Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2024 10:23 Sigurreif Maia Sandu fagnar endurkjöri eftir seinni umferð forsetakosninganna í Moldóvu í gær. AP/Vadim Ghirda Maia Sandu, forseti Moldóvu, náði endurkjöri í seinni umferð forsetakosninga sem fóru fram í skugga ásakana um stórfelld afskipti stjórnvalda í Kreml. Hún lýsir úrslitunum sem sigri landið. Þegar tæplega 99 prósent atkvæða höfðu verið talin hafði Sandu fengið 55 prósent þeirra samkvæmt yfirkjörstjórn Moldóvu. Keppinautur hennar, Alexandr Stoianoglo, fyrrverandi saksóknari sem naut stuðnings Sósíalistaflokksins og er hallur undir Rússland, var þá með 45 prósent atkvæða. Eftir fyrri umferð forsetakosninganna og þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu sakaði Sandu rússnesk stjórnvöld um meiriháttar afskiptasemi. Birtingarmynd hennar var kosningasvik, ógnanir og mútur. „Moldóva, þú stendur uppi sem sigurvegari. Í dag hafið þið gefið kennslustund í lýðræði sem verðskuldar að vera skráð í sögubækurnar, kæru Moldóvar,“ sagði Sandu þegar hún lýsti yfir sigri í nótt. AP-fréttastofan segir sigur Sandu létti fyrir ríkisstjórn Moldóvu sem er hlynnt því að opna vesturgluggann. Stjórnarskrárbreyting sem var samþykkt naumlega samhliða fyrri umferð forsetakosninganna í síðasta mánuði færir Moldóvu nær aðild að Evrópusambandinu. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, óskaði Sandu til hamingju með sigurinn í færslu á samfélagsmiðlinum X og virtist vísa óbeint til afskipta Rússa. „Það krefst fádæma styrkleika að yfirstíga þær áskoranir sem þú stóðst frammi fyrir í þessum kosningum,“ skrifaði von der Leyen. Congratulations, dear @sandumaiamd, on your victory tonight.It takes a rare kind of strength to overcome the challenges you’ve faced in this election.I’m glad to continue working with you towards a European future for Moldova and its people. pic.twitter.com/YcCurwhpCq— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) November 3, 2024 Moldóva Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Óvíst um endanleg úrslit varðandi Evrópustefnu Moldóvu Um helmingur kjósenda í Moldóvu vill ganga í Evrópusambandið, ef marka má niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengið var til í gær, þegar 97,66 prósent atkvæða hafa verið talin. 21. október 2024 07:48 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Þegar tæplega 99 prósent atkvæða höfðu verið talin hafði Sandu fengið 55 prósent þeirra samkvæmt yfirkjörstjórn Moldóvu. Keppinautur hennar, Alexandr Stoianoglo, fyrrverandi saksóknari sem naut stuðnings Sósíalistaflokksins og er hallur undir Rússland, var þá með 45 prósent atkvæða. Eftir fyrri umferð forsetakosninganna og þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu sakaði Sandu rússnesk stjórnvöld um meiriháttar afskiptasemi. Birtingarmynd hennar var kosningasvik, ógnanir og mútur. „Moldóva, þú stendur uppi sem sigurvegari. Í dag hafið þið gefið kennslustund í lýðræði sem verðskuldar að vera skráð í sögubækurnar, kæru Moldóvar,“ sagði Sandu þegar hún lýsti yfir sigri í nótt. AP-fréttastofan segir sigur Sandu létti fyrir ríkisstjórn Moldóvu sem er hlynnt því að opna vesturgluggann. Stjórnarskrárbreyting sem var samþykkt naumlega samhliða fyrri umferð forsetakosninganna í síðasta mánuði færir Moldóvu nær aðild að Evrópusambandinu. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, óskaði Sandu til hamingju með sigurinn í færslu á samfélagsmiðlinum X og virtist vísa óbeint til afskipta Rússa. „Það krefst fádæma styrkleika að yfirstíga þær áskoranir sem þú stóðst frammi fyrir í þessum kosningum,“ skrifaði von der Leyen. Congratulations, dear @sandumaiamd, on your victory tonight.It takes a rare kind of strength to overcome the challenges you’ve faced in this election.I’m glad to continue working with you towards a European future for Moldova and its people. pic.twitter.com/YcCurwhpCq— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) November 3, 2024
Moldóva Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Óvíst um endanleg úrslit varðandi Evrópustefnu Moldóvu Um helmingur kjósenda í Moldóvu vill ganga í Evrópusambandið, ef marka má niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengið var til í gær, þegar 97,66 prósent atkvæða hafa verið talin. 21. október 2024 07:48 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Óvíst um endanleg úrslit varðandi Evrópustefnu Moldóvu Um helmingur kjósenda í Moldóvu vill ganga í Evrópusambandið, ef marka má niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengið var til í gær, þegar 97,66 prósent atkvæða hafa verið talin. 21. október 2024 07:48