„Þetta var hræðilegt slys“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. nóvember 2024 18:38 Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir að ána þar sem slysið varð oft áður hafa verið notaða til að æfa straumvatnsbjörgun. Vísir/Einar Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu ásamt félögum. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir um hræðilegt slys að ræða. Maðurinn sem lést hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ og var 36 ára. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið í Tungufljót rétt fyrir klukkan fjögur í gær en þrír björgunarsveitarmenn höfðu þá verið að æfa straumvatnsbjörgun á svæðinu. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins og voru björgunarsveitir boðaðar frá nálægum svæðum og höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru aðstæður á vettvangi krefjandi. Töluverð rigning og mikið vatnsmagn í ánni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. Vegna veðurs var ekki hægt að lenda þyrlunni við slysstaðinn. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir á vettvangi sem báru ekki árangur. „Ég vil byrja á því að votta aðstandendum Sigga mínar dýpstu samúðarkveðjur og hugur okkar allra í félaginu er hjá þeim. Þarna voru félagar björgunarsveita við æfingar við straumvatnsbjörgun og hvað gerðist er ekki á hreinu en það er í höndum lögreglunnar að fara með rannsókn þess máls.“ Áin þar sem æfingin fór fram í gær er eitt af helstu æfingasvæðunum björgunarsveitanna þegar kemur að straumvatnsbjörgun. „Hún hefur verið notuð í töluverðan tíma og þarna hafa verið æfingar og þetta voru vanir straumvatnsbjörgunarsveitarmenn sem voru þarna á ferð.“ Borghildur segir að verkefnið nú sé að taka utan um félagana en í kvöld og á morgun verða samverustundir fyrir björgunarsveitarfólk. Þegar rannsókn lögreglu á slysinu liggi fyrir verði farið ítarlega yfir það innan félagsins. „Það var augljóslega eitthvað sem fór úrskeiðis og þetta var hræðilegt slys. Þegar það kemur meira í ljós hvað það var sem gerðist þá skoðum við að sjálfsögðu alla okkar verkferla allt ef eitthvað er þar sem að hefði mátt betur fara.“ Björgunarsveitir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu. Maðurinn hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann var 36 ára. 4. nóvember 2024 14:55 Banaslys við Tungufljót Banaslys varð í dag þegar karlmaður á fertugsaldri féll í Tungufljót nálægt Geysi. 3. nóvember 2024 20:42 Maðurinn kominn upp úr fljótinu Maður féll út í Tungufljót í Árnessýslu skammt frá Geysi síðdegis. Lögreglan á Suðurlandi var með töluverðan viðbúnað, straumvatnsbjörgunarmenn voru sendir á vettvang og þyrla landhelgisgæslunnar var ræst út. 3. nóvember 2024 16:59 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira
Maðurinn sem lést hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ og var 36 ára. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið í Tungufljót rétt fyrir klukkan fjögur í gær en þrír björgunarsveitarmenn höfðu þá verið að æfa straumvatnsbjörgun á svæðinu. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins og voru björgunarsveitir boðaðar frá nálægum svæðum og höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru aðstæður á vettvangi krefjandi. Töluverð rigning og mikið vatnsmagn í ánni. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. Vegna veðurs var ekki hægt að lenda þyrlunni við slysstaðinn. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir á vettvangi sem báru ekki árangur. „Ég vil byrja á því að votta aðstandendum Sigga mínar dýpstu samúðarkveðjur og hugur okkar allra í félaginu er hjá þeim. Þarna voru félagar björgunarsveita við æfingar við straumvatnsbjörgun og hvað gerðist er ekki á hreinu en það er í höndum lögreglunnar að fara með rannsókn þess máls.“ Áin þar sem æfingin fór fram í gær er eitt af helstu æfingasvæðunum björgunarsveitanna þegar kemur að straumvatnsbjörgun. „Hún hefur verið notuð í töluverðan tíma og þarna hafa verið æfingar og þetta voru vanir straumvatnsbjörgunarsveitarmenn sem voru þarna á ferð.“ Borghildur segir að verkefnið nú sé að taka utan um félagana en í kvöld og á morgun verða samverustundir fyrir björgunarsveitarfólk. Þegar rannsókn lögreglu á slysinu liggi fyrir verði farið ítarlega yfir það innan félagsins. „Það var augljóslega eitthvað sem fór úrskeiðis og þetta var hræðilegt slys. Þegar það kemur meira í ljós hvað það var sem gerðist þá skoðum við að sjálfsögðu alla okkar verkferla allt ef eitthvað er þar sem að hefði mátt betur fara.“
Björgunarsveitir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu. Maðurinn hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann var 36 ára. 4. nóvember 2024 14:55 Banaslys við Tungufljót Banaslys varð í dag þegar karlmaður á fertugsaldri féll í Tungufljót nálægt Geysi. 3. nóvember 2024 20:42 Maðurinn kominn upp úr fljótinu Maður féll út í Tungufljót í Árnessýslu skammt frá Geysi síðdegis. Lögreglan á Suðurlandi var með töluverðan viðbúnað, straumvatnsbjörgunarmenn voru sendir á vettvang og þyrla landhelgisgæslunnar var ræst út. 3. nóvember 2024 16:59 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira
Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Karlmaðurinn sem lést við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal í gær var á björgunarsveitaræfingu. Maðurinn hét Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson en hann var formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ. Hann var 36 ára. 4. nóvember 2024 14:55
Banaslys við Tungufljót Banaslys varð í dag þegar karlmaður á fertugsaldri féll í Tungufljót nálægt Geysi. 3. nóvember 2024 20:42
Maðurinn kominn upp úr fljótinu Maður féll út í Tungufljót í Árnessýslu skammt frá Geysi síðdegis. Lögreglan á Suðurlandi var með töluverðan viðbúnað, straumvatnsbjörgunarmenn voru sendir á vettvang og þyrla landhelgisgæslunnar var ræst út. 3. nóvember 2024 16:59