar gætu sinnt hlutverki sínu í einhver ár í viðbót. - Danskir sérfræðingar gerðu úttekt á ofnum Bálstofunnar árið 2021þar sem þeir lögðu ríka áherslu á að engar trygginar væru veittar, þar sem báðir ofnarnir eru mjög slitnir. Strax í kjölfar skýrslunnar tilkynntiBálstofan svo Heilbrigðiseftirlitinu aðalniðurstöður skýrslunnar í tölvupósti: að ekki væri tæknilega mögulegt að setja upp viðunandi mengunarvarnir og þar af leiðandi myndi Bálstofan aldrei geta uppfyllt starfsskilyrði Heilbrigðiseftirlitsins. Við foreldrar kynntum okkur þessa skýrslu, sem er opinbert gagn, og fengum auðveldan aðgang að ofangreindum tölvupósti sem er runninn undan rifjum Bálstofunnar sem heyrir undir þitt ráðuneyti. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. 2) - ... þá var ég með lagafrumvarp í gangi sem að nær ekki fram að ganga út af þingslitum ... - Okkur þætti vænt um að vita hvaða frumvarp þú ert að tala um og hvernig það átti að leysa okkar vanda. Á þingmálaskrá dómsmálaráðherra: https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/thingmalaskra/ er minnst á frumvarp sem er ætlað að skilgreina betur rekstrarumhverfi líkhúsa og lagt til að auka frelsi við dreifingu á ösku látinna einstaklinga. Ekki eitt orð um bálstofu. Í marga mánuði höfum við foreldrar barist fyrir velferð barnanna okkar sem er ógnað vegna mengandi starfsemi Bálstofunnar. Og þetta eru svörin frá þér? Þú gafst þér ekki einu sinni tvær mínútur til að gefa þessi loðnu svör sem ekki standast skoðun. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. Þú sagðir í viðtalinu að þér þyki leitt að heyra um kvartanir okkar foreldra. Veistu hvað, við erum líka leið. Í sannleika sagt erum við einfaldlega bálreið og krefjumst aðgerða. Öll ráðuneytin eru starfandi þrátt fyrir þingslit og mörg þeirra eru að vinna hörðum höndum að alls konar málum. Á síðustu dögum höfum við fundið fyrir einlægum vilja starfsfólks bæði Heilbrigðiseftirlitsins og Bálstofunnar til þess að finna skammtímalausn í þágu barnanna. En eins og sakir standa virðist þín arfleifð í dómsmálaráðuneytinu vera algjört aðgerðaleysi í þessum málaflokki. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. Höfundur er doktor í tölfræði og formaður foreldrafélags Sólborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Leikskólar Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kirkjugarðar Starfsemi bálstofunnar í Öskjuhlið Tengdar fréttir Við þurfum að tala um Bálstofuna Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín. 7. nóvember 2024 14:32 Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í þættinum Þetta helst þriðjudaginn 12. nóvember innti þáttarstjórnandi hæstvirtan dómsmálaráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, eftir svörum um mengandi starfsemi Bálstofunnar í bakgarði leikskóla sem rataði í alla helstu fjölmiðla landsins í síðustu viku. Í stuttu máli varpar þátturinn skýru ljósi á það hver ber höfuðábyrgð í þessu skammarlega máli. Ábyrgðin liggur hjá dómsmálaráðuneytinu. Lausnin, ný bálstofa, blasir við og dómsmálaráðuneytinu hefur verið bent á nauðsyn hennar í fjölda ára. Framkvæmdastjóri Kirkjugarðanna hefur sagt að ný bálstofa sé eina lausnin og að nú þegar séu tilbúnar teikningar af fullhannaðri bálstofu sem einungis bíði eftir grænu ljósi frá dómsmálaráðuneytinu. Sjálfseignarstofnunin Tré lífsins er líka tilbúin að reisa bálstofu og hefur fullt fjármagn til þess að hefjast handa ef einungis grænt ljós bærist frá dómsmálaráðuneytinu. Þáttarstjórnandi lýsti ástandinu svo: - Báðir aðilar bíða í raun eftir pólitískum svörum um hvernig framtíðin eigi að líta út í þessum efnum - . Svör hæstsvirsts dómsmálaráðherra voru um margt áhugaverð, sér í lagi sökum þess að þau virðast engan veginn standast skoðun. Opinber gögn eru í hrópandi mótsögn við málatilbúnaðinn, sem setur stórt spurningamerki við trúverðugleika ráðherrans. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, þú sagðir í viðtalinu að þú hefðir ekki getað (og gætir ekki) gert neitt í málinu og tilgreindir svo eftirfarandi ástæður fyrir aðgerðaleysi þínu: 1) - Í lok síðasta árs þá vorum við fullvissuð um það í ráðuneytinu eftir að það voru gerðar endurbætur á þessum ofnum að þessir ofnar gætu sinnt hlutverki sínu í einhver ár í viðbót. - Danskir sérfræðingar gerðu úttekt á ofnum Bálstofunnar árið 2021þar sem þeir lögðu ríka áherslu á að engar trygginar væru veittar, þar sem báðir ofnarnir eru mjög slitnir. Strax í kjölfar skýrslunnar tilkynntiBálstofan svo Heilbrigðiseftirlitinu aðalniðurstöður skýrslunnar í tölvupósti: að ekki væri tæknilega mögulegt að setja upp viðunandi mengunarvarnir og þar af leiðandi myndi Bálstofan aldrei geta uppfyllt starfsskilyrði Heilbrigðiseftirlitsins. Við foreldrar kynntum okkur þessa skýrslu, sem er opinbert gagn, og fengum auðveldan aðgang að ofangreindum tölvupósti sem er runninn undan rifjum Bálstofunnar sem heyrir undir þitt ráðuneyti. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. 2) - ... þá var ég með lagafrumvarp í gangi sem að nær ekki fram að ganga út af þingslitum ... - Okkur þætti vænt um að vita hvaða frumvarp þú ert að tala um og hvernig það átti að leysa okkar vanda. Á þingmálaskrá dómsmálaráðherra: https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/thingmalaskra/ er minnst á frumvarp sem er ætlað að skilgreina betur rekstrarumhverfi líkhúsa og lagt til að auka frelsi við dreifingu á ösku látinna einstaklinga. Ekki eitt orð um bálstofu. Í marga mánuði höfum við foreldrar barist fyrir velferð barnanna okkar sem er ógnað vegna mengandi starfsemi Bálstofunnar. Og þetta eru svörin frá þér? Þú gafst þér ekki einu sinni tvær mínútur til að gefa þessi loðnu svör sem ekki standast skoðun. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. Þú sagðir í viðtalinu að þér þyki leitt að heyra um kvartanir okkar foreldra. Veistu hvað, við erum líka leið. Í sannleika sagt erum við einfaldlega bálreið og krefjumst aðgerða. Öll ráðuneytin eru starfandi þrátt fyrir þingslit og mörg þeirra eru að vinna hörðum höndum að alls konar málum. Á síðustu dögum höfum við fundið fyrir einlægum vilja starfsfólks bæði Heilbrigðiseftirlitsins og Bálstofunnar til þess að finna skammtímalausn í þágu barnanna. En eins og sakir standa virðist þín arfleifð í dómsmálaráðuneytinu vera algjört aðgerðaleysi í þessum málaflokki. Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér. Höfundur er doktor í tölfræði og formaður foreldrafélags Sólborgar.
Við þurfum að tala um Bálstofuna Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, mætti í viðtal í Þetta helst á Rás 1 miðvikudaginn 6. nóvember. Þar var hann spurður út í mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi sem er að valda börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættuleg heilsu þessara barna sem anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín. 7. nóvember 2024 14:32
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar