27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 14. nóvember 2024 07:04 Það vakti mikla athygli í fyrra þegar fréttir bárust af því að sýslumaður hafi selt á nauðungaruppboði einbýlishús í Reykjanesbæ fyrir aðeins þrjár milljónir króna. Um var að ræða hús með fasteignamat upp á 57 milljónir. Í gær barst þetta mál aftur í fréttir, því nú er kaupandinn búinn að fara í einhverjar innréttingar á húsinu og hefur auglýst það til sölu á 83 milljónir. Ef fasteignin verður seld á þessu verði þá er það 27-földun fjárfestingarinnar á einu ári. Manni blöskrar fregnir sem þessar því þarna birtist okkur eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér. Því miður er þetta langt frá því að vera eina dæmi þess að heimili fólks séu seld á nauðungaruppboðum fyrir mun lægra verð en svarar gangverði fasteigna á markaði. Við í Flokki fólksins höfum lagt fram frumvarp til að binda enda á þetta óréttlæti. Við viljum að það verði meginreglan að þegar yfirvöld fara fram á nauðungarsölu þá skuli fasteignir seldar á almennum markaði en ekki með uppboði. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna skilgreinir fullnægjandi húsnæði sem hluta af réttinum til viðunandi lífskjara. Að sama skapi setur Samningur Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi jákvæðar skyldur á aðildarríki þess samnings til að veita borgurum sínum grundvallarréttindi viðunandi lífskjara; fæði, klæði og húsnæði. Það er því með öllu ljóst réttur til húsnæðis telst til grundvallarmannréttinda. Nauðungarsala fasteignar einstaklings er eitt af þyngstu úrræðum réttarkerfisins en í því felst að eign sé komið í verð í þeim tilgangi að kröfur sem á eigninni hvíla, verði efndar til fulls. Í þessum tilvikum missir fólk húsnæðið sitt og lendir jafnvel á götunni. Ef efndir fást ekki upp í skuldir fólks situr það jafnvel uppi með tugmilljóna skuldir þrátt fyrir að hafa misst heimili sitt, sem seldist eflaust langt undir markaðsverði á uppboði sýslumanns. Dæmin sýna að það er ekkert sem kemur í veg fyrir að eignir verði seldar langt undir markaðsverði. Heimild er til staðar til þess að eign verði seld á almennum markaði en sú heimild er sjaldan kynnt fyrir skuldurum og er verulega vannýtt. Af öllum nauðungarsölum síðustu tíu ára var hlutfall þeirra fasteigna sem seldar voru á almennum markaði tæp 0,2% (8 eignir af 4.148 eignum). Það verður að breyta lögum og gera það að meginreglu að við nauðungarsölu verði fasteignir seldar á almennum markaði. Það myndi koma í veg fyrir að eignir verði seldar á hrakvirði á uppboði sem enginn vissi af. Þess vegna hef ég lagt fram frumvarp sem umbreytir þessari meginreglu nauðungarsölulaganna. Þetta er augljóst sanngirnismál sem við í Flokki fólksins teljum mikilvægt að verði samþykkt á Alþingi. Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Húsnæðismál Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það vakti mikla athygli í fyrra þegar fréttir bárust af því að sýslumaður hafi selt á nauðungaruppboði einbýlishús í Reykjanesbæ fyrir aðeins þrjár milljónir króna. Um var að ræða hús með fasteignamat upp á 57 milljónir. Í gær barst þetta mál aftur í fréttir, því nú er kaupandinn búinn að fara í einhverjar innréttingar á húsinu og hefur auglýst það til sölu á 83 milljónir. Ef fasteignin verður seld á þessu verði þá er það 27-földun fjárfestingarinnar á einu ári. Manni blöskrar fregnir sem þessar því þarna birtist okkur eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér. Því miður er þetta langt frá því að vera eina dæmi þess að heimili fólks séu seld á nauðungaruppboðum fyrir mun lægra verð en svarar gangverði fasteigna á markaði. Við í Flokki fólksins höfum lagt fram frumvarp til að binda enda á þetta óréttlæti. Við viljum að það verði meginreglan að þegar yfirvöld fara fram á nauðungarsölu þá skuli fasteignir seldar á almennum markaði en ekki með uppboði. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna skilgreinir fullnægjandi húsnæði sem hluta af réttinum til viðunandi lífskjara. Að sama skapi setur Samningur Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi jákvæðar skyldur á aðildarríki þess samnings til að veita borgurum sínum grundvallarréttindi viðunandi lífskjara; fæði, klæði og húsnæði. Það er því með öllu ljóst réttur til húsnæðis telst til grundvallarmannréttinda. Nauðungarsala fasteignar einstaklings er eitt af þyngstu úrræðum réttarkerfisins en í því felst að eign sé komið í verð í þeim tilgangi að kröfur sem á eigninni hvíla, verði efndar til fulls. Í þessum tilvikum missir fólk húsnæðið sitt og lendir jafnvel á götunni. Ef efndir fást ekki upp í skuldir fólks situr það jafnvel uppi með tugmilljóna skuldir þrátt fyrir að hafa misst heimili sitt, sem seldist eflaust langt undir markaðsverði á uppboði sýslumanns. Dæmin sýna að það er ekkert sem kemur í veg fyrir að eignir verði seldar langt undir markaðsverði. Heimild er til staðar til þess að eign verði seld á almennum markaði en sú heimild er sjaldan kynnt fyrir skuldurum og er verulega vannýtt. Af öllum nauðungarsölum síðustu tíu ára var hlutfall þeirra fasteigna sem seldar voru á almennum markaði tæp 0,2% (8 eignir af 4.148 eignum). Það verður að breyta lögum og gera það að meginreglu að við nauðungarsölu verði fasteignir seldar á almennum markaði. Það myndi koma í veg fyrir að eignir verði seldar á hrakvirði á uppboði sem enginn vissi af. Þess vegna hef ég lagt fram frumvarp sem umbreytir þessari meginreglu nauðungarsölulaganna. Þetta er augljóst sanngirnismál sem við í Flokki fólksins teljum mikilvægt að verði samþykkt á Alþingi. Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun